Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Kristinn SH. Hann hefur reynst afar vel nú í vetur og sannað hvílíkt gæfuspor það er að stækka bátana. Við krapakælum allan fisk í sér- smíðuðum körum um borð og höf- um aldrei komið með lausan fisk að landi. Það er pláss fyrir 17 tonn af afla fljótandi í krapa um borð. Þetta er mikil breyting til batnaðar að ekki sé svo talað um hve öll aðstaða hefur batnað fyrir bátsverjana.“ Vilja eiga möguleika á netaveiðum Þó að náðst hafi fram lagabreyt- ing sem heimilar stækkun bátanna þá mega þeir aðeins veiða á króka, annaðhvort handfæri eða línu. Bárður segir að nú sé kominn fram áhugi á að fá þessu breytt. „Við höfum á stefnuskrá að fá það inn í væntanlega breytingu á lögum um stjórn fiskveiða að það séu engin höft á þessu eins og er í dag. Okkur finnst að menn eigi að fá að stunda veiðar með þeim veið- arfærum sem þeir kjósa á þessum bátum, hvort heldur væri krókar, net eða jafnvel gildrur. Þeir sem eru með litla kvóta en gera til dæmis út á netaveiðar eftir grásleppu gætu séð sér hag í því að taka líka þorsk- inn í net og fara svo á strandveið- ar um sumartímann. Hvers vegna ekki leyfa þeim að vera á netum? Það er dýrt og óhagkvæmt að koma sér upp beitningaraðstöðu og finna starfsfólk fyrir kannski örfá mán- uði á ári vegna þess að menn verða að fara á línuveiðar. Það hefði líka getað hjálpað sumum smábátasjó- mönnum í öllum ýsukvótaskortin- um í vetur ef þeir hefðu getað skipt yfir á þorskanet.“ Bárður tekur þó fram að hann og aðrir sem stundi heilsársveiðar með línu hafi ekki áhuga á netaveiðum. Verðið á netafiski sé yfirleitt lægra en á línufiski sem passar í flökun- arvélar fiskvinnslustöðvanna og fer nánast allur ferskur í flug. „Þarna höfum við Íslendingar forskot- ið í dag, það er í ferskum fiski. Við erum ekki lengur samkeppnishæf- ir við Norðmenn og Rússa í fryst- um og söltuðum fiski,“ slær hann föstu. Vilja verja línuívilnunina Samtök smærri útgerða vilja líka standa vörð um línuívilnunina svo- kölluðu. Í henni felst að bátar sem róa með handbeitta línu fá að taka 20 prósent af afla sínum utan þess kvóta sem skráður er á bátana. Þessi tilhögun hefur komið atvinnulífinu vel í mörgum sjávarbyggðum, skap- að störf og þannig veitt fjármagni út í samfélögin þaðan sem bátarnir eru gerðir út. „Línuívilnunin gerir fyrst og fremst það að verkum að við erum að standa í að beita í landi. Hún skapar mörg störf. Hjá okkar út- gerð eru 13 stöðugildi. Ef ekki væri línuívilnun og við settum beitn- ingavélar í bátana þá yrðu þetta aðeins fjórir eða í mesta lagi sex starfsmenn. Það er talsvert af störf- um sem fylgir einni línutrillu í dag sem er á línuívilnun og rær því með handbeitta línu. Við viljum verja þetta fyrirkomulag þó við vit- um að það myndi sennilega borga sig hreint peningalega séð fyrir út- gerðir bátanna að vera bara með beitningavélar.“ Góð aflabrögð í vetur Það er auðheyrt á Bárði að mikil gerjun á sér stað í hinu nýja félagi. Margar hugmyndir eru á lofti. Það er hugur í mönnum enda hefur út- gerðin gengið vel á undanförnum árum. Við byrjum að tala um hið sívinsæla umræðuefni allra áhuga- manna um sjávarútveg sem eru sjálf aflabrögðin. Bárður segir að það sé víða búin að vera mjög góð veiði á bolfiski í vetur. „Mér finnst að það hafi ver- ið meiri þorskgengd í vetur en í fyrra. Hins vegar hefur það valdið mörgum útgerðum og sjómönnum miklum erfiðleikum í vetur hvað ýsan hefur verið stór partur af afl- anum. Menn áttu ekki ýsukvóta til að mæta þessu. Þetta skapaði mikið óhagræði og kostnað. Sjálf- ur kvarta ég ekki því okkar útgerð á nægan ýsukvóta. Við erum einn kvótahæsti krókaaflamarksbátur- inn á landinu í ýsu,“ segir hann. Vilja vinna með vísindamönnunum Báður bætir því við til skýring- ar að ýsan hafi verið svo óvanalega víða í vetur. Oftast hafi hún hald- ið sig innarlega á Breiðafirðinum. Menn hafi því getað sloppið við hana með því að sækja utar. „Nú var hún dreifð vestur úr öllu. Sumir línubátar voru að fara út allt að 80 mílur vestur af Jökli og voru samt í mokveiði af ýsu. Slíkt hefur ekki skeð í ára- tugi. Við þrýstum mikið á stjórn- völd og Hafransóknastofnun að fá fram endurskoðun á ýsukvót- anum. Það hefur ekkert gengið. Í dag erum við hættir að nenna að halda því fram að vísindamennirn- ir hafi rangt fyrir sér. Það er ekk- ert hlustað á það. Nú reynum við frekar að fá þá í lið með okkur. Ég held að það sé vænlegra til árang- urs. Til dæmis hef ég boðið Hafró að við í smábátaflotanum skyld- um skaffa bæði báta og veiðarfæri, borga vísindamönnunum laun og hvaðeina ef þeir myndu vilja fara með okkur út á sjó og stunda rannsóknir. Á móti legðu þeir til vísindakvóta í slíkar rannsókna- ferðir. Ég gerði það í framhaldi af fréttum um að stofnunin hefði ekki lengur efni á að gera út rann- sóknaskip. Forstjóri stofnunarinn- ar tók ekkert illa í þetta. Ég er al- veg sannfærður um að ef til þess kæmi að sjómenn og vísindamenn ynnu saman með þessum hætti að þá kæmi fram ný nálgun á öll þessi mál,“ segir Bárður Guðmundsson að lokum. mþh Útgerð Særifs SH frá Rifi sem sést á þessari mynd er ein þeirra sem eru í Samtökum smærri útgerða. Fréttaveita Vesturlands Vikulegt fréttablað ÚtgáfuþjónustaLifandi fréttasíða á netinu www.skessuhorn.is Skessuhorn ehf. - kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2014 Your guide to West Iceland skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.