Skessuhorn - 12.03.2014, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2014
Hver er eftirlætis sjónvarpsþátt-
urinn þinn?
Spurning
vikunnar
Veronica Líf Þórðardóttir
„Scandal“ á Skjá einum.
Alexandra Bjarkadóttir
„One tree hill.“ Hann var sýnd-
ur á Skjá einum.
Hrafn Darri Guðbjörnsson
„Top Gear“ á Skjá einum.
Klara María Jónsdóttir
„Vampire diaries“ sem sýndur er
á Stöð 3.
Alexander Maron Þorleifsson
„Two and a half man“ og aðrir
gamanþættir.
(Spurt á Akranesi)
Skáklíf er allfjörugt hjá UMSB um
þessar mundir. Meðal annars taka
þrír fulltrúar Borgfirðinga þátt í
Reykjavíkurskákmótinu sem er að
ljúka í Hörpu þessa dagana. Það
eru Tinna Kristín Finnbogadótt-
ir, sr. Kristinn Jens Sigurþórsson
og John Ontiveros og standa þau
sig vonum framar á mótinu. Tinna
Kristín vann m.a. snemma í mótinu
ungverskan meistara sem var með
500 stigum meira en hún fyrir mót-
ið. Tinna og John voru eftir átt-
undu umferðina á mánudag kom-
in með þrjá og hálfan vinning og
Kristinn Jens þrjá. Tvær umferðir
voru þá eftir af mótinu.
Síðari hluti Íslandsmóts skák-
félaga fór fram um næsts síð-
ustu helgi, 28. febrúar til 1. mars.
Keppnin fer fram í fjórum deildum.
Skáksveit UMSB keppir í 3. deild,
en sveitin fór upp úr þeirri fjórðu
í fyrra. Árangur sveitar UMSB
var allgóður í 3. deildinni núna,
hún lenti í 5. sæti af fjórtán, vann
þrjár viðureignir, tveimur lauk með
jafntefli og tvær töpuðust. UMSB
hlaut 8 stig , alls 23 vinninga, og
var hársbreidd frá því að komast
upp um deild. Vantaði eitt stig til
þess, gerðu jafntefli í síðustu viður-
eigninni og því vantaði aðeins hálf-
an vinning til þess að fara upp í 2.
deild. Fyrir sveitina tefldu: Tinna
Kristín Finnbogadóttir (1921 skák-
stig), Einar Bjarki Valdimarsson
(1874), Bjarni Sæmundsson (1921),
Jóhann Óli Eiðsson (1725), Jón Jó-
hannesson (1621), John Ontiveros,
(1710) og sr. Kristinn Jens Sigur-
þórsson (1410).
þá
Áhorfendur í íþróttahúsinu á
Jaðars bökkum á Akranesi sl. föstu-
dagskvöld fengu mikið fyrir aurinn.
Háspenna var í leik ÍA og FSu þegar
liðin mættust í 1. deildinni í körfu-
bolta í næstsíðustu umferð deildar-
keppninnar. Í fjórða skiptið í vetur
lentu Skagamenn í framlengdum
leik og töpuðu að lokum með að-
eins einu stigi, 113:114. Ljóst var
fyrir leikinn að ÍA gat hvorki fallið
né náð inn í úrslitakeppnina, þann-
ig að þeim megin snérist leikurinn
um það eitt að hafa gaman og landa
tveimur stigum sem næstum tókst,
en þó ekki.
Gestirnir frá Selfossi náðu fljótt
forystu í leiknum og leiddu með
átta stigum eftir fyrsta leikhluta
23:31. Í öðrum leikhluta fóru hlut-
irnir að gerast hjá Skagamönnum
sem spiluðu ágætan leik. Einungis
þremur stigum munaði á liðunum í
hálfleik, en þá var staðan 43:46 fyr-
ir FSu. Undir lok hálfleiksins gerð-
ist umdeilt atvik þegar hlúa þurfti
að Áskeli Jónssyni eftir meint oln-
bogaskot leikmanns FSu, en ekkert
var dæmt. Síðari hálfleikur hófst
svo með látum og áfram var leik-
urinn jafn, þótt gestirnir leiddu
með sjö stigum eftir þriðja leik-
hluta. Skagamenn voru ákveðnir í
að gefa ekki eftir sinn hlut og með
mikilli baráttu tókst þeim að jafna
og jafnt var 101:101 í lok venju-
legs leiktíma. Framlengingin var
saga leiksins í hnotskurn. FSu byrj-
aði betur en Skagamenn börðust
og náðu að jafna þegar rétt rúmar
þrjár sekúndur voru eftir, 113:113.
Það dugði ekki þar sem leikmað-
ur FSu skoraði úr vítaskoti á þeim
tíma sem eftir var.
Jamarco Warren var besti mað-
ur vallarins og stigahæstur hjá ÍA
með hvorki meira né minna en
62 stig. Áskell Jónsson kom næst-
ur með 15 stig, Dagur Þórisson 10,
Birkir Guðlaugsson 9, Birkir Guð-
jónsson 8, Ómar Örn Helgason 7
og Sigurður Rúnar Sigurðsson 2. Í
síðustu umferð 1. deildarinnar nk.
föstudagskvöld sækja Skagamenn
Fjölni heim í Grafarvoginn.
þá/ Ljósm. Jónas H Ottósson.
Knattspyrnudeild Skallagríms hef-
ur endurnýjað samning sinn við
fyrirtækið Namo ehf. sem er um-
boðsaðili Jako íþróttafatnaðar á Ís-
landi. Samningurinn gildir til næstu
fjögurra ára. Samkvæmt tilkynn-
ingu frá deildinni er stjórn hennar
ánægð með nýja samninginn sem
mun koma öllum iðkendum deild-
arinnar til góða á næstu árum. Jako
íþróttavörurnar hafa reynst deild-
inni vel og verið endingagóðar. Það
voru þeir Ívar Örn Reynisson for-
maður knattspyrnudeildar og Jó-
hann Guðjónsson eigandi Namo
ehf. sem undirrituðu samninginn.
hlh
Íslandsmótið í badminton var
haldið um síðustu helgi í TBR-
húsinu í Reykjavík. Alls tóku 25
Vestlendingar þátt í mótinu; 22
frá Akranesi og þrír frá Borgar-
nesi. Þessir iðkendur komu heim
með samtals 17 verðlaun og því
hægt að segja með sanni að þeir
hafi staðið sig vel á mótinu.
Í flokki U 13 varð Andri Snær
Axelsson ÍA Íslandsmeistari í ein-
liðaleik. Í tvíliðaleik varð Andri
Snær einnig Íslandsmeistari
ásamt Davíð Erni Harðarsyni ÍA.
Þá urðu Brynjar Már Ellertsson
ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir
UMFS meistarar í tvenndarleik.
Í flokki U 15 urðu Harpa Kristný
Sturlaugsdóttir ÍA og Þórunn
Eylands TBR Íslandsmeistarar.
Í flokki U 17 varð Harpa Hilm-
isdóttir UMFS í Borgarnesi Ís-
landsmeistari í einliðaleik og tví-
liðaleik en þar deildi Lína Dóra
Hannesdóttir TBR titlinum með
henni.
Önnur úrslit hjá liðsmönnum
ÍA voru eftirfarandi: Í flokki U
11 varð María Rún Ellertsdótt-
ir í 1. sæti í einliðaleik, auka-
flokki. Í tvíliðaleik í flokki U
13 varð Brynjar Már Ellertsson
ásamt Magnúsi Daða Eyjólfs-
syni KR í 2. sæti. Þá lenti Katla
Kristín Ófeigsdóttir í 2. sæti í
einliðaleik, aukaflokki. Í flokki
U 15 varð Úlfheiður Embla Ás-
geirsdóttir í 2. sæti í einliðaleik
og Harpa Kristný Sturlaugsdótt-
ir í 1. sæti í aukaflokki í einliða-
leik. Í flokki U 19 urðu Daníel
Þór Heimisson og Helgi Grét-
ar Gunnarsson í 2. sæti í tvíliða-
leik en báðir leika þeir með ÍA.
Daníel Þór lenti einnig í 1. sæti í
aukaflokki í einliðaleik og Skaga-
maðurinn Halldór Axel Axelsson
í 2. sæti í sama flokki. grþ
Skallagrímsmenn áfram
í Jako búningum
Fjörugt skáklíf hjá UMSB
Tinna Kristín Finnbogadóttir vann
ungverskan meistara á Reykjavíkur-
skákmótinu.
Stóðu sig vel á Íslands-
móti í badminton
Skagamenn töpuðu í háspennuleik
Jamarco Warren skoraði 62 stig í leiknum. Hér er syrpa af gegnumbroti hjá honum.
Fyrstu deildarlið ÍA í körfuboltanum.