Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Þrátt fyrir mikla byggðaröskun í landinu og breytingar í atvinnu- háttum, m.a. samdrátt í landbúnaði, virðast einstaka byggðarlög í land- inu halda nokkuð sínu. Ekki er úr vegi að nefna Dalina í þessu sam- bandi. Þar virðist nýliðun ganga ágætlega í bændastétt og sauðfjár- rækt stendur óvíða í meiri blóma en í Dölunum. Líklega er þetta ein- faldlega vegna þess að í Dölunum er einstaklega búsældarlegt. Þegar rýnt er í Íslandssöguna virðist líka sem að framan af öldum hafi helstu höfðingjar og skörungar landsins valið sér búsetu í Dölunum. Vænt- anlega vegna þess að þar hefur ver- ið betra að búa en víða annars stað- ar. Þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni í Dölunum á dög- unum, nánar tiltekið í Hvamms- sveitinni, kom hann við hjá ung- um bændum sem taka virkan þátt í kröftugu samfélagi bænda á svæð- inu. Þetta eru ungu hjónin Jón Eg- ill Jóhannsson og Bjargey Sigurð- ardóttir sem búið hafa á Skerðings- stöðum í 17 ár. Þau tóku við bú- skap af foreldrum Jóns Egils, Jó- hanni Oddi Elíassyni og Ragn- heiði Huldu Jónsdóttur, sem einn- ig búa í sínu húsi á Skerðingsstöð- um. „Helst ætti eitt par af ömmum og öfum að vera „staðalbúnaður“ á hverju sveitaheimili,“ segir Jón Eg- ill brosandi og bætir við. „Við byrj- uðum á að taka við sauðfénu fyrir 17 árum og tókum síðan við kúabú- skapnum haustið 2008.“ Þau Jón Egill og Bjargey eiga fjögur börn á aldrinum sjö til átján ára. Kyn- slóðirnar koma því hver af annarri á Skerðingsstöðum eins og víðar í Dölunum og fjölskyldur rúmlega í vísitölustærð. Vinna bæði að búskapnum Á Skerðingsstöðum er blandað bú, 15 mjólkandi kýr í fjósi, um 20 geldneyti og 320 fjár á fóðrum. Þessi bústærð kallast í dag meðalbú eða kannski tæplega það. „Við telj- um okkur komast ágætlega af, lif- um af því sem við öflum, kvörtum ekki og tökum því sem að höndum ber,“ segir Jón Egill og Bjargey tek- ur undir það og bætir svo við. „En við erum bjartsýn og stefnum á að byggja nýtt fjós og fjölga kúnum. Þá verðum við örugglega ríkari,“ segir Bjargey og brosir. Hún er líka fædd og uppalin í sveit, frá Stóra- Kálfalæk á Mýrum. Þar ólst hún upp við hestabúskap, en foreldr- ar hennar hafa staðið fyrir hesta- ferðum að sumrinu í tæplega 30 ár. Á Skerðingsstöðum eru nokkr- ir hestar sem notaðir eru við smala- mennsku, en yfir sumarið eru þeir lánaðir í hestaferðir út frá Stóra- Kálfalæk sem farnar eru á vegum Íshesta á Löngufjörur og víðar. Þeir koma því að haustinu í góðri þjálf- un í smalamennskuna. Aðspurð segist Bjargey þó vera lítið í hesta- mennsku núna, það sé líka gaman að búa með sauðfé og kýr þótt það hafi ekki verið ætlunin þegar hún var að alast upp í sveitinni. Þá spyr blaðamaður hvort það sé ekki líka nauðsynlegt að bæði taki að fullu þátt í búskapnum. „Jú það segi ég alveg hiklaust, ég geri ekki mikið einn hérna“ segir Jón Egill. Vann í sláturhúsum og í fiski Þegar Jón Egill er spurður um upp- vöxtinn á Skerðingsstöðum segist hann vera þriðji elsti í sex systkina hópi. „Það atvikaðist þannig að ég var sá eini sem fæddist í gamla hús- inu hérna fyrir ofan. Ég hef aldrei spurt út í það hvers vegna það var,“ segir Jón Egill en kannski hafi það verið vísbending um að hann ætti eftir að taka við búskapnum á bæn- um. „Ég hef alltaf haft gaman af því að vinna og ekki síst í búskapn- um. Ég hafði lítinn áhuga á því að halda áfram námi eftir að grunn- skólanámi lauk. Var reyndar hálft ár í framhaldsdeild á Laugum en sá ekki tilgang í því að halda áfram. Ég var mikið að vinna í sláturhúsum að haustinu og á vertíðum og fiskvinnu að vetrinum þegar ég var ungling- ur. Oftast í vinnslunni sem Sigurður Ágústsson starfrækti í Rifi. Við sem fórum héðan voru ræstir út nokkru eftir sláturtíð og svo þegar fór að vora og sauðburðurinn nálgaðist var sjálfsagt að við yrðum lausir. Þetta var mjög þægilegt. Ég vann í nokkrum sláturhúsum, einmitt á þeim tíma þegar verið að úrelda sláturhúsin hvert að öðru. Þann- ig að þetta leit þannig út að húsin væru lögð niður í beinu framhaldi af því að ég ynni þar,“ segir Jón Eg- ill og hlær. Hann var fláningsmaður og líka kjötmatsmaður, en Jón Eg- ill vann við slátrun hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi, Kaup- félagi Hvammsfjarðar í Búðardal, Kaupfélagi Króksfjarðar í Króks- Skerðingsstaðir í Hvammsveit. Ljósm. þá. Lifum af því sem við öflum og kvörtum ekki Í heimsókn hjá bændunum á Skerðingsstöðum í Hvammssveit Bændur á Skerðingsstöðum, Jón Egill Jóhannsson og Bjargey Sigurðardóttir. Ljósmynd Alexandra Rut. Börnin á Skerðingsstöðum: Ólafur Oddur, Ragnheiður Hulda, Alexandra Rut og Sigurdís Katla.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.