Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 ið til staðar þegar Sigurður Helga- son, sonur Helga í Málningarþjón- ustunni, vinur minn og veiðifélagi, eldaði sína fyrstu stórmáltíð. Ég var þá staddur hjá fjölskyldunni í ættar óðalinu austur á landi. Sig- urður er yfirmatreiðslumeistari á Grillinu á Hótel Sögu. Hann varð í 7. sæti á Evrópumótinu síðasta vor og í byrjun næsta árs stefnir hann á heimsmeistaramót í Frakk- landi. Já, ég leyfi mér alveg að monta mig svolítið af kunnáttunni sem ég hef aflað mér í matseld. Ég hef svo sem komið nálægt ýmsu fleiru fyrir utan arkitektastarfið. Auk þess að sinna framkvæmda- stjórn við Laxána á sínum tíma, hef ég annast framkvæmdastjórn á ýmsum uppákomum eins og hesta- mannamótum og við söngleik. Ég var líka varamaður í bæjarstjórn Akraness eitt kjörtímabil en það var nú vegna greiðasemi við vin- konu mína Ingibjörgu Pálma- dóttur,“ segir Magnús þar sem við erum að enda spjallið og bílferðina um Akranes. þá Fyrsta húsið af svokölluðu Rammahúsum sem Magnús teiknaði og var reist á Hrafnabjörgum á Austurlandi. Það er í eigu Helga Sigurðssonar, sem kenndur var við Málningarþjónustuna á Akranesi, og Stefaníu Sigmarsdóttur. Ætlum að leggja áherslu á grunnstoðir samfélagsins „Síðustu árin höfum við staðið í miklum og kostnaðarsömum fram- kvæmdum. Núna síðast voru það breytingar við sundlaugina og úti- svæðin við hana og þar áður stækk- un dvalarheimilisins Jaðars. Núna fyrir þetta kjörtímabil setjum við stefnuna á innviði sveitarfélagsins og ætlum að leggja áherslu á grunn- stoðir samfélagsins næstu árin,“ segir Kristín Björg Árnadóttir odd- viti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ, sem fékk fjóra menn kjörna í sveitarstjórnarkosningun- um síðasta vor og heldur því meiri- hluta fulltrúa í sveitarstjórn. Krist- ín Björg segir að það sé til dæmis kominn tími til að huga enn meir að búnaði í grunn- og leikskólum sveitarfélagins, sem bæði eru stað- settir í þéttbýlinu og í Staðarsveit. Þurfum að fá fleira ungt fólk heim „Við höfðum sinnt vel málefnum eldri borgara núna síðustu árin og erum stolt af því. Núna er kominn tími til að huga enn betur að skólun- um og fleiru sem skiptir unga fólk- ið og fjölskyldurnar miklu máli.“ Kristín Björg segir að málefni fatl- aðra séu einnig málaflokkur sem bæjaryfirvöld þurfi að vera vakandi yfir og finna lausnir við þeim verk- efnum sem framundan eru. „Ann- að verkefni sem okkar bíður er að finna leið til þess að fá fleiri unga og efnilega Snæfellsbæinga aftur heim. Við þurfum að sýna þeim þau tækifæri sem svæðið býr yfir, styrkja tengslanet þeirra við heimahaganna og þannig gera þeim kleift að koma heim á ný.“ Sveitarstjórnarmálin skemmtileg Kristín Björg fæddist í Reykjavík en ólst upp að mestu leyti í Grund- arfirði. „Ég fór að heiman sextán ára gömul og hérna í Snæfellsbæ hef ég svo búið síðustu ellefu árin. Við hjónin komum hingað beint frá námi í Horsens í Danmörku. Ég var þar að læra markaðs- og hag- fræði og Smári maðurinn minn byggingatæknifræði. Þessi náms- ár í Danmörku voru yndisleg og ég get ráðlagt öllum að að breyta til og skoða sig um áður en mað- ur festir rætur. Ég held fólk kunni þá líka ennþá betur að meta heima- hagana, þótt ég sé nú að verða svo- lítið langeygð núna eftir sólinni í rigningunni,“ segir Kristín Björg. Aðspurð um þátttöku sína í sveit- arstjórnarmálum og pólitík seg- ist hún hafa komið inn í hana fyrir síðasta kjörtímabil 2010-2014. „Ég var þá í 3. sæti listans og var kos- in bæjarfulltrúi og líka í bæjarráðið. Ég hafði áður kynnst sveitarstjórn- armálunum í gegnum störf mín hjá SSV sem atvinnuráðgjafi. Það kom þá í ljós hvað þetta er skemmtilegt og ég fékk áhuga á sveitarstjórn- armálum. Sé alls ekki eftir því að hafa gefið kost á mér í þetta,“ segir Kristín Björg. þá Atvinnusaga Borgarness og Brákareyjar sett á vatnstank Logi Bjarnason listamaður hefur verið fenginn til að mála á vatns- tankinn í Brákarey. Logi er fædd- ur og uppalinn í Borgarnesi og hefur eins og margir heimamenn sprangað um Eyjuna, veitt marhnút á bryggjunni og notið þessa svæð- is. Hann er því afar ánægður að fá þetta verkefni, en Logi kom heim í febrúar úr listnámi í Þýskalandi. „Ég ætla að reyna að gera at- vinnusögu Brákareyjar og þá Borg- arness um leið, skil á þessum veggj- um,“ segir Logi, „út frá minni upp- lifun. Nálgunin verður algjörlega frá mér, hvað merkir þessi eyja fyr- ir mig. Allt byrjar þetta með mar- hnútnum sem við krakkarnir í Borgarnesi veiddum hér á bryggj- unni. Þar er í hugum margra barna í Borgarnesi fyrsta tengingin við Brákarey. Og henni tengist margt annað. Þess vegna nota ég m.a. kaðla í listaverkið, þeir tengja og festa saman. Þeir eru að mínu mati einkennandi fyrir eyjuna. Þegar við krakkarnir voru að veiða, notuðum við spotta, skipin lágu hér við land- festar, kaðla og hvernig öll starf- semi studdi við hverja aðra hér. Taugin, spottinn, kaðallinn sem batt fólkið, störfin og starfsemina saman. Einskonar táknmynd fyr- ir það líf sem hér var, sögu sem er horfin.“ Logi hófst handa við mál- unina um leið og fært var en sum- arið í fyrra og núna hafa ekki verið útimálun hliðholl. Hann vonast þó til að geta lokið verkinu í ár ef veð- urguðirnir verða hliðhollir. Mun kanna hvaða áhrif listaverkið hefur fyrir eyjuna Upphafsmaður að þessu verkefni er Sigursteinn Sigurðsson arkitekt í Borgarnesi. Hann segir áhuga sinn hafa kviknað þegar hann var að skrifa lotaritgerð sína sem fjallaði um götulist. Í því samhengi fór hann að skoða ýmislegt í sínum gamla heimabæ, Borgarnesi. Með- al annars bar fyrir augu þessi vatns- tankur í Brákarey. „Ég fór að spyrj- ast fyrir,“ segir Sigursteinn, „hvað ætti að gera við tankinn og var þá tjáð að líklega stæði til að rífa hann. Það fannst mér mikil synd, fannst að frekar ætti að setja eitthvað á hann og gera að listaverki. Á sama tíma komst ég að því að ekki var al- veg á hreinu með eignarhaldið. Eft- ir töluverðar fyrirspurnir kom í ljós að Orkuveita Reykjavíkur átti tank- inn, sem gaf hann til sveitarfélags- ins sem svo aftur færði slökkvilið- inu hann að gjöf. Slökkviliðsmenn voru afar hlynntir því að tankur- inn yrði skreyttur með málverki en þeir nota vatnstankinn fyrir reyk- köfunaræfingar og er aðstaðan hjá þeim ein sú besta á landinu. En þá var að fá fé til framkvæmda. Þar er fátt í hendi enn nema myndarlegur styrkur úr Menningarsjóði Vestur- lands.“ En hvaðan sprettur þessi áhugi Sigursteins á þessum gamla vatns- tanki og af hverju er hann að berjast í þessu? Jú, svarið liggur ljóst fyrir: „Mig langar til að rannsaka hvaða áhrif götulist hefur á umhverfi sitt. Hvaða áhrif mun þetta tiltekna listaverk hafa fyrir Brákarey. Verður aukin umferð, munu aðrir eigendur í eyjunni fara að fegra í kringum sig og ýmislegt þess háttar. Mér finnst þetta spennandi og þarna gefst mér tækifæri til að kanna þetta. Ef ein- hverjir eru aflögufærir og vilja láta eitthvað af hendi rakna, mega hinir sömu gjarnan hafa samband,“ segir Sigursteinn Sigurðsson. bgk Logi Bjarnason ætlar að gera skil í listaverki atvinnusögu Borgarnes og Brákareyjar á gamla vatnstankinum í eyjunni. Kynni barna af Brákarey byrjar oft með marhnútnum sem þau veiða við bryggjuna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.