Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 „Atvinnumöguleikarnir eru mikl- ir víða, ekki síst hérna á Vesturlandi. Atvinnulífið hrópar eftir menntuðum iðnaðarmönnum. Ég sé það til dæm- ist hjá fyrirtækjum á Grundartanga og hjá Skaganum á Akranesi,“ segir Hörður Baldvinsson einn verkefnis- stjóra hjá viðamiklu tilraunaverkefni í Norðvesturkjördæmi sem ætlað er til eflingar menntunar. Hörður er kenn- ari í málmiðnadeild Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og starfsmað- ur Símenntunarmiðstöðvar Vestur- lands. Hörður vinnur í nánu sam- starfi við Ingu Dóru Halldórsdótt- ur framkvæmdastjóra Símenntunar- miðstöðvarinnar og Geirlaugu Jó- hannsdóttur sem er yfir átaksverk- efninu. Hörður segir það mikla eftir- spurn núna, til að mynda eftir málm- iðnaðarmönnum, að strákarnir sem nema í FVA geti fengið næga vinnu með skólanum og séu eftirsóttir, þótt þeir hafi ekki lokið námi. Starfsmenn verkefnisins eru þessar vikurnar að heimsækja fyrirtæki á Vesturlandi og kynna verkefnið. Hann segir að meira verði gert af því á næstunni. Skrif- að var undir samning. um verkefnið 5. febrúar síðastliðinn milli mennta- málaráðuneytisins og Háskólans á Bifröst sem leiðir verkefnið undir for- ystu Vilhjálms Egilssonar og mun það standa í eitt ár. Markmið þess er m.a. að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað í Norðvesturkjördæmi, auka samstarf atvinnulífs og fræðslu- aðila um starfstengt nám, fjölga ein- staklingum sem ljúka iðnnámi og efla íslenskukunnáttu innflytjenda í kjör- dæminu. Veigamikill þáttur í þessu verkefni er raunfærnimat. Það er mat á færni og þekkingu sem einstakling- ur hefur aflað sér í starfi og eða frí- tíma. Raunfærnimat getur mögulega stytt verulega leiðina að löggiltum starfsréttindum og er fyrsta skrefið fyrir þá sem vilja auka möguleika sína í atvinnulífinu. Þörfin hefur verið greind Áherslurnar í verkefninu byggja á ít- arlegri greiningu á þörfum atvinnu- rekenda og starfsmanna fyrir nám. Sú greining var framkvæmd á síð- asta ári með umfangsmikilli viðtals- rannsókn og spurningakönnunum á meðal íbúa í Norðvesturkjördæmi. Niðurstöður leiddu m.a. í ljós mik- inn skort á iðn- og tæknimenntuðu fólki og þörf fyrir sérsniðin starfs- tengd námskeið. Meginmarkmið til- raunaverkefnisins árið 2014 eru að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað, auka samstarf atvinnu- lífs og fræðsluaðila í kjördæminu um starfstengt nám, fjölga einstak- lingum sem ljúka iðnnámi og efla ís- lenskukunnáttu innflytjenda. Í verk- efninu eru sett skýr árangursmark- mið og er stefnt að því að fjölga fyr- irtækjum í kjördæminu um 120 sem bjóða upp á starfstengt nám. Einn- ig er stefnt að því að styðja 60 ein- staklinga til að fara í raunfærnimat og áframhald í námi í kjölfarið, m.a. í iðngreinum, og fjölga innflytjend- um sem geta haldið uppi samræðum á íslensku um fjórðung. Iðnnemum hefur fækkað stórlega Hörður segir að lögð verði sérstök áhersla á það núna að fjölga mennt- uðu fólki í mannvirkjagreinum og véltæknigreinum. Ljóst sé að mark- aðurinn kalli á mikinn fjölda iðnað- armanna í þessum greinum á næstu árum. Raunar sé það líka í fleiri grein- um þar sem atvinnuhorfur séu góðar, þar á meðal hjá matreiðslumönnum, kokkum og þjónustutengdum. Þar spilar inn í uppbygging í hótelum og annarri ferðaþjónustu. Hörður segir að mjög hafi dregið úr því að fólk færi í iðnnám í bólunni svokölluðu og að- draganda hennar. Eftir hrun hafi iðn- aðarmenn síðan flykkst úr landi og nú sé orðinn mikill skortur á þeim í landinu. Hörður hefur gert athugun á fjölda iðnnema á Vesturlandi þessi misserin. Í ljós kemur að á sumum svæðum eru ótrúlega fáir iðnnemar. Þetta er áberandi á sjávarútvegsvæð- inu Snæfellsnesi. Í Snæfellsbæ eru einungis tveir iðnnemar, einn í Ólafs- vík og annar á Hellissandi. Í Grund- arfirði er einn iðnnemi og tveir í Stykkishólmi. Staðan er betri á öðr- um svæðum, en þó ekki góð. Á Akra- nesi eru 18 iðnnemar, átta í Borgar- nesi og þrír í Búðardal. Lágt menntunarstig í kjördæminu Háskólinn á Bifröst ber ábyrgð á verkefninu gagnvart mennta- og menningarmálaráðuneyti en fram- kvæmd þess verður unnin í náinni samvinnu við símenntunarmiðstöðv- ar og framhaldsskóla í kjördæminu. Í kynningu á verkefninu segir m.a. að Norðvesturkjördæmi sé einstaklega auðugt af öflugum fræðslustofnun- um en þar eru m.a. starfandi þrjár sí- menntunarmiðstöðvar, fimm fram- haldsskólar og þrír háskólar auk há- skólasetra. Þrátt fyrir það er mennt- unarstig í kjördæminu umtals- vert lægra en á landsvísu samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Ís- lands. Hlutfall íbúa í kjördæminu á aldrinum 16-74 ára sem aðeins hafa lokið grunnmenntun er 48% en 37% á landsvísu. 32% hafa lokið starfs- og framhaldsnámi úr framhaldsskól- um sem er þremur prósentustig- um lægra en á landsvísu. 20% íbúa í kjördæminu hafa lokið háskólanámi en til samanburðar er hlutfallið 27% á landsvísu. Raunfærnimatið Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem starfsfólk hef- ur öðlast í starfi og frítíma. Það getur mögulega stytt skólagöngu fólks og þannig haft hvetjandi áhrif á fólk til að hefja nám að nýju. Hörður seg- ir að margt sé hægt að meta í raun- færnimatinu. Svo sem það sem fólk vinnur að í frítímanum, í sumarbú- staðnum eða hvar sem er, námskeið sem viðkomandi hefur sótt um tíð- ina og þar fram eftir götunum. Fólk getur snúið sér beint til Símenntun- armiðstöðvar Vesturlands ef það hef- ur áhuga á að kynna sér raunfærni- mat en fyrsta skrefið í því ferli er ein- mitt heimsókn til náms- og starfsráð- gjafa sem þar starfar. Ef fyrirtæki vilja koma á starfstengdum námskeiðum þá geta þau einnig leitað til símennt- unarmiðstöðvanna eftir aðstoð við að skipuleggja nám og finna leið- beinendur. Ýmsum öðrum verkefnum verð- ur síðan ýtt úr vör sem öll hafa það að markmiði að hækka menntunar- stig og efla samstarf fræðsluaðila í kjördæminu. Starfstengd námskeið í samstarfi við atvinnulífið er áætluð að verði 120 talsins. Stefnt er að því að 60 einstaklingar fari í raunfærni- mat, 45 í áframhaldandi nám og 15 fyrrum framhaldsskólanemar hefji nám að nýju. þá Englamömmur á Akranesi héldu góðgerðartónleika í Tónbergi á alþjóðlegum degi barnmissis 15. október síðastliðinn. Vel tókst til að safna fyrir bættri aðstöðu þeirra sem missa börn sín og voru fjöl- margir einstaklingar og fyrirtæki sem lögðu málefninu lið. Engla- mömmur afhentu loks kvennadeild og kapellu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi og Akra- neskirkju gjafir þriðjudaginn 15. apríl síðastliðinn sem keyptar voru fyrir ágóðann sem safnaðist á tón- leikunum. Fæðingardeildin fékk að gjöf kassa með ýmsum hlutum sem nýtast vel þeim sem missa á með- göngu eða rétt eftir fæðingu. Í kass- anum eru meðal annars rammar sem hægt er að nota til þrykkingar handa- og fótafara, fallegir minn- ingakassar undir það helsta sem fylgir barninu, bæklingarnir „Þeg- ar gleði breytist í sorg“ sem gefnir eru út af Líf styrktarfélagi og nöfn og símanúmer nokkurra Engla- mamma. Þá fékk deildin einnig að gjöf Lazy-boy stól sem nýtist til al- mennra nota á deildinni en hægt er að færa hann niður í kapellu ef þörf er á. Kapellunni færðu þær að auki skiptidýnu til nota í hliðarherbergi kapellunnar. Akraneskirkju færðu Englamömmur moldunarker eft- ir Sigurð Aðalsteinsson og útsaum- aða dúka, saumaða af Katrínu Guð- mundsdóttur. Þá fékk Kirkjugarður Akraness peningagjöf til að bæta aðstöðu í kirkjugarðinum við útför lítilla barna. „Þetta er til að bæta litlu smáatriðin sem þó skipta svo miklu máli. Ef hlutirnir koma til með að verða notaðir, verður fyllt á kass- ann,“ sögðu Englamömmur við afhendinguna. Þær bættu því við að næstu verkefni þeirra væru að leggja Hollvinasamtökum HVE lið og safna fyrir einhverju sem nýtist börn fæðast. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Englamömmur gefa gjafir. Í október 2012 gáfu þær tvo minni blómavasa og tvo litla standa fyrir blómakransa, sem nýtast í útförum lítilla barna. Þær gjafir voru gefn- ar í samvinnu við Steðja og Mód- el. Englamömmur vilja að lokum koma á framfæri þökkum til Blikk- smiðjunnar, Topp útlits, Húsgagna- hallarinnar, Sigurðar V. Aðalsteins- sonar og Katrínar Guðmundsdótt- ur. grþ Formannsskipti urðu á aðalfundi Björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi þann 15. apríl síðast- liðinn. Pétur Guðmundsson lét af formennsku í stjórn sveitarinnar en við því embætti tók Fannar Þór Kristjánsson. Pétur hefur gengt formennsku hjá sveitinni undanfar- in fjögur ár en Fannar hefur á sama tíma verið varaformaður. Á fundin- um var Pétri þakkað fyrir vel unnin störf og Fannari óskað velfarnaðar í nýju starfi. Aðrar breytingar í stjórn Brákar eru þær að Sigurður Gunn- arsson hættir og í stað hans kemur Margrét Hildur Pétursdóttir sem áður var varamaður. Ólöf Kristín Jónsdóttir tekur við varamannssæt- inu í hennar stað. grþ Fannar Þór Kristjánsson (t.v.) og Pétur Guðmundsson. Formannsskipti hjá Bsv. Brák Fulltrúar Englamamma, kvennadeildar HVE á Akranesi og Akraneskirkju við afhendingu gjafanna. Englamömmur færðu góðar gjafir Atvinnulífið hrópar eftir menntuðum iðnaðarmönnum og starfsmenntun - spjallað við Hörð Baldvinsson sem vinnur á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands að tilraunaverkefni um eflingu menntunar í Norðvesturkjördæmi. Það er ekki síst málmiðnaðarmenn sem vantar nú á vinnumarkaðinn. Ljósmynd Friðþjófur Helgason. Hörður Baldvinsson verkefnisstjóri. Ljósm. þá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.