Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Sigurður Villi Guðmundsson var 38 ár vélstjóri á Víkingi Víkingur var vönduð smíði og hefur svo sannarlega skilað sínu Þeir eru ekki margir sem hafa verið í sama skipsrúmi jafn lengi og Sig- urður Villi Gumundsson yfirvél- stjóri á Víkingi. Jafnvel er það eins- dæmi að sami maður skuli vera svo lengi á sama skipi og jafnframt að alla tíð skuli skipið hafa haft sama nafn og sömu heimahöfn. Siggi Villi, sem er rótgróinn Skagamaður, byrjaði á Víkingi haustið 1976 en þá hafði verið ákveðið að breyta togar- anum Víkingi endanlega í nótaskip. „Ég var búinn að vera vélstjóri í eitt ár á nýjum skuttogara í Garðinum, Erlingi. Þar áður hafði ég verið á Krossvík AK en þetta voru skip sem voru smíðuð á sama stað en Erling- ur var styttri en Krossvík. Á þessum árum stoppuðu togarasjómenn í 30 tíma í landi milli túra og mér fannst fara alltof mikill tími í að koma sér heim á Akranes. Við Dagbjört kona mín vorum hvorugt sátt við þetta og hvorugt okkar tilbúið að flytja suður í Garð. Þess vegna fór ég að leita eftir vinnu aftur hér heima þegar til stóð að Krossvík hf. keypti annað skip. Ég lenti hins vegar fyr- ir tilviljun á Víkingi í staðinn. Ég talaði við Valdimar Indriðason, sem var stjórnarformaður í Krossvík hf., um pláss á togara en hann spurði í staðinn hvort ég vildi ekki fara á Víking því nú ætti að breyta hon- um í nótaskip. Ég sló til eftir svo- litla umhugsun því Víkingur var kominn í talsverða niðurníslu þeg- ar þetta var.“ Um borð frá því Vík- ingur varð nótaveiðiskip Siggi Villi hefur því verið í áhöfn Víkings allan þann tíma sem skipið var sérútbúið nótaveiðiskip eða í 38 ár. Hann fór út til Noregs með skip- inu í breytingar í september 1976. „Þetta var unnið hjá skipasmiðju Georg Eide og söner í skerjagarð- inum rétt utan við Bergen. Þarna var byggt yfir dekkið, skipinu var svo lokað að aftan en opið hafði verið inn á ganga. Svo var útbú- inn nótakassi og lestunum breytt fyrir lausan farm. Síðan voru sett í hann ný spil og hann var útbúinn fyrir kolmunnaveiðar með flott- rolli. Víkingur átti að vera tilbúinn þarna um áramótin en þetta fyrir- tæki hafði eingöngu unnið við ný- smíði og aldrei breytt gömlu skipi áður þannig að það urðu ýmsar taf- ir og þetta dróst fram í mars 1977. Við vorum þarna allan tímann ég og Viðar Karlsson skipstjóri, skruppum bara aðeins heim um jólin.“ Eftir að Víkingur kom úr breyt- ingunum var haldið beint á loðnu og veiðar gengu vel. „Við kom- um bara alveg í lok loðnuvertíðar- innar þarna í mars en héldum síð- an á kolmunnaveiðar með flottroll í maí en það gekk hins vegar alla vega enda var þetta tilraunastarfsemi um leið.“ Siggi segir talsverða breyt- ingu hafa verið að koma yfir á Vík- ing frá því að vera á nýjum togara. „Þarna um borð var 220 volta jafn- straumur í fyrstu og það var oft erf- itt að fá varahluti í þetta dót sem var víðast hvar búið að leggja af. Mað- ur þurfti því oft að bjarga sér með alls konar reddingum. Svo var vél- arrúmið auðvitað gamaldags miðað við nýju togarana.“ Vélaskipti í Danmörku Árið 1981 var svo Víkingur sendur í vélaskipti og keypt í hann ný Alpha vél sem sett var um borð í Fredriks- havn í Danmörku og um leið var nýtt rafkerfi sett í skipið með 380 volta riðstraumi. „Það var kominn tími á þetta allt saman og við vorum að gefast upp á þessu krami. Vélin var farin að leka vatni og þetta var orðið á síðasta snúningi. Sem betur fer var um leið farið út í að breyta rafkerfinu því þetta rakst hvert á annars horn með tæki og annað sem tilheyrði vélinni. Þar var ekki gert ráð fyrir jafnstraumi enda var ekki orðið hægt að fá neitt. Þetta var allt gert á sama stað í Fredriks- havn og þar stóð allt eins og stafur á bók. Við sigldum Víkingi þangað í maí og ég man að skipið átti að vera tilbúið 25. september, það stóðst og við sigldum heim þá. Það var mjög gott að vera þarna og vönduð vinnubrögð.“ Lönduðu þriðja hvern dag á Seyðisfirði Siggi segir að yfirleitt hafi allt geng- ið mjög vel á misjöfnum vertíðum. „Í fyrstu var bara landað þar sem styst var að fara í löndun en svo varð þróunin sú að við fórum að sigla allt- af heim með aflann enda átti Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan hér skip- ið. Eftir að SFA sameinaðist svo HB&Co var nánast alltaf siglt heim með aflann nema þá að allt væri að drukkna í fiski hér heima. Á þess- um tíma fórum við fimm sinnum á rækjuveiðar að sumri til og það gekk mjög vel. Það var ágætis til- breyting að fara á rækjuna. Þá vor- um við fáir á, yfirleitt bara sjö í stað 14-15 og við lönduðum alltaf á Ísa- firði. Þetta var yfir hásumarið oft- ast í góðu veðri og veiðisvæðið var alveg frá Grænlandssundi og aust- ur fyrir Kolbeinsey. Það var kominn talsverður rækjukvóti á skipið þeg- ar þessu lauk. Við lönduðum alltaf á sjöunda degi því rækjan þoldi ekki lengri geymslu um borð. Árið 1993 var leyfð sumarveiði á loðnu og þá var alveg mokveiði, ég man ekki eft- ir öðru eins. Við vorum bara þriðja hvern dag með fullfermi á Seyð- isfirði. Loðnan var of viðkvæm á þessum árstíma að sigla með hana alla leið heim því hún veiddist út af Norðurlandi og við vorum nánast með fast pláss hjá SR á Seyðisfirði ásamt fleiri bátum.“ Beint samband úr koj- unni í gegnum hljóðpípu Vélarrúmið í Víkingi var auðvitað barn síns tíma og aðbúnaður vél- stjóra þætti ekki merkilegur mið- að við það sem gerist í nýjustu skip- unum. „Þetta var allt með gamla laginu en eftir vélaskiptin breytt- ist mikið. Þá varð hægt að stjórna flestu ofan úr brú, hraðabreyting- um og öðru, sem þurfti að gera í vélarrúmi áður. Íbúðirnar breytt- ust ekkert í skipinu við allar breyt- ingar á því, þær voru eins og í upp- hafi. Klæðningin var meira að segja sú sama á klefanum hjá mér alla tíð og líka öllum klefunum niðri. Það voru bara gerðar breytingar á skip- stjóra- og stýrimannaíbúðum uppi þegar sett var ný brú á skipið á Ak- ureyri. Þetta sýnir bara hversu gott efni var notað í skipið þegar það var smíðað og hve vönduð vinna Þjóð- verjanna var. Það var ennþá rör eða hljóðpípa úr vélarúminu upp í klef- ann hjá mér ofan við kojuna með flautu á endanum þar sem ég gat talað í gegnum, þótt það hafi ekk- ert verið notað í áratugi enda löngu kominn sími niður ef eitthvað þurfti að gera. Ég veit nú ekki hvað viður- inn hét sem var í klæðningunum en þetta var vandaður harðviður.“ Býst við að sjómennsk- unni sé lokið Siggi Villi segir það ekki hafa verið svo skrítið eða sárt að yfirgefa skip- ið í Danmörku núna þegar það var komið á endastöð. „Maður var bú- inn að sætta sig við allt þá. Þetta er búinn að vera góður tími þarna um borð og Víkingur er búinn að skila sínu og vel það.“ Hann sagði að auðvitað væri eftirsjá af skipinu eftir að hafa verið þar um borð í all- an þennan tíma og vita í raun ekki hvað tæki við. „Mér fannst eigin- lega skrítnara að fara frá Akranesi í síðasta sinn af því að maður fann að fólk saknaði skipsins. Þessi mann- fjöldi sem var á bryggjunum og allt bílflautið og kveðjuflautið hjá okk- ur kom aðeins við mann.“ Eftir að úthaldið fór að styttast hjá Víkingi í seinni tíð var nóg að gera hjá yfir- vélstjóranum við að halda öllu við og hafa skipið til taks þegar kallið kæmi um að halda til veiða. Hann var eini skipverjinn í starfi allt árið, „Þetta var eiginlega fyrirbyggj- andi viðhald sem ég var að sinna milli vertíða. Útgerðin vildi alltaf hafa hann klárann þannig að hægt væri að fara með stuttum fyrirvara þannig að þetta var nóg starf. Ég fór nokkra afleysingatúra á Faxan- um á þessum tíma. Eftir að Víking- ur var settur á sölu í fyrrahaust var hætt allri vinnu um borð. Þá fór ég bara að vinna í smiðjunni hjá HB Granda hér á Skaganum í átta tíma á dag meðan verið var að sjá hvað yrði úr þessu með skipið.“ Siggi Villi segist ekki búast við að fara meira á sjó. „Ég verð 68 ára núna í haust þannig að þetta er senni- lega búið. Kannski fer maður einn og einn afleysingatúr að gamni sínu en ég á örugglega eftir að kíkja um borð í þessi nýju skip þegar þau koma,“ segir Sigurður Villi Guð- mundsson, nokkuð sáttur við orð- inn hlut. Daninn fórnaði höndum Þess má að lokum geta að þegar Víkingur kom í höfn í Grenå spurði skipshöndlarinn, sem tók á móti áhöfninni, hver það væri sem væri búinn að vera mjög lengi í áhöfn- inni og hve lengi hann væri bú- inn að vera þar. Þegar honum var bent á vélstjórann og sagt að hann hefði verið 38 ár um borð, fórn- aði sá danski höndum og sagð- ist varla trúa þessu. Sagði að þetta væri örugglega met hvar sem leitað væri. hb Siggi Villi horfir til lands þegar komið var í höfn í Grenå í Danmörku. Lokahandtökin um borð í Víkingi. Yfirvélstjórinn slekkur á öllu í höfninni í Grenå. Það er að ýmsu að huga í vélarúminu við lokafráganginn. Íbúð yfirvélstjórans hefur verið óbreytt frá því Víkingur kom nýr frá Þýskalandi 1960. Á veggnum ofan við kojuna er talpípan með flautu á endanum. Í gegnum hana mátti hafa samband beint úr kojunni í vélarúmið. Í skoðunarferð á 7.500 fermetra véla- og tækjalager Færnes endurvinnslunnar. Þar mátti sjá báta- og skipavélar af öllum stærðum. Hér er danskur starfsmaður Færnes að leiða menn í allan sannleikann og ánægjan leynir sér ekki á andliti yfirvélstjórans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.