Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Nafn: Sædís Alexía Sigurmunds- dóttir Starfsheiti/fyrirtæki: Verkefna- stjóri hjá Akraneskaupstað. Fjölskylduhagir/búseta: Í sam- búð með Hjalta Brynjari Árna- syni lögfræðingi og okkar þremur börnum, Einari Óla 9 ára, Elsu Dís 4 ára og Gunnari Kára eins árs. Svo eigum við einnig hund, hana Þulu. Áhugamál: Nýjasta áhugamál- ið er að prjóna og ég er einmitt að taka nýjustu peysuna af prjón- unum fljótlega. Annars þykir mér einstaklega gaman að spila, hvort sem það er með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi. Ég hef mjög gaman af því að stunda útivist, ferðast, horfa á góða bíómyndir, baka og svo margt fleira. Vinnudagurinn 10. mars 2014: Mætt til vinnu eftir að hafa keyrt öll börnin á sína staði. Byrjaði að fara yfir pósthólfið og fá mér fyrsta kaffibolla dagsins. Klukkan 10: Akraneskaupstað- ur er að vinna að nýrri heimasíðu og var ég á þessum tíma að vinna aðeins að henni, læra á nýtt kerfi og fleira. Hádegið: Við fórum nokkur saman að borða á Galito, lamba- pottréttur með mús og salati, einstaklega gott. Klukkan 14: Þá var ég að und- irbúa frumkvöðlakvöldið sem Akraneskaupstaður stendur fyr- ir næsta mánudag - því má eng- inn missa af! Hvenær hætt og það síð- asta sem þú gerðir í vinnunni: Hætti að vinna kl. 17 í dag og það síðasta sem ég gerði var að yfirfara „to do“ listann, stimpla mig út og kveðja alla. Fastir liðir alla daga? Þetta er svo rosalega fjölbreytt starf, eng- inn dagur er eins. Á það ekki ein- mitt að vera þannig? Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Alltaf skemmtilegt þegar verkefnum líkur og hægt er að sjá afköstin sem verða af þeim. En síðan er ég að vinna með frá- bæru fólki sem gaman er að hitta á hverjum degi. Var dagurinn hefðbundinn? Já það má eiginlega segja að dag- urinn í dag var hefðbundinn en aldrei að vita með næstu daga á eftir! Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði í lok maí 2013. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Vonandi. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, alltaf - hef aldrei upplif- að öðruvísi dag. Mjög skemmti- legur vinnustaður. Einstaklega góður andi og mórall hérna. Eitthvað að lokum? Bara „takk Akranes“. Það hafa allir tekið svo vel á móti mér og minni fjöl- skyldu síðan við fluttum hingað í mars á síðasta ári. Yndislegur bær og yndislegt fólk. Dag ur í lífi... Verkefnastjóra hjá Akraneskaupstað Akranes er mikill íþróttabær. Inn- an vébanda Íþróttabandalags Akra- ness eru 17 íþróttafélög, sem segir mikið um þá grósku og fjölbreytni sem er í íþróttalífinu í bænum. „Það eru trúlega ekki margir sem gera sér grein fyrir þeirri sérstöðu sem Akranes hefur með svona fjöl- breytt og öflugt íþróttastarf. Ég held að enginn bær í landinu búi að svo fjölbreyttu og öflugu íþrótta- lífi. Það þarf að fara alveg suður til Héraðssambandsins Skarphéð- ins til að finna eitthvað sambæri- legt, en HSK er með allt Suður- landið undir,“ sagði Jón Þór Þórð- arson íþróttafulltrúi ÍA í spjalli við Skessuhorn á dögunum. Bekkjarfélagar urðu öflugt lið Það hittist reyndar þannig á að Jón Þór átti afmæli þennan dag sem blaðamaður spjallaði við hann fimmtudaginn 6. mars. Átti sinn 42. afmælisdag. Reyndar átti einn- ig afmæli þennan dag og jafngam- all Jóni Þór, hans helsta átrúnaðar- goð úr körfuboltanum, Shaquille O´Neil. Jón Þór er sjálfur mik- ið í íþróttum og var m.a. einn af frumherjunum í körfuboltanum á Akranesi. Hann hefur ásamt fleir- um reynt að hlúa að þeirri íþrótt á Skaganum. „Þetta byrjaði með því að við vorum nokkrir bekkjarfé- Íþróttir eru kröftugt afl til að móta ungt fólk Spjallað við Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúa ÍA lagar að æfa körfubolta og mynduð- um mjög gott lið þegar við vorum í kringum 12 ára aldurinn. Okkur gekk strax vel og við stóðum sterk- um félögum alveg á sporði. Pers- ónulega gekk mér mjög vel, var val- inn í drengjalandslið ´88 ásamt fé- laga mínum Jóhannesi Helgasyni. Við vorum fyrstu innfæddu Skaga- mennirnir sem valdir voru í lands- lið í körfubolta. Fleiri í flokknum og með okkur úr þessum ´72 árgangi voru Heimir Fannar Gunnlaugs- son, Helgi Ólafur Jakobsson, Einar Árni Pálsson og Bjarki Lúðvíksson. Við vorum allar frímínútur í körfu- bolta og áttum það til að koma of seint í tíma. Það er ógleymanlegt að kennarinn okkar, Borghildur Jósúadóttir, sýndi áhuga okkar fyrir þessari íþrótt ekki mikinn skilning. Það var kaldhæðnislegt að Vésteinn sonur hennar varð svo mjög öflug- ur körfuboltamaður og Borghildur seinna formaður Körfuboltafélags ÍA. Það hefði verið óskandi að þessi skilningur hennar á íþróttinni hefði komið fyrr, þá hefðum við sloppið við mörg vandræðin,“ segir Jón Þór og hlær. Körfuboltaævintýri á Skaganum Jón Þór fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna þegar hann var 18 ára, árið 1990-91. „Það var hell- ings reynsla og ég kom heim fullur eldmóðs að ná lengra í körfubolt- anum. Við fórum síðan upp í úr- valsdeildina í fyrsta skipti 1993. Þá höfðu bekkjarfélagar mínir hellst úr lestinni, nema Jóhannes og Heimir. Þetta var heilmikið körfuboltaæv- intýri í uppsiglingu á Skaganum. Það komu inn í það strákar af Skag- anum eins og til dæmis Dagur Þór- isson en liðið byggðist líka að tals- verðu leyti á mannskap sem feng- inn var að til að styrkja hópinn.“ Aðspurður segist Jón Þór hafa byrjað að þjálfa yngri flokkana þeg- ar hann var 19 ára gamall. „Ég hafði strax mjög gaman af því að þjálfa og það var þjálfarastarfið sem ýtti mér út í að afla mér íþróttakenn- aramenntunar frekar en að ég vildi verða íþróttakennari,“ segir Jón Þór, sem útskrifaðist sem íþrótta- kennari frá Laugarvatni vorið 1998. „Það sumar fór ég að starfa hjá ÍA, var með íþrótta- og leikjanámskeið. Sturlaugur Sturlaugsson tók svo við formennsku hjá ÍA árið eftir. Ég hélt áfram að vinna hjá ÍA og starf- aði mikið með Sturlaugi. Starfið hjá íþróttabandalaginu varð til þess að ég dró mig aðeins út úr þjálfun- inni. Ég var í hlutastarfi við íþrótta- kennslu á Kjalarnesi til ársins 2005 að ég fór í fullt starf sem íþrótta- fulltrúi hjá ÍA.“ Allir sigurvegarar Jón Þór er nú aftur byrjaður að þjálfa yngri flokka ÍA í körfubolta og fór til að mynda á dögunum með tvö lið ungra drengja á mikið og stórt körfuboltamót í Reykjanesbæ, Nettómótið sem er fyrir krakka tíu ára og yngri. „Þetta er mót með mjög svipuðu fyrirkomulagi og Norðurálsmótið í fótbolta er á Skaganum. Það er meira lagt upp úr því að krakkarnir komi og leiki sér í körfubolta en keppni, enda eru stigin ekki talin. Þau finna það samt gjarnan út bæði lið að þau hafi unn- ið, svo að allir eru sigurvegarar og allir ánægðir. Það skemmtilega fyr- ir okkur þjálfara og gamla leikmenn að koma á svona mót er líka að hitta gamla andstæðinga og vini á vellin- um, sem nú eru orðnir annaðhvort þjálfarar eða foreldrar og forráða- menn. Þá verða fagnaðarfundir,“ segir Jón Þór. Einblínir ekki á afreksmanninn Aðspurður hvað hafi orðið til þess að hann byrjaði að þjálfa í körfu- boltanum aftur, segir hann að það séu börnin. „Ég á strák sem hefur komið með mér á æfingar, en ég er ennþá að leika mér einu sinni í viku. Hann hefur smitast af áhuganum og líka bekkjarfélagar hans. Það voru þeir sem urðu til þess að ég byrjaði aftur að þjálfa og hef gam- an af.“ Aðspurður hvort að þarna séu komnir lykilmenn í körfubol- talið framtíðarinnar á Akranesi, segir Jón Þór ekkert vera að spá í það. „Þátttaka mín í íþróttum hef- ur kennt mér ýmislegt og þroskað. Fyrst og fremst legg ég upp úr því að kenna börnunum að verða góðir og heilsteyptir einstaklingar, þann- ig að þeim farnist sem best í því sem þau taka sér fyrir hendur á lífs- leiðinni. Ég einblíni ekki á afreks- manninn, en hitt er annað mál að sinni krakkarnir æfingum af sam- viskusemi og aga þá lætur árangur- inn ekki á sér standa.“ Góð aðstaða í heildina Spjallið berst að íþróttastarfinu innan ÍA. Því gróskumikla starfi sem stundað er í 17 íþróttafélög- um í bænum. Jón telur að í heildina sé aðstaða til íþrótta góð á Akra- nesi. „Fólk sem kemur erlendis frá rekur upp stór augu þegar það sér höllina og aðstöðuna sem hér er í fótboltanum. Við erum metn- aðarfull hérna og viljum hafa allt meira og betra. Hins vegar er það þannig með fjölmennar og vax- andi íþróttagreinar eins og fimleik- ana, að þar vantar sárlega betri að- stöðu. Fimleikafólkið okkar stend- ur aðstöðulega ekki jafnfætis þeim sem það er að keppa við. Oft fylg- ist að uppbygging skólamannvirkja og íþróttamannvirkja og því mið- ur virðist nokkuð mörg ár í að fim- leikahús verði byggt við skóla fyrir nýju hverfin hérna á Akranesi.“ Hátt hlutfall iðkenda Jón Þór segir að hlutfall íþrótta- iðkenda á Akranesi sé mjög hátt. Í heildina séu þeir um 2300 í bænum, þar af 1400 börn og unglingar. „Bara í grunnskólanum eru 75% nem- enda í íþróttum. Eftir skóla á dag- inn taka íþróttirnar við. Nemendur velja íþróttir en eru ekki skyldug- ir að mæta í þær eins og í skólann. Íþróttahreyfingin er menntakerfi við hliðina á skólakerfinu. Íþróttir er kröftugt afl til að móta ungt fólk. Því skiptir miklu máli að umhverfið sé heilbrigt og gott. Þjálfararnir séu hæfir og standi undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar.“ Aðspurður um starf framkvæmda- stjóra ÍA segir Jón Þór að það sé fjölbreytt og skemmtilegt. „Það snýst mikið um samskipti, samstarf og upplýsingamiðlun. Vinnan er blanda af greiningu, skipulagningu og rekstri. Við starfrækjum þrek- miðstöðina og þótt rekstur íþrótta- félaganna í bænum sé sjálfstæð- ur, þá myndar ÍA ramma utan um hann,“ sagði Jón Þór að endingu. þá Jón Þór ásamt ungum körfuboltamönnum sem hann þjálfar. Jón Þór Þórðarson í Íþróttamiðstöðunni á Jaðarsbökkum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.