Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 17. tbl. 17. árg. 23. apríl 2014 - kr. 600 í lausasölu
HEFUR SAFNAÐ FYRIR
ÖKUTÆKI
FYRIR HVERJU
LANGAR ÞIG AÐ SAFNA?
Allt um sparnað á arionbanki.is/sparnaður
ratiopharm
Fæst án lyfseðils
25%
afsláttur
100% merino ull
Góð og hlý
heilsársföt fyrir
karla og konur
Ullarnærföt
í útivistina
7.990.-
Hópur súlna lét á sér kræla við Langasand á Akranesi á skírdag. Súlurnar voru þar við veiðar en talið er að þær hafi verið að
elta torfu af loðnu eða síld sem þar svamlaði í sjó. Eftir því sem best verður vitað eru súlur sjaldséðar við Akranes. Fugl þessi
er einna helst þekktur fyrir athyglisverða veiðiaðferð, svokallað súlukast. Þar steypir fuglinn sér lóðrétt niður í sjóinn úr
margra metra hæð á miklum hraða. Á meðfylgjandi mynd sem Guðmundur Bjarki Halldórsson ljósmyndari á Akranesi tók má
sjá hluta súlnana við Langasand. Sjá má að ein er í miðri stungu. Sjá nánar á bls. 11.
Um þessar mundir er að fara af stað
í Norðvesturkjördæmi viðamik-
ið átaksverkefni til eflingar staf-
stengdu námi. Hörður Baldvins-
son kennari í FVA og Stóriðjuskól-
anum er verkefnisstjóri fyrir átak-
inu. Hörður hefur vegna verkefnis-
ins gert athugun á fjölda iðnnema
á Vesturlandi þessi misserin. Í ljós
kom að á sumum svæðum eru ótrú-
lega fáir iðnnemar. Þetta er eink-
um áberandi á sjávarútvegsvæð-
inu Snæfellsnesi. Í Snæfellsbæ eru
tveir iðnnemar, einn í Ólafsvík og
annar á Hellissandi. Í Grundarfirði
er einn iðnnemi og tveir í Stykk-
ishólmi. Staðan er betri á öðrum
svæðum, en þó ekki góð. Á Akra-
nesi eru 18 iðnnemar, 8 í Borgar-
nesi og þrír í Búðardal. Hörður
segir að lögð verði sérstök áhersla á
það núna að fjölga menntuðu fólki
í mannvirkjagreinum og véltækni-
greinum.
Háskólinn á Bifröst ber ábyrgð
á verkefninu gagnvart mennta- og
menningarmálaráðuneyti en fram-
kvæmd þess verður unnin í náinni
samvinnu við símenntunarmið-
stöðvar og framhaldsskóla í kjör-
dæminu. Í kynningu á verkefninu
segir m.a. að Norðvesturkjördæmi
sé einstaklega auðugt af öflug-
um fræðslustofnunum, en þar eru
m.a. starfandi þrjár símenntunar-
miðstöðvar, fimm framhaldsskólar
og þrír háskólar auk háskólasetra.
Þrátt fyrir það er menntunarstig í
kjördæminu umtalsvert lægra en á
landsvísu samkvæmt vinnumark-
aðsrannsókn Hagstofu Íslands.
Svæðið hefur þó alla burði til að
hækka menntunarstigið.
Umfjöllun um verkefnið og við-
tal við Hörð má lesa á síðu 10 í
Skessuhorni í dag.
þá
Forsvarsmenn félagsins Gests
ehf., feðgarnir Óli Jón Gunnars-
son og Bergþór Ólason sem jafn-
framt eru eigendur Loftorku í
Borgarnesi, hafa óskað eftir við-
ræðum við sveitarfélagið Borg-
arbyggð um möguleg kaup sveit-
arfélagsins á eignum við Borg-
arbraut 57 og 59. Eignirnar eru
í eigu Gests ehf. Óli Jón mætti
á fund byggðarráðs vegna þessa
sem haldinn var síðastliðinn mið-
vikudag. Samþykkt var á fund-
inum að fela Páli S Brynjarssyni
sveitarstjóra að ganga til viðræðna
um möguleg kaup sveitarfélags-
ins á eignunum. Páll sagði í sam-
tali við Skessuhorn að væntanlega
myndi það koma í ljós á næstunni
hvort um semst um verð á eignun-
um. Páll sagði umrætt svæði mjög
mikilvægt sveitarfélaginu, enda er
það skipulagt sem miðbæjarsvæði
og á áberandi stað í hjarta Borg-
arness. Fyrir dyrum stæði að gera
deiliskipulag fyrir svæðið.
Umræddar eignir keypti Gest-
ur ehf. fyrir tæpum tveimur árum
en þá var áætlað með tíð og tíma
að fá samstarfsaðila til liðs um
uppbyggingu á svæðinu. Eng-
in starfsemi hefur verið á um-
ræddum eignum frá því að starf-
semi skemmtistaðarins B57 var
hætt, utan þess að Loftorka hef-
ur nýtt húsið Borgarbraut 57 sem
geymslu. Óli Jón Gunnarsson
sagðist í samtali við Skessuhorn
ekki geta tjáð sig um væntanlegar
viðræður sem sveitarstjóri myndi
leiða. Hins vegar væri verkefnis-
staðan mjög góð hjá Loftorku um
þessar mundir. Þar væru stærstu
verkefnin einingasmíði í fangelsi
á Hólmsheiði og hótel í Reykja-
vík.
þá/hlh
Borgarbraut 59 og Borgarbraut 57 í
Borgarnesi.
Vilja selja
Borgarbraut
57 og 59
Sárafáir iðnnemar á Snæfellsnesi
Það eru helst málmiðnaðarmenn sem vantar á vinnumarkaðinn um þessar
mundir. Ljósm. Friðþjófur Helgason.