Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 hörku áhöfn. Frábæra stráka, allt- af sömu menn. Sá sem er búinn að vera lengst með okkur hefur verið síðan 1987. Hann var með okkur á Gáskabátnum forðum daga.“ Kristín samsinnir þessum orðum Sigurðar. Hún segir að skipverjar á Magnúsi hafi alltaf lagt sig mik- ið fram við að halda miklum gæð- um á aflanum. Þeir passi vel upp á allar afurðir svo sem hrogn og lifur. „Þannig höfum við hámarkað það sem við höfum getað fengið út úr kvótanum. Það þarf að gera þetta svona og umgangast þetta allt af virðingu. Bæði aflann og sjálfa auð- lindina.“ Eiginmaður hennar segir að nú- tíma útgerðarmynstur og aflameð- ferð skili úrvals hráefni á land. „Við höfum mest stundað veið- ar við Snæfellsnesið undanfarin ár, höfum ekkert þurft að fara lengra. Undanfarnar vertíðir höfum við verið framan við plássið heima, lagt netin að morgni og dregið á hádegi. Það er lagt og dregið, lagt og dregið og reynt að koma með sem ferskastan afla að landi. Net- in liggja kannski ekki nema í fjóra til fimm tíma. Þetta hefur verið al- veg frábært. Okkar fiskur fer all- ur til sölu á markaði og við höfum haldið mjög góðum gæðum,“ seg- ir Sigurður. Framtíðin er í sjávarútveginum Það lifnar yfir skipstjóranum á Magnúsi SH þegar hann fær spurn- ingu um hvað báturinn hafi verið að fiska á undanförnum árum. Honum verður greinilega hugsað til veið- anna. Það má greina tilhlökkun hjá honum að komast aftur út á miðin eftir eins árs hlé. „Við höfum verið að veiða hátt í 300 tonn af skötusel yfir árið. Heildar ársafli okkar á þennan bát hefur verið um 1.200 tonn af öll- um tegundum. Þar er að sjálfsögðu mest af þorski auk skötuselsins. Heildar kvóti á bátnum í dag er rétt tæp eitt þúsund tonn. Síðan höf- um við tekið þátt í netarallinu svo- kallaða fyrir Hafrannsóknastofnun. Það hefur verið ágætis búbót fyrir strákana okkar sem við köllum en það er áhöfnin. Þeir fá greitt fyrir aflann þar samkvæmt hlutaskipta- kerfinu,“ segir hann með stolti og bjartsýnistón. Þau hjón Sigurður og Kristín sjá framtíð í sjávarútveginum. „Við ætlum okkur að vera í þessu áfram. Þetta er það sem ég kann. Ég vona bara við fáum frið til að gera þetta í framtíðinni. Ég hef ekki trú á öðru en að samfélagið vilji hafa okkur áfram í þessu,“ segir Sigurður. Hann lítur brosandi til konu sinnar og hún til hans. Þau eru sammála. mþh Magnús SH við bryggjuna hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts við Lamb- húsasund á Akranesi, nær ferðbúinn til heimsiglingar. Endurbótum var að ljúka þegar eldur kom upp í Magnúsi SH í skipasmíðastöðinni í lok júlí í fyrrasumar. Báturinn var dreginn brennandi út úr húsi stöðvarinnar. Tjónið var svo mikið að hann var um tíma talinn ónýtur. Skipverjar á Magnúsi SH voru mættir um borð í byrjun vikunnar til að undirbúa bátinn fyrir siglinguna heim til Snæfellsbæjar. Frá vinstri Magnús Darri Sigðursson (sonur Sigurðar skipstjóra), Sigurður Hallgrímsson og Ingólfur Áki Þorleifsson. „Þetta er allt annað skip,“ sögðu þeir allir. Sigurður Hallgrímsson og Ingólfur Áki hafa starfað fyrir útgerðina síðan 1999, eða í 15 ár. 70. ársþing Íþróttabandalags Akraness 70. ársþing Íþróttabandalags Akraness verður haldið fimmtudaginn 10. apríl nk. kl. 18.30 í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum. Dagskrá ársþingsins verður samkvæmt lögum ÍA. Sláttur á opnum svæðum 2014-2016 Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í verkið. Útboðsgögn verða afhent á geisladiski, endurgjaldslaust frá og með 13. mars n.k. í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 2. apríl n.k. kl. 11 að Stillholti 16-18. Við óskum útgerð og áhöfn Magnúsar SH 205 til hamingju með breytingarnar. Bakkatúni 26 300 Akranes www.skaginn.is Við þökkum útgerð skipsins og áhöfn Magnúsar SH 205 fyrir farsælt samstarf við endurbyggingu skipsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.