Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Í þessari viku fara fram málstof- ur nemenda í áfanganum „Lok 104“ í Menntaskóla Borgarfjarð- ar. Áfanginn er fyrir nemendur sem eru að nálgast námslok í skólanum. Þar vinna nemendur að sérstök- um lokaverkefnum þar sem rík- ar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverk- efnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörk- uðu sviði og gegna mikilvægu hlut- verki við að þjálfa þá í að beita við- urkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða lausn við- fangsefna og undirbúa þá enn frek- ar undir háskólanám. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt og jafn ólík og þau eru mörg. Meðal þess sem þeir fjalla um að þessu sinni má nefna sögu ljósmyndunar á Íslandi, einkenni og orsakir átröskunarsjúk- dóma, áhrif ævintýra á börn, hlýn- un jarðar, Frans Kafka, erfðabreytt matvæli, hreyfingu aldraðra, áhrif fæðu á ýmsa sjúkdóma, táknmál heyrnarlausra, bandaríska risafyrir- tækið Apple o.fl. Liður í áfanganum er að halda málstofur þar sem nemendur kynna verkefni sín. Fyrri málstofan fór fram í gærmorgun í stofu 101 fyr- ir fullum sal. Að sögn Önnu Guð- mundsdóttur kennara, sem hefur umsjón með áfanganum, þá heppn- aðist málstofan mjög vel. Nemend- ur mættu vel undirbúnir til leiks og vönduðu sig í flutningi erinda. Gestir málstofunnar voru ekki síðri og sýndu þeir erindunum áhuga og spurðu góðra spurninga að þeim loknum. Síðari málstofan fer síðan fram á morgun, fimmtudag, einn- ig í stofu 101 og hefst hún kl. 10. Anna segir að öllum sé frjálst að koma í málstofuna og fylgjast með kynningum á verkefnum og taka þátt í umræðum um þau. hlh / Ljósm. Lilja S. Ólafsdóttir. Nemendur í leiðsögumennsku við Íþróttaakademíu Keilis í Reykja- nesbæ klifu um helgina hið form- gagra Kirkjufell við Grundarfjörð. Ferðina skipulagði námsfólkið sjálft, en það verður við útskrift ný tegund leiðsögumanna um íslenska náttúru. Ekki veitir af ef horft er til fjölgunar ferðamanna. Síðast- liðið haust sögðum við frá þessum hópi sem þá var við æfingar á kaj- ökum við Stykkishólm. Þetta fólk verður sérþjálfað í að fylgja ferða- mönnum í ævintýraferðir um Ís- land þar sem áhersla er lögð á að komast í beina snertingu við nátt- úruna. Ragnar Þór Þrastarson verkefnastjóri hjá Íþróttaakademíu Keilis sagði þá í samtali við blaða- mann Skessuhorns: „Við erum ný- búin að setja á stofn nám í ævin- týraferðmennsku hjá Keili. Þetta er átta mánaða nám og stiklar á helstu þáttum í afþreyingaleiðsögn fyrir ferðamenn hér á Íslandi. Þetta eru kajaksiglingar, gönguferðir, fjalla- mennska, jöklaferðir og flúðasigl- ingar. Það er einblínt á að mennta leiðsögumenn fyrir ferðamenn sem koma hingað í svokallaðar afþrey- ingarferðir. Með því er þá átt við fólk sem kemur hingað til að upp- lifa Ísland og íslenska náttúru með því að stunda útivist af ýmsu tagi,“ sagði Ragnar Þór. mm/ Ljósm. Eyþór Björgvinsson nemandi hjá Keili. Í vor verður kynnt ný mannrétt- indastefna á Akranesi, sem Akra- neskaupstaður í samvinnu við bæj- arbúa, stofnanir og félagasamtök á Akranesi hafa unnið að undan- farna mánuði. Af því tilefni er efnt til málfundaraðar á Bókasafni Akra- ness um bækur sem fjalla um mann- réttindi í víðum skilningi. Mál- fundaröðin er samvinnuverkefni bókasafnsins og Önnu Láru Stein- dal verkefnastjóra mannréttinda- mála Akraneskaupstaðar. Fyrsti málfundurinn var í febrúar og var fjallað um bókina Snemmtæk íhlut- un í málörvun tveggja og þriggja ára barna. Næsti málfundur verður 18. mars kl. 17.15. Þar mun Amal Tamimi fjalla um ævisögu sína, Von, sem út kom út fyrir jólin 2013. Amal Ta- mimi er fædd og uppalin í Jerúsal- em í Palestínu. Hún var 7 ára þeg- ar stríðið skall á, 13 ára var hún fangelsuð af Ísraelsmönnum vegna grjótkasts, 16 ára var hún gift. Árið 1995 flúði hún heimilisofbeldi eig- inmanns síns og fór með börnin sín fimm til Íslands. Flóttinn var ævin- týralegur og Amal hræddist um líf sitt. Nafn Amal merkir von. Von Amal hefur ávallt verið að komið sé fram við hana og alla aðra eins og manneskjur. Af virðingu og vænt- umþykju. Þriðji málfundurinn verður í apríl. Ókeypis aðgangur og eru allir velkomnir. -fréttatilkynning Það var svo sannarlega kraftur í Syngjandi konum á Vesturlandi í tónleikaröð þeirra sem lauk í Fríkirkjunni í Reykjavík á laug- ardaginn. Meðal þeirra laga sem sungin voru var hið kröftuga og kunna lag Hraustir menn eftir Sigmund Romberg við texta Jak- obs Jóhannessonar Smára. Syngjandi kon- ur brugðu á það skemmtilega ráð að syngja lagið með skeggmottu við mikla gleði tón- leikagesta, en lagið er einmitt einkennislag Mottumars, baráttuátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá karlmönnum sem nú stendur yfir. Að sögn Ingu Stefáns- dóttur hjá Freyjukórnum, sem skipulagði Syngjandi konur, var lagavalið hrein tilvilj- un. „Við vorum fyrir nokkru búnar að ákveða að hafa Hrausta menn á söngskránni. Síðan komumst við að því að lagið var einkennislag Mottumars og því var að sjálfsögðu brugðið á það ráð að við skildum vera með mottur þegar lagið væri sungið. Allar sungum við af miklum krafti og sá Kristjana um að syngja einsöng með bassarödd sem á sér enga líka. Með þessu vildum við styðja karlana okkar í þeirra baráttu,“ segir Inga sem bætir við að tónleikaröðin hafi tekist afar vel. hlh /Ljósm. Þórarinn Jónsson. Góð þátttaka í málstofum lokaverkefna í MB Samræða um samfélag – málfundaröð á Bóka- safni Akraness Góð mæting var á málstofuna. Hera Hlín Svansdóttir kynnir loka- verkefni Zsuzsanna Budai stýrði syngjandi konum með glæsibrag í Fríkirkjunni. Syngjandi konur kyrja Hraustir menn Syngjandi konur syngja Hraustir menn af miklum krafti og Kristjana syngur einsöng. Klifu Kirkjufellið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.