Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Snæfellsbær sendir íbúum Snæfellsbæjar og íbúum Vesturlands ósk um gleðilegt sumar -gefur fyrirheit um yndislegt íslenskt sumar Stykkishólmur Skorradalshreppur óskar íbúum Skorradals og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Hvalfjarðarsveit óskar íbúum Hvalfjarðarsveitar og Vestlendingum gleðilegs sumars. Á föstudaginn langa fagnaði Guðný Baldvinsdóttir, eða Guðný frá Grenjum eins og hún er gjarn- an kölluð, aldarafmæli sínu en hún fæddist 18. apríl 1914. Skessuhorn birti í síðasta blaði viðtal við Guð- nýju þar sem fram kom að hún horfði með fullri tilhlökkun til af- mælisdagsins. Guðný ber aldur- inn afar vel á aldarafmælinu, er við góða heilsu og býr enn í eigin hús- næði við Böðvarsgötu í Borgarnesi. Afmælisveisluna hélt hún í Hjálm- akletti í Borgarnesi og komu gest- ir víða að, meira að segja utan úr heimi. Vel á þriðja hundrað manns mætti í veisluna og var bílaplan- ið fyrir utan Hjálmaklett þétt set- ið bílum á meðan á veislunni stóð. Að sögn aðstandanda þótti Guð- nýju dagurinn afar ánægjulegur og var hún glöð og þakklát þeim sem lögðu leið sína í Hjálmaklett til að samgleðjast henni. Hún afþakkaði allar afmælisgjafir og var gestum bent á söfnunarbauk á staðnum til styrktar MND félagsins. Félagið á því von á vænum styrk á næstu dög- um þegar Guðný lætur tæma bauk- inn. grþ Hópur súlna lét á sér kræla við Langasand fyrir neðan Jaðarsbakka á skírdagsmorgun. Súlurnar voru þar við veiðar en talið er að þær hafi verið að elta torfu af loðnu eða síld sem þar svamlaði í sjó. Súlnanna var vart um morguninn og voru þær á sveimi fram á kvöld, að sögn Gísla Jónssonar íbúa á Akranesi sem fylgdist með fuglunum. Eftir því sem best verður vitað eru súlur sjaldséðar við Akranes. Fugl þessi er einna helst þekktur fyrir athygl- isverða veiðiaðferð, svokallað súlu- kast. Þar steypir fuglinn sér lóðrétt niður í sjóinn úr margra metra hæð á miklum hraða. Í kastinu beitir súl- an líkama sínum af fimi og mynda beinagrind og vöðvar hans spjótlaga form til að fullkomna stunguna. Guðmundur Bjarki Halldórsson ljósmyndari á Akranesi var á ferð- inni við Langasand eftir hádegi á skírdag til að fylgjast með fuglunum. Sagði hann í samtali við Skessuhorn mikinn atgang hafa verið í súlunum sem köstuðu sér ítrekað á bólakaf til að ná sér í fæðu, sem augljóslega var nóg af. Yfirferð fuglanna var líka nokkur og færðu þeir sig ört á milli staða við Langasand, sennilega í takt við ferðir fiskitorfunnar um- setnu. Ekki sást síðan frekar til súln- anna við bæinn að skírdegi loknum. hlh / Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórs. Eigendur garnverslunarinnar Æv- intýrakistunnar á Akranesi hafa ákveðið að hætta rekstri búðarinn- ar. Í tilkynningu frá eigendum Æv- intýrakistunnar, þeim Bjarna Þor- steinssyni og Ruth Jörgensdótt- ir Rauterberg, segir að tilraunir til að halda rekstrinum áfram hafi því miður ekki tekist eftir að þau ákváðu að taka áskorun viðskiptavina um að halda honum áfram í desember. Þá höfðu þau haft til skoðunar að hætta rekstri. „Það hefur því mið- ur ekki tekist. Hækkandi innkaups- verð þeirra vara sem við verslum með og síharðnandi samkeppni á markaðinum hefur leitt til þess að við teljum nú fullreynt með okkar rekstur,“ segir í tilkynningunni sem birtist á Fésbókarsíðu Ævintýra- kistunnar. Síðasti opnunardagur verslun- arinnar verður föstudagurinn 25. apríl nk. „Ýmis tilboð verða í gangi fram að lokun verslunarinnar þann- ig að endilega kíkið við og kannið hvort það sé eitthvað sem nýtist ykkur. Einnig viljum við minna á að leysa inn gjafabréf og innleggs- nótur.“ Ævintýrakistan hefur verið rekin á Akranesi frá árinu 2006. Lengst af var verslunin til húsa að Skóla- braut, en hún var flutt í verslunar- húsið að Smiðjuvöllum í desemb- er 2012. Þar hefur hún verið síðan. „Við viljum þakka öllum okkar við- skiptavinum og starfsfólki kærlega fyrir samfylgdina á liðnum árum,“ segir að lokum í tilkynningunni frá Bjarna og Ruth. hlh Úr verslun Ævintýrakistunnar við Smiðjuvelli. Ljósm. sko. Ævintýrakistan hættir rekstri Guðný klæddist fögrum skautbúningi í tilefni afmælisdagsins. Margir heiðruðu Guðnýju á aldarafmælinu Súlur við Akranes á skírdag Hluti súlnahópsins við Langasand.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.