Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Fjölbreytni er lykilatriði í uppbyggingu ferðaþjónustu Skemmtisiglingar með hvalaskoð- unar- og sjóstangveiðiskipinu Gull- fossi eru nú hafnar. Nýlega var Skúli Örn Sigurðsson ráðinn mark- aðsstjóra Searanger, útgerðarfélags Gullfoss. Blaðamaður Skessuhorns hitti hann að spjalli í síðustu viku og spurði meðal annars um fyrstu ferðir skipsins og uppbyggingu ferðaþjónustu á Vesturlandi. Skúli Örn hefur haft í nógu að snúast síðustu dagana. Hann segir að mik- il orka hafi farið í að kynna fyrir- tækið og finna réttu ímyndina. Markaðsstarf að hefjast „Það er búið að fara í nokkrar ferðir og allt að komast á fullt í að kynna skipið og ferðirnar. Fyrst um sinn verðum við ekki með ferðir á föst- um tímum en öllum fyrirspurnum er sinnt. Við siglum því með hópa eftir beiðnum en bæði er siglt frá Akranesi og Reykjavík. Skipið kom seinna en vonast var til og var það sett í forgang í sumar að koma því í gott stand. Við fórum seint af stað í kynningarmálin en ég vonaðist til að hefja markaðsstörf í janúar. Það gekk ekki eftir enda getur ver- ið erfitt að kynna vöru eða þjónustu sem er ekki enn komin til landsins og því margt enn óljóst. Ég hef þó fylgst með þessu verkefni í eitt og hálft ár og kom af fullum þunga í starfið fyrir um viku síðan.“ Tekur tíma að byggja upp nýtt fyrirtæki Skúli segir að ferðaþjónusta á Vest- urlandi sé að byggjast upp en best sé að fara hægt í hlutina og gera þá vel. „Searanger er í raun hluti af stærri heildarmynd í ferðaþjónustu sem verið er að byggja upp á Vest- urlandi. Nú verður allt kapp lagt á að kynna fyrirtækið og gera það að þekktu vörumerki fyrir næsta sum- ar. Í haust verða haldnar kynningar og munum við þá bjóða ferðaþjón- ustufólki í ferðir. Sú vinna sem er í gangi núna er að hanna vörumerk- ið Gullfoss, láta ferðaþjónustufólk vita af okkur og kynna það sem við höfum fram að færa. Ég tel að það sé best að fara rólega af stað og gera hlutina vel. Það tekur tíma að byggja upp nýtt fyrirtæki. Ég er nú þegar búinn að láta prenta einblöð- ung sem fer í dreifinu og hitta for- svarsmenn í ferðaþjónustunni. Sú vinna heldur áfram á næstu vikum og ætti vonandi að koma okkur bet- ur á kortið.“ Ferðaþjónustan er enn óplægður akur Skúli er Garðbæingur að uppruna og menntaður viðskiptafræðingur. Hann hefur unnið áður með ein- um af eigendum skipsins í ferða- þjónustu og leist vel á að hefja nýtt ævintýri þegar starfið bauðst. „Ég hef unnið bókstaflega við allt á milli himins og jarðar. Ég er með flugamannsréttindi og vann sem flugkennari í þrjú ár og núna er ég kominn á sjóinn. Ég hef unn- ið með Gunnari Leifi áður og var markaðsstjóri Hvalalífs sem hann rak fyrir nokkrum árum. Gunnar er búinn að vera lengi á sjó og þekkir vel hvernig skip þarf í mismunandi verkefni. Þegar hann sagði mér frá þessari hugmynd hreifst ég strax af henni og tel að með Gullfossi sé hægt að sameina margar góðar hugmyndir í ferðaþjónustu.“ Skúli telur að það sé enn nóg af tækifærum í ferðaþjónustu á Íslandi. „Að mínu mati er ferðaþjónusta að miklu leyti enn óplægður akur og nóg af tækifærum hafi menn góð- ar hugmyndir. Mesti þunginn hef- ur verið á ákveðnum stöðum og á ákveðnum mánuðum en það er fullt af öðrum stöðum eða tímabilum ársins sem hægt er að sýna ferða- mönnum áhugaverða hluti. Fólk er oft að koma aftur og aftur til lands- ins og því skiptir fjölbreytni mjög miklu máli fyrir ferðaþjónustuna í heild. Við hjá Searanger hreykj- um okkur af því að geta boðið upp á úrvals aðstöðu. Gullfoss er frá- bært skip og sennilega besta sjóst- angveiðiskip landsins. Aðalpakk- inn hjá okkur núna er um þriggja klukkustunda sjóferð þar sem byrj- að er á hvalaskoðun, þá veitt með sjóstöng og loks er aflinn grillaður á heimleiðinni. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel í fyrstu ferð- unum. Skipið er mjög hentugt fyrir hvalaskoðun en stýrishúsið er hátt uppi svo skipstjórinn hefur góða yfirsýn. Skipinu er stýrt af þrælvön- um mönnum sem þekkja Faxaflóa- svæðið vel og vita nákvæmlega hvar er best að leita að hvölum og veiða með sjóstöng. Fólk heldur oft að ferðin sé búin eftir sjóstöngina en þegar er grillað verður það gjarnan að hápunkti ferðarinnar.“ Stefna á ferðir frá Akranesi Skúli segir að í framtíðinni sé stefnt á að ferðir með Gullfossi verði ein- göngu farnar frá Akranesi. „Eins og staðan er í dag fáum við aðallega viðskiptavini í Reykjavík. Þar er allt fullt af ferðamönnum sem eru að leita að einhverri afþreyingu og við viljum að sjálfsögðu verða valkost- ur fyrir þá. Það er ekki hægt fyrir okkur að vera eingöngu á Akranesi í dag en vonandi verður það hægt í framtíðinni. Skagamenn eru dug- legir og með skýra hugsun í upp- byggingu á ferðaþjónustu. Það er eitthvað sem á alls ekki að afskrifa og því hef ég fulla trú á að við náum að byggja upp öfluga ferðaþjónustu á Akranesi með tíð og tíma. Ég hef aðsetur í Reykjavík og hentar það vel fyrir það starf sem ég vinn núna. Ég hef mín sambönd þar auk þess sem fjöldinn er í Reykjavík, bæði fyrirtæki og fólk. Mér finnst alltaf betra að tala við þá sem ég á í við- skiptum við í eigin persónu. Ég verð því í Reykjavík allavega fyrst um sinn og stýri sölunni þaðan.“ Bjartsýnn á framhaldið „Þetta er samvinnuverkefni margra og ég er mjög bjartsýnn á fram- haldið. Mér finnst gaman að vinna með drífandi frumkvöðlum sem eru bæði kaldir og klárir. Ferðirnar eru gífurlega skemmtilegar og ég er stoltur af því að vera hluti af þess- ari uppbyggingu. Ef það á að auka enn á straum erlendra ferðamanna til landsins þarf að finna nýja mark- hópa og skoða nýja hluti. Það tel ég okkur hjá Searanger vera að gera með Gullfossi þar sem fjölbreytni er lykilatriði í okkar hugsun,“ sagði Skúli Örn í samtali við Skessuhorn. jsb Eftirfarandi starf er laust til umsóknar hjá Akraneskaupstað: Starf verkefnisstjóra á Safnasvæðinu Görðum, Akranesi. • Um er að ræða 100% starf til eins árs með möguleika á framlengingu. Nánari upplýsingar um fyrrgreint starf er að finna á vef Akraneskaupstaðar, www.akranes.is Hægt er að skila umsóknum rafrænt eða í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, fyrstu hæð. Laust starf hjá Akraneskaupstað SK ES SU H O R N 2 01 4 Bifvélavirki/vélvirki Loftorka í Borgarnesi vill ráða bifvélavirkja eða vélvirkja til framtíðarstarfa. Upplýsingar gefur Óli Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri í síma 433 9000 eða 860 9077 SK ES SU H O R N 2 01 4 SK ES SU H O R N 2 01 4 Faxabraut 10 til sölu Um er að ræða 1200 m2 stálgrindarhús. Góð staðsetning við hafnarsvæðið og hentar því vel fyrir ýmisskonar starfsemi. Húsið selst í núverandi ástandi. Nánari upplýsingar veitir Kristján Gunnarsson umsjónarmaður fasteigna hjá Akraneskaupstað í síma 433 1000. Svipmynd úr jómfrúarferð skipsins. Ljósm. jho. Skúli Örn Sigurðsson, markaðsstjóri Searanger. Ljósm. jsb. Gullfoss er hentugt skip fyrir sjóstangveiði og hvalaskoðunar auk þess sem grillaðstaða er um borð. Hér sést Gullfoss á siglingu rétt utan við Akranes. Ljósm. Jónas H Ottósson. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Nýjar vörur frá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.