Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014
S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r
www.skessuhorn.is
ar sem lagðar eru til eru að grunn
og lítil tjörn líti dagsins ljós á Brák-
artorgi, útsýnisstaður verði gerður
í grjótgarðinum austan Brákartorgs
þar sem listaverkið Venus á hafinu
eftir Ásmund Sveinsson yrði komið
fyrir á tilbúnum hólma úti í Brákar-
sundi og að lágir hólar verði á gras-
flötum á svæðinu sem gestir gætu
notað til áningar.
Tillaga sem fer
til sveitarstjórnar
Sigursteinn segir að tillögurnar hafi
fengið góðar undirtektir á íbúa-
fundinum í Hjálmakletti á þriðju-
daginn sem á fimmta tug manna
sótti. Tillögurnar fara nú til um-
fjöllunar í umhverfis- og skipulags-
nefnd og væntanlega til byggðar-
ráðs sem í framhaldinu mun ákveða
hvort þær verði settar í hefðbundið
skipulagsferli. Um leið vonast Sig-
ursteinn að almenn og opin um-
ræða fari fram meðal íbúa um mál-
ið sem sé afar nauðsynlegt fyrir
framgang þess. „Íbúar þurfa að vera
virkir þegar kemur að skipulags-
málum. Mikil óánægja hefur verið
með skipulagsmál í Borgarbyggð
á síðustu árum og hefur sá þáttur í
starfi sveitarfélagsins fengið verstu
útkomuna í þjónustukönnunum.
Nú er tækifæri til breyta því.“
Ekki eining um
tillögurnar
Samkvæmt Sigríði Bjarnadóttur
formanni vinnuhópsins urðu frjó-
ar og líflegar umræður um fram-
tíð svæðisins í vinnuhópnum og
kvaðst hún ánægð með niðurstöð-
una sem studd er af henni, Jóhann-
esi Stefánssyni og Ara Björnssyni.
Ekki var þó einhugur um tillöguna
því Ragnar Frank Kristjánsson hef-
ur lýst sig mótfallinn henni. Í sam-
tali við Skessuhorn sagði Ragnar,
sem er landslagsarkitekt að mennt,
að tillögurnar væru ekki raunsæjar
og vanti t.d. kostnaðargreiningu á
þeim. „Ég taldi ástæðu til að byggja
á þremur byggingarlóðanna við
Brákarsund og nýta þau mannvirki
sem fyrir eru á svæðinu svo sem
malbikaða götu sem liggur í botn-
langa. Tillaga hópsins er að hliðra
götunni um breidd sína sem er að
mínu mati óráð, bæði fjárhagslega
og skipulagslega séð. Síðan finnst
mér of mikil áhersla lögð á að útbúa
stórt torg við Brákarbraut. Lands-
svæðið er opið gagnvart ríkjandi
vindáttum við Brákarsundið og því
ekki heppilegt til dægradvalar,“ seg-
ir Ragnar sem áætlar að kostnaður
sveitarsjóðs við að gera nýjar íbúða-
lóðir tilbúnar á svæðinu muni kosta
á annan tug milljóna króna. „Á
meðan sveitarsjóður Borgarbyggð-
ar á í erfiðleikum með að fjármagna
ýmis brýn verkefni í Borganesi, svo
sem að hlúa betur að Englendinga-
vík, Skallagrímsgarði og Brákarey,
þá tel ég ekki ástæðu að gera stór-
vægilegar breytingar á núverandi
deiliskipulagi.“
Í staðinn telur Ragnar skynsam-
legra að ráðast í lítilsháttar breyt-
ingar á svæðinu. „Aðstæður fyrir
nýbyggingar og kaup á íbúðum hafa
því miður ekki verið fyrir hendi sl.
ár, en sá tími mun fljótt koma. Hægt
er að gera lítilsháttar breytingu á
núverandi deiliskipulagi til að skapa
betri skilyrði fyrir uppbyggingu,
t.d. með því að minnka bygginga-
magnið í núverandi deiliskipulagi á
lóðunum, með því að lækka húsin
sem hafa ekki verið byggð um eina
hæð og að byggðar verði tiltölulega
litlar íbúðir, um 70-90 fermetrar.
Varðandi tillögu vinnuhópsins að
rífa gamla kaupfélagshúsið þá er
áhugavert að kasta fram hugmynd
hvernig þessi hluti Egilsgötu get-
ur litið út ef húsið yrði rifið. Ég tel
hins vegar að sveitarfélagið Borg-
arbyggð muni ekki kaupa húsið né
standa fyrir því að rífa það. En ef
einhver byggingaaðili hyggst kaupa
húsið, þá getur verið gott fyrir við-
komandi að vita afstöðu sveitar-
félagsins. Hvort þessi tillaga eigi að
vera í nýju deiliskipulagi er eitthvað
sem þarf að meta.“ hlh
Vinnuhópurinn sér fyrir sé að nokkrar smærri byggingar rísi á lóðinni Egilsgötu 11
í stað núverandi stórhýsis. Myndin er tölvugerð og má sjá núverandi hús svæðisins
á myndinni.
Neðri bærinn samkvæmt tillögunni, séður frá Brákarey.
Ragnar Frank Kristjánsson.
www.kronan.is
– óskar eftir
þér!
Atvinnutækifæri
Sótt er um starfið á www.kronan.is
Umsóknarfrestur er til 23. mars 2014
Nánari upplýsingar veitir Guðríður H. Baldursdóttir mannauðsstjóri í netfangi gudridur@kaupas.is
Krónan Akranesi óskar eftir
verslunarstjóra
Starfslýsing:
• Þjónusta við viðskiptavini
• Verkstjórnun og þjálfun starfsfólks
• Ábyrgð og umsjón með daglegum
rekstri verslunarinnar
Hæfniskröfur:
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Tölvukunnátta til að leysa dagleg
verkefni í Outlook, Excel og Navision
• Góðir samskiptahæfileikar og
þjónustulund