Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Þeir eru margir vorboðarnir í hug- um fólks. Kannski er einn af þeim þegar flokkar vélhjólafólks á glæst- um fákum sínum birtast út á stræt- um og vegum í hópkeyrslu. Þetta hefur stundum gerst á sumardaginn fyrsta og einnig á fyrsta maí. Bif- hjólaklúbbar eru starfandi í mörg- um bæjum og héruðum í land- inu. Hér á Vesturlandi eru Raft- arnir í Borgarfirði einna þekktastir. Á Akranesi er klúbbur sem minna hefur farið fyrir en Röftunum, það er Bifhjólafélagið Skuggar. Það fé- lag var formlega stofnað 2006, að sögn Freys Breiðfjörð Garðarsson- ar oddvita Skugganna. Virkir fé- lagar eru milli 15 og 25 en alls hafa verið á skrá hjá félaginu frá stofnun 64. „Þetta er ákveðinn kjarni í fé- laginu sem eru virkir og svo koma hinir og fara af ýmsum ástæðum. Þetta gengur svolítið í bylgjum hjá sumum með áhugann og svo er fólk að selja hjólin og ýmislegt í gangi,“ segir Freyr. Fyrsta hjólið var algjört brak Sjálfur segist Freyr hafa haft mótor- hjólaáhugann frá blautu barnsbeini. Freyr átti heima í Ólafsvík fyrstu fjögur ár ævinnar en flutti síðan með foreldrum sínum á Akranes og hefur búið þar síðan. „Ég var í kringum tvítugt þegar ég eignað- ist fyrsta hjólið. Það var reyndar al- gjört brak þegar ég keypti það, Ya- maha XS 250 SE, árgerð ‘80 eitt- hvað og ég gerði það upp frá a til ö,“ segir Freyr. Núna á hann Honda VTX 1800 C. Hann segir að það sé mjög kraftmikið hjól. Spurð- ur um umrædda hópreið vélhjóla- fólks sem mikla athygli hefur vakið, segir Freyr að þessi stóru samflot sem áberandi voru um árabil heyri nú sögunni til. Það er að segja þeg- ar stórir hópar úr borginni voru að sameinast hjólafólki frá Akranesi og komu á Skagann á sumardeginum fyrsta. „Það var vegna óhappa sem urðu í síðustu ferðunum að Snigl- arnir ákváðu að þessu skildi hætt enda stóðu þeir fyrir þessum ferð- um. Það voru hinir og þessir sem bættust í hópinn og það kom í ljós að sumir voru ekki tilbúnir í svona hópreið. Það getur stundum ver- ið sviptivindasamt á leiðum og fólk var að missa hjólin, en það krefst ákveðinnar æfingar að hjóla svona saman í slöngu“ segir Freyr. Skuggar er félag um áhugamálið Freyr segir að Skuggar sé fyrst og fremst félag fyrir konur og karla sem hafa áhuga á bifhjólum. „Það er áhugamálið sem sameinar okkur og við höfum gaman af því að hitt- ast og rækta félagsskapinn og sýna hvert öðru hjólin,“ segir hann. Að- spurður hvort félagið eigi félagsað- stöðu á Akranesi, segir hann að svo sé ekki. „En við hittumst á N1 við Skútuna yfir sumarið. Fyrsti hitt- ingurinn okkar þar verður þriðju- dagskvöldið 13. maí kl:19:00 og síð- an hittumst við annað hvert þriðju- dagskvöld alveg fram á haust en þá færast hittingarnir yfir á Glæsivelli í kaffi kl. 20:00 yfir vetrartímann.“ Spurður hvernig þeir Skuggarn- ir þreyi þorrann og góuna að bíða eftir sumrinu segir Freyr að það sé einfalt. „Við grípum alla góðu dag- ana yfir veturinn þegar þeir gefast og hóum okkur saman. Þá er það á fésbókinni og sms skeyti látin ganga. Við fórum saman á pálma- sunnudag, ákaflega sólbjörtum og fallegum degi þótt hitastigið á mæl- inum væri ekki nema þrjár gráður. Við fórum í Borgarnes og fengum okkur ís. Ég veit ekki hvað hitinn var út á vegi í vindkælingu,“ segir Freyr og hlær. Fimm hundruð var metið Aðspurður út í hópreiðir vélhjóla- manna sem vöktu svo mikla at- hygli í sumarbyrjun, sagði Freyr að Sniglarnir boðuðu alltaf til þeirra. Aðrir klúbbar og hjólafólk fengu svo að fljóta með og um árabil var efnt til hópreiða upp á Skaga á sumardeginum fyrsta. Þær ferð- ir eru nú úr sögunni eins og áður segir. „Þá var hist við Shellstöð- ina við Vesturlandsveg í Reykja- vík. Auk okkar og Sniglanna voru það líka Trúborðarnir frá Fíladelfíu í Reykjavík sem skipulögðu þessar keyrslu. Við fórum Hvalfjörðinn og stoppað var á Ferstiklu í kaffisopa, þar sem hópurinn var þéttur. Það- an fengum við svo lögreglufylgd á Skagann þar sem að hún hjálpaði til við að stoppa umferð og leyfa okk- ur að hjóla alla leið án þess að slíta rununa í sundur. Þar var hist í kaffi og kökur á Café Mörk meðan hún var opin. Þar vorum við mætt um 500 þegar flest var. Það var algjört met. Þegar Café Mörk var lok- að fórum við á Gamla Kaupfélagð eitt árið og svo á Galito, stundum fylgdum við Trúboðunum í bæinn. Þetta voru gríðarlega skemmtilegar samkomur og ferðir og synd að hafi þurft að hætta þeim.“ Einn sem stjórnar ferðinni Blaðamaður hefur orð á því við Freyr að oft virðist bifhjólamenn vera til fyrirmynda þegar þeir eru að ferðast saman úti á vegunum. Þeir séu þolinmóðir og ekki að þrýsta á að komast fram úr eins og ökumenn bíla geri margir hverjir. „Já, það er þannig hjá okkur að sá fremsti stjórnar ferðinni. Við erum á mjög viðbragðskjótum hjólum með mikið tog og því snöggir að fara fram úr þegar við sjáum tæki- færi og ástæðu til þess. Annars eru ökumenn bifhjóla eins og annarra ökutækja misjafnir þegar þeir eru að ferðast upp á eigin spýtur. En það eru umferðarlög í landinu og við verðum að fara eftir þeim eins og aðrir.“ Skemmtilegt sumar framundan Spurður um sumarið framundan hjá Skuggunum, segir Freyr að stefnt sé að því að gera margt skemmti- legt. „Okkur finnst mikið frelsi fel- ast í því þegar við ferðumst á hjól- unum og oft góður ilmur í loft- inu, úr gróðrinum og náttúrunni. Það er bara í göngunum sem loft- ið er ekki gott. Við stefnum m.a. að því að fara til Ísafjarðar í sum- ar og líka til Vestmannaeyja eins og í fyrra. Þá er líklegt að við förum Suðurstrandarveginn. Svo er allt- af skemmtilegt að fara fyrir Jökul, Snæfellsneshringinn, Hvalfjörðinn og Borgarfjarðarhringinn sem eru mjög skemmtilegar leiðir. Við von- umst bara eftir góðu sumri til ferða- laga. Þau hafa reyndar verið nokk- ur núna að undanförnu, að því síð- asta undaskildu sem var hræðilegt,“ segir Freyr brosleitur að endingu. þá Það er áhugamálið sem sameinar okkur -spjallað við oddvita Bifhjólafélagsins Skugga á Akranesi Freyr Breiðfjörð Garðarsson oddviti Skugganna. Skuggarnir í hópferð í Vestmannaeyjum. Hún er glæsileg Hondan hans Freys. Frá einni af hópreiðunum á sumar- daginn fyrsta. Skarðsheiðin í baksýn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.