Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
ODORITE
ÖRVERUHREINSIR
MILDEX-Q
MYGLUEYÐIR
WIPE OUT
OFNA OG GRILLHREINSIR
NOVADAN
KLÓRTÖFLUR
- Í POTTINN
SEPT-O-AID
ÖRVERUR FYRIR ROTÞRÆR
HÁÞRÝSTIDÆLUR
ERTU Á LEIÐ Í BÚSTAÐINN
ÚRVALS VÖRUR FYRIR VIÐHALDIÐ OG VERKIN Í BÚSTAÐNUM.
KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
Ætlar þú að passa börn í sumar?
Þá gæti verið gott að fara á námskeið hjá Rauða krossinum
sem heitir Börn og umhverfi og fjallar um allt það sem góð
barnapía þarf að kunna:
Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2002 og eldri.
Námskeiðið kostar 8.900 krónur og innifalið er nesti og
námskeiðsgögn.
Námskeið verður haldið í 5.– 8. maí kl. 17-20.
Skráning og greiðsla þátttökugjalda á www.skyndihjalp.is
www.redcross.is og í síma 431-2270/861-3336.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 431-2270/861-3336
eða á netfangið akranes@redcross.is
Hlökkum til að sjá þig.
Rauði krossinn á Akranesi.
S
ke
ss
u
h
o
rn
2
01
4
Samskipti•
Aldur og þroski barna•
Leikir og leikföng•
Umönnun•
Skyndihjálp•
Slysavarnir•
Freisting vikunnar
Við birtum hér upp-
skrift af frískandi og
góðu kjúklingapasta,
sem borið er fram kalt.
Það má því elda það
hvenær sem er, jafnvel
nota afganga af kjúk-
lingi frá deginum áður.
Það hentar vel í veislur,
saumaklúbba og hefur
slegið í gegn sem há-
degismatur eða kvöld-
matur og jafnvel sem
réttur sem tekinn er
með í sumarbústaðinn
eða útileguna. Upp-
skriftin er ekki heilög, bara til að
styðjast við því að þetta er einmitt
réttur sem hægt er að leika sér að
og nota það sem til er í ísskápn-
um, eða það sem hverjum og ein-
um þykir gott.
Hráefni:
- kjúklingabringur 2-3 stk. Fer eftir
smekk og stærð uppskriftar. Einnig
má nota afgang af kjúklingi.
- beikonkurl eða smátt skorið beikon.
Ef þið eruð með 3 bringur er fínt að
nota um hálft bréf af beikoni.
- pastaskrúfur (ca. 1 poki)
- fetaostur
- grænt pestó
- ristuð graskersfræ
- paprika
- avókadó
- hnetur, til dæmis pekanhnetur eða
valhnetukjarnar
- tómatar, best er að nota kirsuberja
eða konfekt tómata
- ruccola kál
- góð ólívuolía
Aðferð:
Kjúklingurinn skorinn í litla bita
og steiktur í olíu á pönnu. Krydd-
ið eftir smekk með uppáhalds
kryddinu ykkar. Gott er að nota
kjúklingakrydd frá Pottagöldrum,
smá „köd og grill“ og hvítlauks-
duft. Setjið kjúklingabringurnar í
skálina sem þið ætlið að nota og
leyfið þeim að kólna þar.
Sjóðið pasta í vatni
með olíu og salti. Lát-
ið kalt vatn renna á
pastað í sigti þegar það
er soðið og skellið því
svo í skálina með kjúk-
lingnum og látið kólna
á meðan þið gerið það
sem eftir er.
Steikið beikonkurlið á
pönnu og blandið því
líka við hitt.
Setjið fetaost útí (hálfa
krukku t.d ef þið eruð
með slatta af pasta) og
notið olíuna líka.
Hræra vel og bæta smá ólívu
olíu við ef þetta er þurrt, má al-
veg vera smá djúsí en samt ekki
á floti.
Setjið pestó útí. Magnið fer al-
gerlega eftir smekk og eftir pasta
magninu, byrja á að setja 1 -2
matskeiðar. Hræra vel. Smakkið
bara og finnið hvort ykkur finnst
mega vera meira pestó, gott að
setja bara lítið í einu og smakka
sig áfram og bæta smátt og smátt
við.
Skerið niður grænmeti og hrærið
því útí ásamt fræjum og hnetum.
Gott að bera fram með smá-
brauði.
Verði ykkur að góðu!
Kalt kjúklingapasta með pestó
Ökumaður einn í Borgarnesi komst
í hann krappann rétt fyrir klukkan
níu á páskadagsmorgun í gær þegar
hann ók bíl sínum beinustu leið inn
í bílskúr við hús í Þorsteinsgötu.
Að sögn lögreglu blindaðist öku-
maðurinn af sól sem var lágt á lofti
þennan morgun með þeim afleið-
ingum að hann missti stjórn á bíln-
um sem fór beinustu leið yfir grind-
verk og inn í bílsskúrinn. Nokkuð
tjón varð á bílskúrnum og á grind-
verki eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd, en einnig urðu skemmdir á
bílnum sem ekið var og á bíl sem
var inn í bílskúrnum. Ökumann
sakaði ekki. Málið telst upplýst að
sögn lögreglu. hlh
Nýr rekstraraðili tók við rekstri
Hobbitans í Ólafsvík 13. apríl síð-
astliðinn. Staðurinn verður rekinn
með svipuðu sniði en mun nú heita
Grillið, líkt og samefndur staður á
sama stað hét fyrir nokkrum árum
síðan. Grillið var síðan opnað form-
lega síðastliðinn miðvikudag. „Ég
velti mikið fyrir mér nafni á staðinn
og fór í marga hringi með alls konar
nöfn. Það var svo Grillið sem stóð
uppúr, enda sakna allir Grillsins,“
segir Theódóra Einarsdóttir eig-
andi nýja staðarins. Hún mun halda
áfram með svipaðan matseðil og
hefur verið, nú með „Dóru ívafi“.
„Ég hef reynslu, hæfileika og kunn-
áttu til að reka svona stað enda hef
ég verið í þessum bransa í gegnum
tíðina. Matseðillinn verður svipað-
ur og hann hefur verið en ég mun
einnig vera með létta rétti svo sem
súpu, brauð, salat og smárétti. Þá
ætla ég líka að fá mér kökukæli og
vera með gott kaffi, snittur og kök-
ur. Það verður viðbót við hvernig
staðurinn er núna.“ Einnig verður
Grillið með veitingaþjónustu fyrir
fyrirtæki og fundi.
Fráfarandi eigendur Hobbitans
eru hjónin Svafríður Harpa Páls-
dóttir og Einar M. Gunnlaugsson.
Þau höfðu rekið staðinn í Ólafsvík í
tæpt sjö og hálft ár. grþ
Theódóra Einarsdóttir (til vinstri) tekur formlega við lyklavöldum úr hendi Svan-
fríðar Hörpu Pálsdóttur. Ljósm. af.
Grillið tekur við keflinu
af Hobbitanum
Endaði inni í bílskúr