Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014
Ásgeir Einarsson atvinnubílstjóri á
Akranesi er afar ósáttur við stranga
túlkun á reglum um hvíldartíma
flutningabílstjóra. Hann hefur ver-
ið dæmdur til greiðslu 80 þúsund
króna sektar vegna þess að hann
lenti óvænt í erfiðum aðstæðum
vegna ófærðar á leiðinni frá sunn-
anverðum Vestfjörðum, um Vestur-
land til Keflavíkurflugvallar haust-
ið 2012. Hann var þá að flytja fisk
sem átti að fara með fraktflugi til
kaupenda erlendis. Stjórnvöld tóku
hvergi til greina óskir hans um að
málið yrði fellt niður vegna að-
stæðna.
Tafðist á leið suður
Málvextir eru þeir að Ásgeir var
að aka með lax frá Patreksfirði til
Keflavíkurflugvallar að kvöldi og
aðfaranótt 15. og 16. október 2012.
Á leiðinni þarf að fara yfir erfiða
vegi sem oft liggja hátt yfir sjó þar
sem gætir ófærðar. Vegurinn vest-
an frá Patreksfirði liggur meðal
annars um Kleifaheiði, Klettháls,
Ódrjúgsháls, Hjallaháls, Svínadal
og Bröttubrekku. Það var slæmt
veður að kvöldi 15. október. Ásgeir
tafðist og gat ekki tekið lögbundin
stopp vegna fylgdar snjóruðnings-
tækja sem voru að ryðja fjallvegina.
Þegar Ásgeir kom loks til Reykja-
nesbæjar kom í ljós við eftirlit Vega-
gerðarinnar að hann taldist hafa
ekið eina klukkustund og 48 mín-
útur fram fyrir leyfilegan hámarks-
tíma án hvíldar. Samkvæmt reglu-
gerð eiga atvinnubílstjórar á flutn-
ingabílum að gera hlé í að minnsta
kosti 45 samfelldar mínútur eftir
akstur í fjóra og hálfa klukkustund.
Þetta hafði Ásgeir ekki gert. Hann
var kærður fyrir brot á umferða-
lögum og gert að greiða 80 þús-
und krónur í sekt, eða 60 þúsund
ef hann borgaði fyrir ákveðna dag-
setningu.
Varð að ná flugi
Ásgeir telur það afar ósanngjarnt að
hann hafi verið dæmdur fyrir þetta
brot. Hann fór fram á að málið yrði
fellt niður en því var hafnað. „Það
var ekkert hægt að stoppa til hvíld-
ar fyrir vestan vegna þess að ég varð
að sæta lagi yfir fjallvegina með
snjóruðningstækjunum og bíða eft-
ir þeim. Þarna er verið að aka um
vegi sem uppfylla engar kröfur um
vegi í Evrópu vegna þess að þeir eru
svo lélegir. Ofan á það bætist svo
erfitt veður. Samt er maður tekinn
og dæmdur fyrir brot á reglum sem
samdar eru út frá aðstæðum í Evr-
ópu,“ segir Ásgeir.
Hann segir að þegar komið var
niður Bröttubrekku og í Borgar-
fjörð hafi hann verið svo mikið á
eftir áætlun að hann átti einskis ann-
ars úrkosti en að aka beint áfram til
Keflavíkur. Hann var með fisk sem
átti að fara erlendis með fraktflugi
um morguninn. Ef hann hefði tekið
45 mínútna hvíld hefði hann misst
af fluginu.
Flutningar aukast
vegna fiskeldis
Ásgeir segir að fólk og ekki síst
stjórnvöld verði að átta sig á að það
eru oft þannig aðstæður að það sé
mjög erfitt að fara stíft eftir reglun-
um um hvíldartíma bílstjóra. Þær
séu túlkaðar allt of strangt.
„Að sjálfsögðu gerir maður það
ekki að gamni sínu að brjóta þær
en þarna var verið að bjarga verð-
mætum. Aðstæður voru óvæntar og
óviðráðanlegar. Vegirnir eru léleg-
ir á stórum hluta leiðarinnar og oft
þarf að fara hægt yfir einmitt vegna
öryggis. Þetta verður að skoða.
Fiskflutningar þarna að vestan
munu væntanlega bara aukast með
vextinum sem er í fiskeldinu þarna.
Það gengur mjög vel. Á þessu ári
verður slátrað ríflega fjögur þúsund
tonnum af eldislaxi á sunnanverð-
um Vestfjörðum. Flutningar á þessu
munu fara fram með bílum í gegn-
um Vesturland,“ segir hann.
Erfið leið að vestan
Ásgeir Einarsson telur að strang-
ar túlkanir á reglunum geti boðið
meiri hættu heim heldur en reynt sé
að koma í veg fyrir með því að láta
bílstjórana hvílast.
„Við erum að keyra sex fjallvegi
að vestan og erum með fisk á leið
í flug. Þetta er mjög erfitt, ekki síst
um vetrartímann. Þegar sæta þarf
lagi þegar mokað og rutt er á sum-
um fjallveganna þá er eiginlega
ógerlegt að komast þessa leið und-
ir fjórum og hálfum tíma. Ef menn
koma niður Bröttubrekku og hafa
tafist á leiðinni þá þarf kannski að
keyra á fullu restina af leiðinni til
Reykjavíkur. Hvergi hægt að stoppa
til að fá sér kaffi eða neitt því mað-
ur er að falla á tíma með farminn.
Kannski þarf að keyra á 90 kíló-
metra hraða með 40 tonn aftan í
bílnum þó það sé fljúgandi hálka.
Þetta þykir stjórnvöldum hið besta
mál. En ég spyr hvort þetta sé nú
til þess fallið að auka öryggi á fjöl-
farnasta hluta leiðarinnar að vestan
og suður?“
Segir forgangsröðunina
ranga
Ásgeir segir að sér finnist forgangs-
röðun stjórnvalda skjóta skökku við.
Öll áhersla sé lögð á að þjónkast
Evrópusambandinu með tilheyrandi
eyðslu á fjármunum og starfskröft-
um. Á meðan séu mál eins og eðli-
legt viðhald vega látin reka á reið-
anum. „Vegagerðin hefur á und-
anförnum árum sett fleiri hundruð
milljónir í að eltast við þetta sam-
kvæmt Evrópureglugerðum. Árið
2011 fóru 110 milljónir í eftir-
lit með hvíldartíma, þunga bíla og
hvort menn væru að nota litaða olíu
á bílana. Þetta er tala sem ég fékk
eftir fyrirspurn hjá Vegagerðinni. Á
sama tíma er kvartað yfir fjárskorti
til viðhalds á vegum sem eru svo lé-
legir að þeir standast engar Evrópu-
reglur. Stofnunin heldur úti hálf-
gerðum lögreglusveitum, eins kon-
ar „B-löggum“ til að eltast við flutn-
ingabílstjóra á meðan venjuleg lög-
regla í landinu líður fyrir fjársvelti.
Nú er svo Samgöngustofa tekin við
þessu hlutverki. Þetta er röng for-
gangsröðun.“
Ásgeir hefur nú neyðst til að fall-
ast á að borga sektina sem kemur
sér mjög illa. Nú séu tímar þegar
kreppa er í landinu. Hann hafi ekki
mikið af fjármunum milli handanna
frekar en svo margir aðrir. „Það er
ekkert hægt að gera. Ég verð bara
að greiða þetta fyrir að vera að-
eins of lengi í vinnunni minni og
gera skyldu mína sem var að koma
farminum til skila á réttum tíma svo
hann kæmist til kaupenda,“ segir
Ásgeir Einarsson. mþh
Ásgeir Einarsson.
Telur sig beittan órétti af samgönguyfirvöldum
Ásgeir Einarsson við flutningabíl sinn.
fjarðarnesi, Kaupfélagi Saurbæinga
á Eyrarlandi og hjá Ferskum afurð-
um á Hvammstanga.
Unnu með búskapnum
fyrstu árin
Eftir að hafa stofnað heimili og
búið í Borgarnesi í tvö ár byrj-
uðu Jón Egill og Bjargey búskap á
Skerðingsstöðum um miðjan síð-
asta áratug liðinnar aldar. Tóku þá
við sauðfjárbúskapnum og síðan
við kúnum árið 2008 þegar foreldr-
ar Jóns Egils hættu búskap. Með-
fram búskapnum sáu þau um rekst-
ur sundlaugarinnar og íþróttahúss-
ins á Laugum í Sælingsdal í fimm
ár, auk þess sem Jón Egill var í hópi
bænda úr Dölunum og víða sem
áttu uppgrip á loðnuvertíð á Akra-
nesi í hrognafrystingunni. „Ég hef
ekkert unnið með búinu eftir að við
tókum við kúnum. Eftir það höf-
um við látið búskapinn duga,“ seg-
ir hann. Hann segir nokkra breyt-
ingu hafa orðið á búskapnum eftir
bankahrun, spurður út í búskapinn
í dag. „Það varð náttúrlega tals-
verð breyting á við hrunið. Það
skekktist náttúrlega ýmislegt á því
balli, miklar hækkanir á öllum að-
föngum, en samt sem áður er þetta
viðráðanlegt. Held að við hefðum
það ekkert betra í 101 Reykjavík.“
Þægilegt að fá
dreifinámið
Elsta barnið á Skerðingsstöð-
um, Alexandra Rut, er á öðru ári
í Menntaskóla Borgarfjarðar. Að-
spurð hvort það breyti ekki tals-
verðu fyrir fjölskyldur í sveitum
þegar börnin fara í burtu í fram-
haldsskóla segja þau Jón Egill og
Bjargey. „Ekki svo miklu fyrir okk-
ur, hún er á bíl og keyrir til afa og
ömmu á Stóra-Kálfalæk, það fer vel
um hana þar. Svo kom dreifinámið í
Búðardal síðasta haust og það verð-
ur gott að hafa það þegar hin börn-
in komast á framhaldskólaaldur.“
Uppskeruhátíð hjá
bændunum
Eins og áður segir tekur heimil-
isfólkið á Skerðingsstöðum virk-
an þátt í samfélaginu í Dölum. Jón
Egill lét nýlega af formennsku í Fé-
lagi Sauðfjárbænda í Dölum eft-
ir að hafa starfað í stjórn félags-
ins í sex og hálft ár. „Þetta er mjög
virkt og öflugt félag og er búið að
vera virkilega gaman og gefandi
að starfa með því góða fólki sem
að því stendur. Ári áður en ég var
kosinn í stjórn vorum við farin að
halda haustfagnað sem er einskon-
ar uppskeruhátíð. Þessar uppskeru-
hátíðir okkar bændanna hafa tek-
ist mjög vel og hafa farið stækkandi
með hverju árinu. Á einstaka við-
burði eins og sviðamessuna og rún-
ingskeppnina höfum við fengið fólk
hvaðanæva af landinu.“
Höfum ekkert að
gera í ESB
Í lok heimsóknarinnar að Skerð-
ingsstöðum voru bændur spurð-
ir hinnar klassísku spurningar
um afstöðuna til mögulegrar inn-
göngu í ESB. „Þegar ESB er rætt,
kemur fyrst upp í hugann til hvers
nafni minn, Jón frá Hrafnseyri, var
að berjast fyrir sjálfstæði okkar og
einnig hvort það hafi bara verið að
gamni sínu sem Guðmundur Kjær-
nested barðist í broddi fylkingar um
fiskimiðin í kringum landið okkar.
Nei, ég held að við höfum ekkert að
gera í ESB. Ef við getum ekki kom-
ið okkur saman um að leysa þau
mál sem þarf að leysa, þá held ég að
það sé borin von að kerfis karlar og
-kerlingar í Brussel geti gert neitt í
því,“ sagði Jón Egill að lokum. þá
Nú um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því að Jóhannes heitinn á Ánabrekku festi kaup á húsum
þeim sem í dag eru þekkt sem Ensku húsin. Af því tilefni verður opið hús í Ensku húsunum
við Langá þann 30. apríl frá kl. 17:00–19:00. Þar munu húsráðendur bjóða upp á
léttar veitingar og fræða gesti um sögu húsanna.
Verið velkomin.
Ensku húsin - 311 Borgarnes - s. 437 1826 - enskuhusin@simnet.is - www.enskuhusin.is
KÆRU SVEITUNGAR!