Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Verts Dag ur í lífi... Nafn: Guðrún Kristjánsdóttir Starfsheiti/fyrirtæki: Annar af tveimur vertum í Edduveröld í Borgarnesi og smurbrauðs jómfrú í Geirabakarí. Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý í Borgarnesi, er gift og á tvær dæt- ur. Áhugamál: Það er vinnan og úti- vera, sérstaklega úti í náttúrunni. Vinnudagurinn: þriðjudagurinn 15. apríl. Mætt til vinnu og fyrstu verk? Ég var mætt í Geirabakarí klukk- an 6:40. Fyrstu verk voru að setja á mig svuntu, skera rúnstykki og smyrja þau. Klukkan 10? Þá var ég búin að smyrja allt sem smurt er í Geira- bakarí og komin upp í Edduver- öld þar sem ég fór að undirbúa hádegismat fyrir okkar gesti. Hádegið? Þá var ég að framreiða kjötbollur og meðlæti ásamt mínu starfsfólki til okkar viðskiptavina. Bollurnar hafði ég sjálf búið til um morguninn. Klukkan 14? Þá var ég að búa til ananasfrómas á rjómatertu og var að setja á hana í eldhúsinu. Hún var svo sett fram í kökukælinn til sölu. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti að vinna kl. 20:30. Það síð- asta sem ég gerði var að gera upp kassann og ganga frá uppgjör- inu ásamt því að fara yfir lokaverk dagsins með starfsfólki. Fastir liðir alla daga? Það eru alltaf einhverjir fastir liðir. Föst verk eru meðal annars að hafa til hádegismatinn, að baka til að eiga og geta sett fram. Svo þarf auðvit- að að svara tölvupóstum, gera til- boð og svo framvegis. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Það stendur upp- úr gleði yfir því að geta tekið á móti fólki og veitt því upplýsing- ar og leiðbeiningar um svæðið okkar og það sem við höfum upp á að bjóða hér í héraðinu. Einn- ig stendur upp úr að geta fram- reitt góðan mat fyrir þá gesti sem hingað koma. Var dagurinn hefðbundinn? Hann var í lengri kantinum. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði hér í Edduver- öld fyrir ári síðan en hafði verið áður uppi á Hamri. Í þessu starfi sem veitingahúsarekandi hef ég verið í fjögur ár, þetta er fimmta árið sem ég er að fara inn í núna. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Já mér sýnist það nú. Framtíðar- starfið er í ferðaþjónustugeiran- um. Maður veit aldrei hvað fram- tíðin ber í skauti sér en í mínum huga myndi ég segja það. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, ég geri það, annars væri ég ekki í þessu. Eitthvað að lokum? Að vakna til skemmtilegs dags er það sem gef- ur lífinu gildi, maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér. Maður tekur því á móti deginum með gleði, það er ekkert sjálfgef- ið að vakna. Vantar hross og nautgripi til slátrunar. Forðist biðlista í haust. Í samræmi við stefnu félagsins um ráðstöfun tekjuafgangs, greiddi það bændum í mars sl. 2,7% viðbót ofan á afurðaverð síðasta árs fyrir allar kjöttegundir. Sláturpantanir í síma 480 4100. Sláturfélag Suðurlands Selfossi Hrossa- og nautgripabændur!!! Sýning Á sumardaginn fyrsta 24. apríl n.k. verður sýndur afrakstur listnámskeiða hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi. Sýningin verður í húsnæði miðstöðvarinnar að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi og verður opin þann dag frá kl. 14-17. Allir velkomnir! Merki fyrir List án landamæra. Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis Aðalfundur Aðalfundur Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis verður haldinn 30. apríl kl. 20, í húsnæði Hvers endurhæfingar- húss, Suðurgötu 57 (gamla Landsbankahúsið) efstu hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, Rannveig Björk Gylfadóttir kynnir starf sitt í Ljósinu og kynntar verða hugmyndir um breytingar á starfsemi félagsins. Áætlaður tími um 1 ½ klst. Munið líka eftir facebook-síðu félagsins. Krabbameinsfélagið Pantone: Reflex blue CMYK: C90 M70 K30 Pantone: Reflex blue CMYK: C90 M70 K30 Pantone: Reflex blue CMYK: C90 M70 K30 Pantone: Reflex blue CMYK: C90 M70 K30 Pantone: Reflex blue CMYK: C90 M70 K30 Icelandic Cancer Society Icelandic Cancer Society S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Í Frystiklefanum í Rifi á Snæfells- nesi hafa síðustu fjögur árin verið sett upp fimm leikrit sem öll hafa hlotið frábærar viðtökur gagnrýn- enda og áhorfenda. Leikhúsið hef- ur til að mynda verið tilnefnt til Grímuverðlaunana og menning- arverðlauna DV. Nú hefur Kári Viðarsson leikari og leikhússtjóri Frystiklefans ákveðið að gera enn betur og bjóða einnig upp á sýn- ingar fyrir erlenda ferðamenn. „Ég er byrjaður að æfa fyrir sumarið en það stendur til að setja upp tvær mismunandi sýningar í sumar og verða báðar leiknar á ensku og ís- lensku. Um er að ræða tvær sýn- ingar sem hafa verið sýndar áður í Frystiklefanum. Annars vegar gam- anleikurinn Hetja, sem er byggð- ur á Bárðarsögu Snæfellsáss. Þetta var mjög vinsæl sýning, hún var frumsýnd 2010 og sýnd til 2012 og nú ætla ég að taka hana upp aftur. Hins vegar er það geimverusýning- in 21:07 sem fjallar um geimver- urnar sem áttu að lenda á jöklin- um 1993,“ útskýrir Kári sem leikur í báðum sýningunum. „Ég er að æfa á ensku og íslensku þannig að nú geta bæði erlend- ir ferðamenn og Íslendingar séð sýningarnar. Þetta eru um klukku- stundarlangar sýningar og henta því vel sem stopp eða afþreying, til dæmis fyrir fólk sem er á ferða- lagi. Ég verð með fastar sýning- ar nánast hverja helgi í allt sumar. Sýningar á Hetju hefjast um miðj- an maí og standa fram í lok ágúst. Hin sýningin verður sýnd um miðj- an júní fram í júlí, í um það bil einn mánuð.“ Kári bætir því við að hóp- ar geti einnig sérpantað sýning- ar og hann muni þá setja þær upp eftir samkomulagi. Miðapantanir ásamt öllum upplýsingum um við- burði og sýningar Frystiklefans má finna bæði á ensku og íslensku á nýrri heimasíðu hans, www.frysti- klefinn.is. „Þá má að lokum geta þess að ár- legir sumartónleikar Frystiklefans verða núna á sumardaginn fyrsta. Nú ætlar Kaleo að vera með tón- leika í salnum og við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Kári Viðarsson að lokum. grþ Kári Viðarsson leikari. Leikið á ensku og íslensku í Frystiklefanum Frystiklefinn í Rifi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.