Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014 Salurinn smám saman fylltist af fólki sem raðaði sér við borðin með gosflösku eða jafnvel dós í hönd. Nokkurrar eftirvæntingar gætti síðastliðið föstudagskvöld enda var framundan frumsýning, sem jafnan er tilhlökkunarefni, meira að segja mikið. Ekki var spennan minni að þessu sinni því nú skyldi frumflytja splunkunýja revíu eftir Bjartmar bónda Hannesson, skáld og grínara á Norður Reykjum. Félagið sem stendur að uppfærslu þessa verks stendur á tímamótum. Rétt 100 ár eru nú síðan fyrst var sett upp leikverk í Logalandi, félagsheimili Ungmennafélags Reykdæla. Þá var aðsóknin reyndar svo góð að einn stjórnarmanna í félaginu lagði það til að fleiri yrðu sýningarnar ekki, því þrengslin hefðu verið of mikil. Sem betur fer var ekkert hlustað á hann. Sýningarnar síðan þetta var skipta mörgum tugum og reyndar búið að byggja við og ofan á hús- ið mörgum sinnum síðan þannig að alltaf er nóg pláss. Nú sem fyrr feta ungmennafélag- ar ekki troðnar slóðir í leiklistinni, enda fáir sem búa að því að hafa leikrita- og revíuskáld í sinni sveit. Sögusviðið í revíunni „Ert´ekk´að djóka (elskan mín)?“ er uppsveit- ir Borgarfjarðar. Svo slæðist jú ein og ein saga með úr neðri byggð- um, meðal annars handan Hvít- ár og alla leið úr Borgarnesi. Hæfi- leg kerskni, mikið glens og hellings grín eru í bland við örlítið „dass“ af alvarleika. Í leikskránni mátti lesa að í sögupersónum mætti finna sambland, eða hreinræktun, ým- issa sveitunga og annarra mektar- manna. Það má til sanns vegar færa. Léttleikinn var í fyrirrúmi en stutt í alvarleikann, enda afar nauðsyn- legt að fá einstaka sinnum tækifæri til að hvíla vanbúna brosvöðva, nú á síðustu og verstu tímum. Söguum- hverfið í verkinu er dæmigerð ís- lensk sveit - með bætiefnum. Hefð- bundin hjón með afkomendum, viðhengjum ásamt frönskum kokki hafa þegar hér er komið sögu stofn- að til ferðaþjónustu. Fram kem- ur að hvert skúmaskot á bænum og útihúsum er nú nýtt til að þjóna ferðamönnum á einhvern hátt. Síð- ast var hrútastían tekin í gagn- ið - og jú, klósett gamla mannsins á efri hæðinni, þar sem japanskir ferðamenn fá að skoða norðurljós- in. Góðlátlegt grín er gert að hin- um nýjungagjörnu bændum sem ætla að „meika það“ af þjónustu við ferðamenn, eins og reyndar rest- in af þjóðinni einnig. Nágranni þeirra, bóndi af kærulausari gerð- inni, blandast í spilið, með allt niðr- um sig í hreinlæti í fjósinu og er við það að fá allra síðustu aðvörun full- trúa MAST. Gestir á ferðaþjón- ustubænum eru af ólíkum toga, allt frá hálf-kynskiptum starfsmanni Páfagarðs til forsetahjóna. Hverj- um dytti önnur eins blanda í hug, nema þá Bjartmari? Söguþráðurinn í verkinu er ótrú- lega margslunginn og víða sem komið er við. Staðfærðir brand- arar við raunveruleikann, söng- ur og glens. Kvartett söngvara, Hálsasveitin, leikur stórt hlut- verk og syngur við raust af og til og stígur dansspor vítt um salinn. Þar eru ýmis þekkt lög sungin við texta Bjartmars og við gítarundir- leik hans. Burðarhlutverk í verkinu hafa síðan sem fyrr bræðurnir þrír frá Geirshlíð, eiginkonur, börn eða nágrannar þeirra. Ekki alveg laust við að læðist að manni sá grunur að Bjartmar hafi skrifað nokkur hlut- verkanna fyrir þá. Einstaka Reyk- dælingur og Hálssveitungur fær svo að fljóta með. Í heildina er revían Ert´ekk´að djóka (elskan mín)? alveg ljómandi góð. Þráðurinn er heilsteyptur, hef- ur sitt upphaf og eðlilegan endi, innansveitar- og héraðsskaupið er vel skiljanlegt meira að segja brott- fluttum, og húmorinn er prýðileg- ur, enda ekki við öðru að búast. Ef út á eitthvað mætti setja þá er það annars vegar nafnið á verkinu. Kostur að allir kunni að slá því inn á tölvu. Hins vegar er það lengd- in. Það hefði bætt verkið að kippa tveimur eða þremur smáatriðum úr til að koma heildarlengd sýningar- innar með hléi niður í tvo og hálfan tíma. Engu að síður tekst hér Þresti Guðbjartssyni leikstjóra að vinna vel úr efniviðnum; leikurum og handritinu, og enginn vafi að hann nær vel til hópsins. Semsagt: Prýði- leg frammistaða leikara, söngvara, baksviðsfólks, Þrastar og ekki síst Bjartmars. Mér fannst þetta besta verkið hans til þessa. Héraðsbú- ar og nágrannar allir verða að gera sér ferð í Logaland til að sjá þetta verk. Annað er einfaldlega ekki í boði. Sýnt verður þétt næstu daga, fimmtudag til laugardags og hefjast allar sýningar klukkan 20:30. Magnús Magnússon Ungmennasamband Borgarfjarð- ar hélt sambandsþing sitt í félags- heimilinu Brautartungu í Lundar- reykjardal á laugardaginn. Að sögn Pálma Blængssonar, framkvæmda- stjóra sambandsins, var þingið vel sótt. Stjórn UMSB var endurkjör- in á þinginu en hana skipa þau Sig- urður Guðmundsson sambands- stjóri, Ásgeir Ásgeirsson varasam- bandsstjóri, Kristín Gunnarsdóttir gjaldkeri, Þórhildur María Krist- insdóttir ritari og Aðalsteinn Sím- onarson meðstjórnandi. Pálmi seg- ir að þingið hafi verið starfssamt og gengu þingstörf vel. Auk hefðbundinna dagskrár- atriða var undirritaður samning- ur á milli UMSB og þekkingar- fyrirtækisins KPMG. Samningur- inn snýr að því að KPMG styrk- ir sambandið rausnarlega með því að sjá um færslu á bókhaldi þess og gerð ársreikninga. Að auki býð- ur KPMG aðildarfélögum UMSB sambærilega samninga. Notuðu fulltrúar tveggja deilda hjá Umf. Skallagrími í Borgarnesi tækifærið á þinginu og skrifuðu undir samn- inga við fyrirtækið. Í samningi UMSB og KPMG er einnig kveðið á um að KPMG muni aðstoða sam- bandið við að útbúa nýja handbók fyrir gjaldkera íþróttafélaga. Pálmi segir að handbókin muni auðvelda gjaldkerum aðildarfélaganna sitt starf auk þess sem skil og færsla á bókhaldi verður sambærilegra á milli aðildarfélaga sambandsins. hlh/ Ljósm. pb. Mikið „djók“ í Reykholtsdalnum Sambandsþing UMSB fór fram í Brautartungu Við setningu sambandsþings UMSB í Brautartungu. Sigurður Guðmundsson sambandsstjóri er í ræðustóli en honum á hægri hönd eru fundarstjórarnir, þeir Pálmi Ingólfsson og Guðmundur Sigurðsson. Ívar Örn Reynisson formaður knattspyrnudeildar Skallagríms, Konráð Konráðs- son hjá KPMG og Kristinn Óskar Sigmundsson formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms handsala samstarfssamningana. Konráð Konráðsson hjá KPMG og Sigurður Guðmundsson sam- bandsstjóri skrifa undir samstarfs- samninginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.