Skessuhorn


Skessuhorn - 23.07.2014, Side 23

Skessuhorn - 23.07.2014, Side 23
23MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Sveitarstjórnarmaður í Eyja- og Miklaholtshreppi fór þess á leit á síðasta fundi sveitarstjórnar að skoðað væri hvort hægt væri að breyta póstnúmeri svæðisins og flokka sveitarfélagið með Snæfells- nesi. Eggert Kjartansson oddviti er að skoða málið. Að hans sögn er beiðnin í raun eðlileg, sérstaklega varðandi ferðaþjónustuna. „Það villir svolítið fyrir ferðamönnum sem eru að leita að okkur hér að við erum staðsett í póstnúmeri 311 sem flestir tengja við Borgarfjörð en ekki Snæfellsnes. Fólk er því ekki að staðsetja okkur landfræðilega á réttum stað.“ Aðspurður hvort íbú- ar sveitarfélagsins sæktu ekki frekar þjónustu í Borgarnes, sagði Eggert það vera nokkuð skipt. „Við erum undir sýslumanns- og lögreglu- embættinu í Stykkishólmi og sækj- um því þau mál þangað. Fólk fer ýmist í Borgarnes eða Stykkishólm til innkaupa og svo erum við einn- ig með ýmsa samninga við Borgar- byggð, t.d. varðandi heilsugæslu og dvalarheimilið. En engin ákvörð- un hefur verið tekin í málinu. Ég er enn að skoða þetta. Hvort breyt- ingin sé yfirleitt gerleg eða of flók- in.“ bgk Um miðja síðustu viku hófst raf- orkuframleiðsla í Bugavirkjun á Leirárgörðum í Hvalfjarðar- sveit. Magnús Hannesson, bóndi á Eystri-Leirárgörðum, segir að enn eigi þó eftir að fínstilla stjórnstöð virkjunarinnar sem stýri fram- leiðslunni og það verði auðveld- ara á næstu dögum þegar ljósleið- aratenging kemst á. Magnús seg- ir að framleiðslan þessa dagana sé um 35 kílóvött en áætlanir gerðu ráð fyrir 40 kílóvatta framleiðslu. Sú orka á að nægja til lýsingar og reksturs á bæjunum á Leirárgörð- um. Umframorka verður seld inn á kerfi Rarik og bæirnir á Leirár- görðum fá orku miðlað um netið í báðar áttir verði truflanir á fram- leiðslu Bugavirkjunar. Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni hófust framkvæmdir við virkjunina síðsumars 2012 og hafa staðið síðan með nokkrum töf- um sem urðu á framkvæmdum vet- urinn 2012-2013, m.a. vegna kæru- mála sem upp komu. Frá því end- anlegt framkvæmdaleyfi var stað- fest síðasta vor hefur verið nokkuð stöðugur gangur í framkvæmdum og á þeim tíma m.a. verið byggt stöðvarhús og inntak á aðfallslögn frá stíflunni. Túrbína virkjunar- innar var keypt frá framleiðandan- um Clink Hydro í Tékkóslóvakíu. Raforkuframleiðslan hófst sl. mið- vikudag en daginn áður var vatni hleypt í lón virkjunarinnar við Bugalæk, en það er aðeins um einn hektari að flatarmáli. Þá er fall- hæð frá stíflu niður í stöðvarhús- ið að túrbínu um 36 metrar. Með aflsetningu á Bugavirkjun er að baki margra ára barátta bændanna á Eystri- og Vestari-Leirárgörð- um. Þeir voru lengi búnir að hafa augastað á því að virkja Bugalæk- inn en ýmis ljón voru á veginum til að fá endanlegt samþykki fyr- ir virkjuninni. Magnús Hannes- son á Eystri-Leirárgörðum segir ótrúlegan fjölda leyfa þurfti til að byggja jafn litla vatnsaflsvirkjun og Bugavirkjun er. þá Deiliskipulagstillögur í Reykhólahreppi Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 10. apríl 2014 að auglýsa eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi. Þéttbýlið á Reykhólum, útivistarsvæði og Sjávarböð. Skipulagssvæðið nær yfir stóran hluta af Langanesi og Tittlingastaðarnesi sunnan byggðar Reykhóla allt frá syðstu þéttþýlismörkum Reykhóla niður að sjó við Karlsey. Heildarstærð skipulagssvæðisins eru 324,11 hektarar. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að allt svæðið sé ætlað fyrir almenna útivist í sátt við umhverfið og náttúru svæðisins og einnig afmörkun á 10.000m² lóð undir þjónustubyggingu Sjávarbaða sem er skilgreind með takmörkuðu byggingamagni. Innan lóðarinnar má byggja þjónustubyggingu Þ1, smáhýsi G1-2, laugar og potta ásamt bílastæðum sem þjóna Sjávarböðunum. Lóðinni er annars vegar skipt upp í framkvæmdarsvæði og hins vegar náttúrusvæði, þar sem byggingin markar skil milli þessara tveggja svæða. Eftir framkvæmdir mun strandlengjan á Langanesi og Tittlingastaðarnesi verða aðgengileg til almennrar úti- vistar í sátt við náttúruna. Frístundarsvæði í landi Kirkjubóls á Bæjarnesi. Svæðið er í hlíðum Bæjarnesfjalls og liggur við Kvígindisfjörð og er ströndin þar um 800m að lengd. Gert er ráð fyrir 25 frístundahúsum sem koma til með að dreifast nokkuð jafnt um svæðið. Gert er ráð fyrir að byggðin falli vel að umhverfi sínu og umhverfisáhrif lágmörkuð. Heildarstærð skipulagssvæðisins er 300 ha að stærð. Þéttbýlið á Reykhólum, Hellisbraut. Skipulagssvæðið liggur við nyðri enda Hellisbrautar að Maríutröð í þéttbýlinu á Reykhólum. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir tveimur fjögurra íbúða raðhúsalóðum ásamt sjö einbýlishúsalóðum með aðkomu frá Hellisbraut. Á skipulaginu eru afmörkuð fimm einbýlishús sem þegar eru byggð. Heildarstærð skipulagssvæðis er 2 ha að stærð. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögurnar. Skipulagsuppdrættir og greinargerð liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 24. júlí til 5. sept 2014. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.reykholar.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, 380 Reykhólar eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is merkt “deiliskipulag’’ og því skipulagi sem um ræðir. Reykhólar, 14. júlí 2014 Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags- og byggingarfulltrúi S K E S S U H O R N 2 01 4 Norðurálsvöllur Pepsideild kvenna ÍA - FH Þriðjudaginn 29. júlí kl. 19.15 Allir á völlinn SK ES SU H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er MODEL Norðurálsvöllur 1. deild karla ÍA – Grindavík Fimmtudaginn 24. júlí kl. 19.15 Allir á völlinn SK ES SU H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er VÍS OPIÐ ALLA DAGA 11.00 - 18.00 SK ES SU HO RN 2 01 4 Hannyrðavörur í úrvali Opið: Mánud. – föstud. kl. 9 – 18 Lokað á laugard. til 31. ágúst Ármúla 18, 108 Reykjavík - Sími 511 3388 S K E S S U H O R N 2 01 4 Eyja- og Miklaholtshreppur skoðar breytingu á póstnúmeri Túrbína og rafall virkjunarinnar í nýja stöðvarhúsinu. Raforkuframleiðsla hafin í Bugavirkjun Hér sést stíflan og yfirfallið neðan við aðveitulón Bugavirkjunar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.