Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Tillaga vinnuhóps að nýju deili- skipulagi fyrir hluta neðri bæjarins í Borgarnesi var kynnt á íbúafundi í Hjálmakletti síðastliðinn þriðju- dag. Það var Sigursteinn Sigurðs- son arkitekt sem kynnti tillöguna en hann hefur unnið að gerð henn- ar ásamt vinnuhópnum sem skip- aður var af byggðarráði fyrir tæpu ári síðan. Allir fjórir framboðs- listar í sveitarstjórn eiga fulltrúa í hópnum, en þeir eru Ragnar Frank Kristjánsson (V), Jóhannes Stefáns- son (S), Ari Björnsson (D) og Sig- ríður G. Bjarnadóttir (B) sem er formaður hópsins. Þá var Sigur- steinn Sigurðsson arkitekt skipaður sem ráðgjafi hópsins og hönnuð- ur en hann hefur undanfarin þrjú ár stýrt eigin rannsóknarverkefni á skipulagi Borgarness. Jökull Helga- son forstöðumaður framkvæmda- sviðs sveitarfélagsins var hópnum einnig innan handar. Íbúar vildu búa niðri í bæ Deiliskipulagstillaga vinnuhópsins nær yfir svæðið þar sem athafna- svæði Kaupfélags Borgfirðinga var lengstum, við Skúlagötu, Brákar- braut, Egilsgötu og hina nýju götu Brákarsund. Byrjað var að móta núgildandi skipulag svæðisins árið 2003 og tók það gildi árið 2006. Það gerir ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum, verslunum og þjón- ustutengdri starfsemi. Stærð þess eru tæpir 6.000 fermetrar. Á grunni skipulagsins, sem unnið var af VA arkitektum, voru tólf byggingalóðir skipulagðar og var þeim öllum út- hlutað á árunum fyrir bankahrun. Sjö fjölbýlishús á tveimur hæðum með risi voru reist á lóðunum áður en hrunið skall á, eitt við Brákar- sund, tvö við Skúlagötu og fjögur við Brákarbraut. Óbyggt er því á fimm lóðum sem allar eru við göt- una Brákarsund en Borgarbyggð hefur leyst lóðirnar til sín. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar segir að sú hugsun hafi verið ráðandi við mótun skipu- lagsins að á svæðinu yrði íbúabyggð til að ná að nýta það vel. Á þessum tíma hafi illa gengið að úthluta nýj- um lóðum í Bjargslandi því fólk vildi fremur eiga húsnæði í neðri hluta bæjarins. Til að geta skipulagt nýjar lóðir hafi sveitarfélagið fest kaup á athafnasvæði KB og þurft að reiða fram um 30 milljónir króna. Inni í þeirri upphæð voru sláturhús- ið við Brákarbrú sem síðar var rifið, timburplan KB og Gamla mjólkur- samlagið sem þá þurfti á töluverðu viðhaldi að halda. Af þessum sök- um hafi áherslan verð sett á íbúa- byggð í skipulaginu og að sveitarfé- lagið næði að fá eitthvað til baka út úr fjárfestingunni. Umdeilt skipulag Gildandi deiliskipulag svæðisins hefur hlotið nokkra gagnrýni með- al íbúa frá því að byrjað var að reisa byggingar á því. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að bygg- ingarnar þykja of stórar miðað við anda neðri bæjarins, nýting húsanna hefur verið of einhæf miðað við al- mennt notagildi húsa á svæðinu og að skipulagið bjóði upp á takmark- aða torgamyndun. Að auki er nú þegar komið upp bílastæðavanda- mál við Brákarsund, þrátt fyrir að einungis eitt hús af fimm sé þar ris- ið. „Þetta eru sjónarmið sem mað- ur hefur hefur orðið var við síð- ustu ár,“ segir Sigursteinn Sigurðs- son arkitekt. „Þau hafa t.d. kom- ið fram í viðhorfskönnunum sem framkvæmdar hafa verið á liðn- um árum. Þessu komst ég til dæm- is fljótlega að þegar ég gerði sjálf- ur könnun í verkefninu mínu fyrir fáeinum árum.“ Sigursteinn bæt- ir því við að hópurinn hefur verið ötull við að kalla eftir sjónarmið- um íbúa og aðila í fyrirtækjarekstri í neðri bænum á starfstíma sínum. „Sem dæmi héldum við íbúafund þar sem málin voru rædd í fyrra og þá höfum við haldið úti sérstakri fésbókarsíðu um vinnuna.“ Brákartorg verði upphafspunktur Að sögn Sigursteins vildi hópurinn taka mið af endurheimt náttúru svæðisins í vinnu sinni og einnig að draga úr byggingarmagni. Þá sé sérstakur undirtónn að auka flæði milli svæða og auka útsýni. „Það má segja að grunnur tillagnanna sé að lofta um svæðið og skapa á því góðan miðpunkt fyrir gamla bæ- inn. Borgarnes á ekkert torg - torg sem er miðpunktur mannlífsins í bænum. Tillagan gerir ráð fyrir að torg rísi í suðvesturhluta svæð- isins þar sem nú er bílastæði fyr- ir Landnámssetrið og tómar bygg- ingalóðir. Þetta torg gengur undir vinnuheitinu Brákartorg. Torgið verður samkvæmt tillögunni nokk- urs konar upphafspunktur Borgar- ness. Þar verði „sleppistæði“ fyrir rútur og bíla og er hugsunin sú að frá því liggi göngustígar umhverf- is bæinn. Hugmyndir hafa verið uppi um uppbyggingu stíga með- fram strandlengjunni í Borgarnesi og alla leið upp að Hamri, Vind- ási og Einkunnum. Borgarbyggð hefur verið að leggja nýja stíga hér og þar í bænum við góðar undir- tektir sem vonandi koma til með að mynda hring utan um bæinn að lokum. Fimm fjölbýlishúsum sem eftir átti að reisa á Brákartorgi er hafn- að í tillögunni, en í staðinn verði skipulagðar lóðir fyrir fjögur hús sem yrðu mun lágreistari en þau sem nú þegar hafa risið. Hæð húsa á svæðinu mun því trappast niður og mynda jaðar fyrir torgið til að skapa ákjósanlegar aðstæður fyr- ir almenningsrými. Við viljum að nýju húsin verði í stíl sem minn- ir á fyrstu timburhúsin á Íslandi en yrðu byggð samkvæmt kröfum nú- tímans. Þau munu skilja að Brák- artorg og Brákarsund. Á óbyggðu lóðunum tveimur milli Brákar- sunds og Skúlagötu gerum við síðan ráð fyrir litlum garði með göngustíg,“ segir Sigursteinn. Gamla Vöruhús KB hverfi Róttækasta breytingin í tillögunni er að Egilsgata 11, gamla Vöruhús KB, verði rifið. Í staðinn er lagt til að byggð verði allt að ellefu lágreist- ari hús á lóðinni með gangstéttum á milli til að tengja betur Egilsgötuna við svæðið. Þannig verði flæði aukið á milli efri hluta gamla bæjarins við þann neðri. Bílakjallari verði und- ir nýju húsunum. Sigursteinn seg- ir vitaskuld skiptar skoðanir á þessu atriði en það hafi hins vegar orðið ofan á að leggja þetta til í hópnum. „Rökin sem eru á móti niðurrifinu eru t.d. að húsið hefur sögulegt- og tilfinningalegt gildi fyrir bæinn, að burðarvirki þess sé í lagi og að hægt sé að nýta það í blandaðri notkun fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi ef ráðist yrði í endurbætur. Rök með eru að húsið þykir of stórt fyrir svæðið og virki í raun sem veggur á milli svæða í gamla bænum. Það er einnig mjög illa farið og hefur ver- ið úrskurðað óíbúðarhæft sökum myglu. Þá þykir ljóst að það muni kosta gríðarlegar fjárhæðir að gera það upp í viðunandi horf. Með því að rífa húsið má segja að Egilsgat- an kæmist aftur í upprunalegt horf. Áður en vöruhúsið var reist voru þar nokkur smærri hús, álíka öðr- um húsum við götuna í dag. Það er einmitt sú mynd sem við viljum ná fram með tillögunni,“ segir Sigur- steinn. Egilsgötu 11 var breytt á ár- unum 2001-2002 í fjölbýlishús og eru þar í dag 27 íbúðir. Það var úr- skurðað óíbúðarhæft fyrir tveimur árum en húsið er í eigu Íbúðalána- sjóðs. Markaður á „Samlagsplani“ Þá er gert ráð fyrir því að gras- flötin á bakvið húsin að Brákar- braut 4-8 verði færð til nær Gamla mjólkursamlaginu við Skúlagötu. Grasflötin er á „Kaupfélagsplan- inu“ svokallaða sem vinnuhópur- inn hefur kallað „Samlagsplanið“ í vinnu sinni. „Í staðinn verði bíla- stæðin sem þar eru færð nær hús- unum. Skuggavarp er umtalvert þar sem núverandi grasflöt er og verð- ur flötin í meira sólskini með til- færslunni,“ segir Sigursteinn sem segir grasflötina geti jafnvel verið nýtt fyrir útimarkað á sumrin eða jólamarkað. Sú hugmynd kom frá íbúa í vinnuferlinu. Aðrar breyting- Skipulagsmál í Borgarnesi: Vinnuhópur skilar tillögu að nýju deiliskipulagi í neðri bænum Tölvugerð yfirlitsmynd af nýju deiliskipulagi neðri bæjarins í Borgarnesi sem sýnir tillögu vinnuhópsins. Sigursteinn Sigurðsson. Á þessari yfirlitsmynd má sjá núgildandi skipulag. Svörtu flekkirnir fyrir miðri mynd sýna óbyggðu lóðirnar fimm við götuna Brákarsund. Rauðlitaði flekkurinn hægra megin sýnir Egilsgötu 11 eða gamla Vöruhús KB sem vinnuhópurinn leggur til að verði rifið. Borgarnes séð frá Brákartorgi samkvæmt tillögunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.