Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög-
um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug-
lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr.
2.150. Verð í lausasölu er 600 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is
Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Nokkur orð um fésbókina
Leiðari
Ég hef verið notandi á Fésbókinni síðan 2007. Þessi merki og jafnframt mjög
svo ávanabindandi samfélagsmiðill hefur síðan þá þjónað sem mikilvægur
miðill hjá mér í ýmsu tilliti, bæði til að halda tengslum við fjölskyldumeðlimi
og vini, ekki síst þegar ég bjó á erlendri grundu um skeið. Einnig er hann
mikilvægur til þess eins „að fylgjast með“ og fá vísbendingar um fréttatengd
efni. Jú, það er nefnilega orðið algengt að við blaðamenn fáum hugmyndir
okkar af fésbókinni. Miðillinn hefur þannig þjónað vel til að eiga í samskipt-
um við marga Vestlendinga. Ekki að ósekju kannski, því staðreyndin er sú að
yfir 90% þjóðarinnar eru nú notendur á fésbók. Þetta er góður kostur fyrir
blaðamann í stöðugu kapphlaupi við tímann.
Um hitt er fólk kannski ósammála um. Það eru ókostirnir. Hvað sem hörð-
ustu aðdáendur fésbókarinnar segja, þá hefur fésbókin sína ókosti líkt og net-
ið allt. Stundum afar slæma ókosti. Til dæmis eru vandfundnir þeir atvinnu-
rekendur í landinu (og heimsins) sem ekki hafa horn í síðu fésbókarinnar.
Sumir atvinnurekendur telja nefnilega að fésbókin og aðrir samfélagsmiðlar
séu að drepa alla framlegð í fyrirtækjum sínum þar sem starfsmenn eru sífellt
andlega fjarverandi frá vinnu vegna veru sinnar á fésbók. Í ýmsum fyrirtækj-
um hefur því verið gripið til þess ráðs að hefta aðgengi að samfélagsmiðlum
til að skapa vinnufrið. Árangur námsmanna hefur einnig stafað ógn af fés-
bókinni og öðrum samfélagsmiðlum. Þetta var altalað meðan ég stundaði
nám í háskóla. Því brugðu margir samnemendur mínir á það ráð að stimpla
sig út af fésbók með því að gera sig óvirkan (e. deactivate) þegar prófatíð var
í nánd. Undirritaður gerði þetta þegar hann var í námi, með góðum árangri.
Því mæli ég eindregið með því við námsmenn að hvíla sig á miðlunum í próf-
atíðinni sem nú er gengin í garð. Treystið mér námsmenn, þið munuð ekki
missa af neinu.
Þá er ótalið eitt atriði sem ég velti mikið vöngum yfir og álít ókost, að
minnsta kosti „ómeðvitaðan“ ókost. Það eru nefnilega margir sem ekki gera
sér grein fyrir honum. Ókosturinn er sá hversu gríðarlega opinn vettvangur
fésbókin er. Það er ekki síst ókostur þegar notendur átta sig ekki á því. Oft-
ar en ekki fer sérhver stöðuuppfærsla og athugasemd hjá notanda ansi víða á
fésbókinni, t.d. ef aðgengisstillingar eru opnar. Hægt er að nefna í þessu sam-
bandi sérstakar fésbókarsíður sem tileinkaðar eru ýmist byggðarlögum, sölu-
mennsku eða öðru. Þar skapast oft ýmsar umræður. Í mínum heimabæ er ein
slíka síða sem er hálfpartinn sjálfssprotin. Hún er ekki ritstýrð. Hún heitir
einfaldlega Borgarnes. Þar skiptast íbúar, núverandi og fyrrverandi, á ýmsu
efni og skoðunum um bæinn sinn. Skráðir notendur eru um 2.000, en þar
sem síðan er opinn geta miklu fleiri fylgst með, sennilega þúsundir til við-
bótar. Stundum atvikast hlutirnir þannig að það slær í brýnu milli notenda.
Stundum allmikið. Skrifað er þá í flýti og stundum eru sögð orð sem betur
hefðu verið látin ósögð. Í Borgarnes hópnum sjá þau allir, þúsundirnar sem
fylgjast með. Orð sem eru þá sögð í einrúmi heima í stofu eru því eins og tal-
að er í míkrafón fyri framan fullri Laugardalshöll. Pælið í því!
Í mínum huga er stöðuuppfærsla eða skráð athugasemd á vettvangi sem
þessum álíka því og að einn einstaklingur myndi hengja upp tilkynningu á
áberandi staði í bæjarfélaginu, t.d. á tilkynningatöflu á fjölförnum stöðum
eða bara á ljósastaurum. Athugasemdir við tilkynninguna yrðu síðan hengd-
ar upp fyrir neðan í kjölfarið, allt fyrir allra augum. Ég er ekki viss um að
margir myndu taka sér þetta uppátæki fyrir hendur. Að vísu er það seinlengt
af praktískum ástæðum, en einnig kannski vegna þess að það er of opinber
aðgerð. Framkvæmdin er þó auðveldari með tilkomu fésbókarinnar og þar
stendur kannski hnífurinn í kúnni.
Ekki er ég þó að hvetja til þess að fólk hætti að nota þessa miðla. Síður en
svo. Heldur er hér einungis sett fram vangavelta um hvers eðlis fésbókin er.
Höfum þetta hugfast. Hlutirnir gerast nefnilega hratt á netinu. Svo hratt að
fólki hættir til að segja of mikið. Förum því með gát um síður fésbókarinnar
og annarra samfélagsmiðla.
Heiðar Lind Hansson
Framkvæmdir við lagningu heita-
veitu að Miðhrauni II í Eyja- og
Miklaholtshreppi voru stöðvað-
ar um páskana. Lögregla mætti á
staðinn á grundvelli þess að sveitar-
stjórn hafi ekki veitt framkvæmda-
leyfi, en bændur á Miðhrauni II
töldu að þeir þyrftu ekki að sækja
um framkvæmdaleyfi til sveitar-
stjórnar þar sem þeir hefðu leyfi
Vegagerðar til framkvæmdanna.
Málið er nú komið í þann farveg að
Sigurður Hreinsson bóndi á Mið-
hrauni II ætlar að sækja um leyfi
til framkvæmdanna til skipulags-
nefndar hreppsins. Jökull Helga-
son skipulags- og byggingafulltrúi
Eyja- og Miklaholtshrepps sagð-
ist hafa átt gott samtal við Sig-
urð í gærmorgun, þriðjudag. Um-
rætt umsókn til framkvæmdanna
yrði tekin fyrir á fundi skipulags-
nefndar einhvern næstu daga. Jök-
ull sagði ljóst að leyfi frá Vega-
gerðinni væri ekki fullnægjandi til
framkvæmda og skipulagsnefnd og
sveitarstjórn þyrfti að eiga aðkomu
að málinu, af ýmsum ástæðum, m.a.
að allar framkvæmdir yrðu að vera
til í gagnagrunni sveitarfélagsins. Á
svæðinu geti mögulega verið lagn-
ir frá öðrum veitum s.s. ljósleiðari.
Þá þurfi að liggja fyrir leyfi landeig-
anda og fleiri.
Eins og Skessuhorn hefur greint
frá varð góður árangur að borun í
Lynghaga í októbermánuði síð-
astliðinn. Bændur á Miðhrauni II
hyggjast virka borholuna og leggja
5 km hitavatnslögn meðfram vegi
að Miðhrauni. Sigurður Hreinsson
taldi sig vera með öll tilskilin leyfi
og að ekki þyrfti í þessu tilfelli að
sækja um framkvæmdaleyfi. Lögn-
in yrði grafin í raskað land með-
fram vegi og framkvæmdin breytti
ekki ásýnd landsins. Framkvæmda-
leyfi hafi ekki þurft fyrir tveimur
hitaveitum sem lagðar hafi verið í
hreppnum, þar af lagnir annarrar
hinum megin vegarins þar sem nú
átti að leggja nýja hitaveitu, að hans
sögn. Jökull Helgason skipulags-
og byggingarfulltrúi sagði að ekki
hafi verið lagðar hitaveitur á sín-
um starfstíma hjá sveitarfélaginu.
Hann legði áherslu á að sótt væri
um slíkar framkvæmdir og ítrek-
aði að alltaf þyrfti samþykki sveit-
arfélagsins. Ekki dygði veghelgun,
leyfi frá Vegagerðinni, fyrir fram-
kvæmdum.
þá/ljósm. mþh.
Kristján Þórðarson, oddviti J-lista
bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar,
hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér
í fyrsta sæti listans í bæjarstjórnar-
kosningunum í vor. Hann hefur set-
ið í bæjarstjórn Snæfellsbæjar und-
anfarin tólf ár. „Ég finn það að ég
hef ekki lengur þann kraft og áhuga
sem þarf til að fara í þá kosninga-
baráttu sem framundan er með öllu
því sem henni fylgir. Því tel ég rétt
að draga mig í hlé,“ segir Kristján.
Hann segir tímann sem hann hef-
ur setið í bæjarstjórn hafa að mestu
verið ánægjulegan. „Ég sé ekki eft-
ir einni mínútu sem farið hefur í að
vinna að málefnum míns sveitarfé-
lags. En stundum verður maður að
reyna að hugsa skýrt og viðurkenna
fyrir sjálfum sér að nú sé kominn
tími til að hugsa sinn gang og fá inn
ferska fætur,“ útskýrir hann.
J-listinn hefur átt þrjá fulltrúa
í bæjarstjórn Snæfellsbæjar síð-
ustu þrjú kjörtímabil og því ver-
ið í minnihluta allan þann tíma. Að
sögn Kristjáns getur verið vanda-
samt fyrir lista í minnihluta að
halda baklandinu virku og gang-
andi á milli kosninga. „Það hefur
verið dauft yfir þessu og erfitt að
manna listann. J-listinn er ópóli-
tískt afl sem ekki hefur neina teng-
ingu við landsmálasamtök en fram-
boðið var stofnað af áhugafólki
um málefni bæjarfélagsins. Með
því að stíga til hliðar er ég meðal
annars að reyna að opna fyrir þetta
og reyna að fá inn nýtt fólk,“ seg-
ir Kristján en J-listinn auglýsti ein-
mitt nýverið eftir tilnefningum frá
íbúum að mögulegum frambjóð-
endum. Áhugasamt fólk um bæj-
armálin var einnig hvatt til að gefa
kost á sér til setu á J-listanum.
„Ég vil þakka öllu því góða fólki
sem ég hef starfað með í bæjarmál-
um og bæjarstjórn fyrir samstarfið
og ekki síður kjósendum J-listans.
Þó ég verði að öllu óbreyttu ekki í
bæjarstjórn að þessu sinni mun ég
ekki loka alveg á þann möguleika á
að ég verði á listanum. Ég mun því
halda áfram að vinna að hagsmuna-
málum Snæfellsbæjar,“ segir Krist-
ján Þórðarson að lokum. grþ
Kristján Þórðarson, fráfarandi oddviti
J-listans.
Kristján gefur ekki kost á
sér í fyrsta sætið
Frá borholunni við Lynghaga í október síðastliðnum.
Hitaveituframkvæmdir á Mið-
hrauni II að fara í skipulagsferli
Mikið líf var fyrir utan Hellissand á
annan í páskum þegar súlur voru þar
í hundraða tali við veiðar. Að sögn
Þrastar Albertssonar ljósmyndara
sem var á vettvangi var um mikið
sjónarspil að ræða enda tilþrif súln-
ana mikil í súlnakasti sínu við veið-
arnar. Einnig var vaða af háhyrn-
ingum á sveimi á sömu slóðum og
þá sást til sels. Mjög sennilega hef-
ur þarna verið síld á ferðinni sem
dregið hefur allt þetta líf að sér.
Senan færðist loks austur og vestur
með ströndinni að sögn Þrastar og
var á tímabili alveg upp í fjöru.
hlh
Líflegt dýralíf við Hellissand
Mikill atgangur var í súlunum við Hellissand. Ljósm. þa.