Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Í Þorpinu á Akranesi eru starf- ræktir ýmsir klúbbar ætlaðir börn- um í tómstundastarfi. Einn af þeim er Frístundaklúbburinn, sem ætl- aður er þeim börnum sem þurfa á stuðningi og hvatningu að halda við tómstundaiðju og er hann fyrir börn í 5. – 10. bekk. Ruth Jörgensdóttir Rauterberg er sú sem hefur umsjón með Frístundaklúbbnum. Hún er þroskaþjálfi að mennt, leiðsögumað- ur, húsa- og húsgagnasmiður, spilar á þverflautu og er nú í meistaranámi í tómstunda- og félagsmálafræð- um/þroskaþjálfun. Hún er auk þess eiginkona og þriggja barna móðir, ásamt því að reka verslunina Ævin- týrakistuna með eiginmanni sínum. Það má því með sönnu segja að Ruth hafi komið víða við og hafi í mörgu að snúast. Það sem á þó hug henn- ar allan þessa dagana er verkefnið „Gaman saman“ sem er hluti af frí- stundaklúbbnum og er fyrir börn í 5. – 7. bekk. Kom til Íslands fyrir tilviljun Ruth er fædd í Münster í Þýskalandi. Þar ólst hún upp, elst þriggja systkina en hún á tvo yngri bræður. Hún kom fyrst til Íslands árið 1990. „Þá var ég tvítug og nýbúin með stúdentspróf. Ég hafði sótt um að fara í eitt ár á vegum AUS, sem stendur fyrir „Al- þjóðleg ungmennaskipti“ og það var laust hér á Íslandi. Þess vegna end- aði ég hér, það var eiginlega fyrir al- gjöra tilviljun,“ útskýrir Ruth í sam- tali við blaðamann. Hún vann í sveit og skinnaiðnaði þetta fyrsta ár hér á landi en ákvað svo að stoppa lengur á Íslandi. „Ég sótti þá um í Iðnskólan- um að læra smíði og fékk inni. Ég fór svo til Þýskalands aftur 1995 og tók sveinspróf í húsgagnasmíði en kom svo aftur til Íslands til að vinna,“ heldur hún áfram. Ruth kynntist eiginmanni sín- um, Bjarna Þorsteinssyni hér á landi. „Við kynntumst í brúðkaupi á Egils- stöðum en höfðum bæði farið þang- að frá Reykjavík til að vera viðstödd þetta brúðkaup. Þarna var vinkona mín að giftast vini hans,“ rifjar hún upp. Eftir það fannst Ruth kominn tími til að fara aftur í skóla. „Ann- ar bróðir minn var með Downs heil- kenni og þegar ég var yngri ætlaði ég alltaf að verða þroskaþjálfi eða eitt- hvað slíkt, fannst það liggja beint við. En svo þróuðust hlutirnir þann- ig að ég fór bara að gera eitthvað allt annað,“ segir hún. Ruth fór á há- skólakynningu og þar vissi hún bæði og fann að hún vildi læra þroska- þjálfun. Hún útskrifaðist 2003 og flutti tveimur árum síðar á Akranes. „Tengdaforeldrar mínir, Snjólaug María Dagsdóttir og Þorsteinn Þor- leifsson bjuggu á Akranesi og Bjarni átti hús hérna. Við vorum komin með tvö börn á þessum tíma þannig að það lá beinast við að flytja hingað. Ég keyrði á milli til að byrja með og var með þeim fyrstu sem tók strætó á milli Akraness og Reykjavíkur. Ég gerði það í hálft ár en gafst svo upp á endanum og fór að vinna á Akranesi,“ rifjar Ruth upp. Fyrsta árið vann Ruth í Grundaskóla sem þroskaþjálfi og smíðakennari. Haustið 2007 var henni svo boðið að sjá um frístunda- klúbbinn, sem þá kallaðist lengd við- vera fyrir börn með fötlun. „Þá var nýgerður samningur milli jöfnunar- sjóðs og sveitarfélaganna. Við byrj- uðum fyrst með starfsemina í gamla Arnardal en fluttum vorið 2008, þeg- ar Þorpið var opnað. Fyrst voru sex börn af sérdeild hér en nú eru þau 17. Við erum með alls konar verk- efni fyrir utan það og sinnum mun fleiri börnum en þeim. Síðan við byrjuðum hefur starfið verið í svaka- legri þróun. Ég hef aldrei stoppað og hugsað „nú er þetta orðið fínt,“ heldur haldið áfram að þróa starfið og finnst mjög mikilvægt að sú þró- un haldi áfram,“ segir hún. Vildi vinna á móti ein- angrun fatlaðra barna Verkefnið „Gaman saman“ hófst árið 2009. Kveikjan að því er að Ruth vildi vinna á móti þeirri ein- angrun sem fötluð börn verða oft fyrir. „Þau eru svo mikið „sér“ – allt- af aðgreind. Þau eru í sérdeild, sér frístundaklúbbi og eru oftar en ekki sami hópurinn. Sömu börnin sem einangrast í raun saman og eru ekk- ert endilega saman af því að þau séu svo góðir vinir. Einnig á þetta við um börn af erlendum uppruna og fleiri hópa, sem einhvern veginn aðgrein- ast frá öðrum börnum. Við vild- um búa til frístundatilboð þar sem börn geta komið á sínum forsend- um,“ útskýrir Ruth. Kjarni verk- efnisins er að leiða saman börn með ólíkan bakrunn sem myndu að öðru leyti hafa lítil samskipti sín á milli og leyfa þeim að hafa „gaman sam- an.“ Leyfa þeim að skynja fjölbreyti- leika mannlífsins sem eðlilegan hlut. „Þess vegna leiðum við saman ólíka hópa barna, þ.e. fötluð, ófötluð, af erlendum og innlendum uppruna og bjóðum þeim upp á skipulagt tóm- stundastarf. Þannig má ná til þeirra barna sem lítið hafa tekið þátt í tóm- stundastarfi hingað til og hafa e.t.v. lítið frumkvæði að því að skrá sig í slíkt starf og til þeirra sem standa félagslega höllum fæti.“ Ekki alltaf sömu krakkarnir Starfsfólk Þorpsins var með hug- myndasmiðju í fjórar vikur síðastlið- ið haust. Þá voru mynduð teymi með börnum og starfsfólki sem hittust tvisvar í viku. Þau prófuðu sig áfram með ýmsa hluti. Prófuðu að nota hjólastóla og blindrastafi svo börnin áttuðu sig á að það eru ekki allir eins. „Við vildum láta þau finna hindranir og hvað megi gera til að hægt sé að taka þær í burtu. Börnin voru mjög opin og töldu að allir gætu tekið þátt í starfi vetrarins. Það kom þeim til dæmis á óvart hvað blindir geta gert margt og þau komu með fullt af góð- um hugmyndum. Við bjuggum svo til klúbba út frá þeim hugmyndum sem komu fram í hugmyndasmiðj- unni og settum upp dagskrá. Þetta hefur gefið góða raun og við ætlum að gera þetta aftur. Það er gaman að sjá að það eru ekki einungis sömu krakkarnir sem voru í hugmynda- smiðjunni og sem mæta í dag þannig að þetta hefur greinilega náð til fleiri en þeirra sem voru með frá upphafi,“ segir Ruth um starf vetrarins. Tómstundatilboð fyrir alla Eins og áður segir þá er Ruth í meistaranámi í tómstunda- og félagsmálafræðum og þroskaþjálfun og fjallar meistaraverkefnið henn- ar um „Gaman saman.“ „Verkefnið snýst um að gá hvort „Gaman sam- an“ virkar. Þetta hefur gengið mjög vel og ekki hægt að sjá að við séum með fötluð börn. Það er engin að- greining lengur fyrir þau, þetta er bara hópur barna. Leiklistin hefur nýst þeim sérstaklega vel, þar ná þau því besta fram í hvort öðru. Bæði þau sem eru með fötlunargreiningu og hin. Við höfum líka séð dæmi um að hlutirnir gangi ekki alltaf og get- ur það verið út af ýmsum aðstæðum. Það eiga ekki öll börn auðvelt með samskipti og er það oft óháð fötlun- argreiningu. Stundum eru hóparn- ir þannig að börnin einhvern veg- inn finna sig ekki saman og það er kannski helsta áskorunin fyrir okk- ur að finna út hvar ástæðurnar liggja og hvað við getum gert til að breyta því. Þess vegna hef ég verið að leita til samstarfs við börnin þannig að við getum fundið lausnir í samein- ingu. „Gaman saman“ á að vera fyr- ir alla. Ég vildi gera tómstundatilboð sem kemur til móts við fjölbreytileg- ar þarfir margbreytilegs barnahóps. Ef við ætlum að búa til tómstundatil- boð, þá verður það að vera fyrir alla. Annað er tímaskekkja,“ segir Ruth. „Ef það er hægt að koma til móts við svona margbreytilegan hóp, þá dug- ar það mér. Tómstundir eru réttur vettvangur til að byrja á þessari sam- veru því það er svo margt hægt að gera í tómstundum. Það er ekki nóg að henda börnum saman inn í eitt- hvað herbergi og bíða og sjá hvort eitthvað gerist. Samskipti og tengsl myndast þegar þau fara að gera eitt- hvað saman. Allir hafa eitthvað að gefa og þau hjálpa hvort öðru á báða vegu,“ bætir hún við. Erfitt að breyta heilu samfélagi Ruth byggir hugmyndafræðina og verkefnið á eigin reynslu enda alin upp með bróður með fötlun. „Ég græddi mikið á því að alast upp með honum. Ég er sannfærð um að þetta virkar og það er erfitt að sannfæra mig um eitthvað annað. Það er réttur hvers barns að geta tekið þátt. Enda er búið að innleiða það í samninga og lög að öll börn hafi sama rétt,“ útskýrir hún. Ruth bætir því við að það sé ekki auðvelt að breyta heilu samfélagi, en kannski megi byrja að breyta því í gegnum tómstundastarf- ið. „Það mun þá hafa áhrif á þá sem tóku þátt í því og fylgja þeim inn í lífið og svo koll af kolli. Þannig má kannski breyta gömlum hugsunar- hætti smám saman. Okkar hlutverk er að undirbúa börn undir þátttöku í samfélaginu og hluti af því er að taka á móti öllum sem tilheyra sam- félaginu. Þetta snýst svo mikið um aðstæður. Ef aðstæður eru erfiðar þá getur fötlunin verið mikil en ef þær eru viðkomandi í hag, þá er hún jafn- vel engin. Það er á ábyrgð samfélags- ins að breyta aðstæðum og skapa rétt umhverfi. Þá hverfur öll þessi að- greining og skiptir ekki máli hvort viðkomandi er með ADHD, ein- hverfu, félagsfælni, Downs heilkenni eða annað, þetta verða bara börn. Ramminn er ekki náttúrulögmál.“ Einungis á Akranesi Verkefnið „Gaman saman“ var til- nefnt til foreldraverðlauna Heimil- is og skóla 2010 og 2011. Það hefur skilað góðum árangri og fjöldi barna tekur þátt á hverju ári. Akranes er líklega eini staðurinn á landinu þar sem boðið er upp á tómstundastarf þar sem öll börn geta tekið þátt á sínum forsendum með skipulögðum hætti. „Við erum heppin að Akranes er svona lítið bæjarfélag með einung- is tveimur grunnskólum og einni fé- lagsmiðstöð. Það gæti orðið flókn- ara og erfiðara að blanda hópun- um saman á stærri stað,“ segir Ruth og hvetur foreldra til að skrá börn- in sín í frístundaklúbbinn. „Markmið klúbbsins eru að styrkja og efla börn og ungmenni í að finna sér áhuga- mál, verða að sjálfstæðum og sterk- um einstaklingum og að öðlast meiri samskipta- og félagsfærni. Einnig að mynda tengsl innan og utan hóps- ins og upplifa sig sem hluti af samfé- laginu á Akranesi,“ segir þroskaþjálf- inn Ruth Jörgensdóttir Rauterberg að endingu. grþ Leiðir saman börn með ólíkan bakgrunn Rætt við Ruth Jörgensdóttir Rauterberg um starfið í Gaman saman og sitthvað fleira Krakkarnir í „Gaman saman“ gera alls kyns skemmtilega hluti. Hér má sjá hluta hópsins í brjóstsykursgerð. Ruth Jörgensdóttir Rauterberg. Fjölbreyttir klúbbar hafa verið myndaðir í „Gaman saman.“ Hér er Ruth hægra megin við miðju ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur starfsmanni í Þorpinu og leiklistar- klúbbnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.