Skessuhorn


Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 30.07.2014, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Bæjarhátíðin Á góðri stund í Grundarfirði fór fram um liðna helgi. Hátíðin fór nú fram í fimm- tánda sinn og gekk afar vel, að sögn skipuleggjenda. Veðrið var með ágætum um helgina og var milt og gott á föstudag og laugardag þótt að sólin hafi ekki mikið verið að sýna sig. Baldur Orri Rafnsson og Hall- dóra Dögg Hjörleifsdóttir fram- kvæmdastjórar hátíðarinnar voru hæstánægð með hvernig til tókst. „Það voru talsvert færri á svæðinu en í fyrra en allt fór þetta vel fram,“ sagði Baldur í stuttu spjalli við fréttaritara. „Fjöldinn gæti skýrst af hagstæðari veðurspá á austur- hluta landsins en spáin fyrir Vest- urland var aðeins vætusamari. En það rættist úr veðrinu sem var hið ágætasta alla helgina. Engin slys urðu og hafði lögregla og starfs- fólk Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands lítið að gera sem betur fer. Vel var mætt á alla viðburði og all- ir skemmtu sér vel að ég best veit,“ sagði Baldur að endingu. tfk Hér eru þær Katrín Elísdóttir og Sjöfn Sverrisdóttir á fullu við skreytingar í gula hverfinu. Ungir sem aldnir skemmtu sér vel í froðudiskóinu sem Saltkaup og Slökkvilið Grundarfjarðar héldu á kirkjutúninu á föstudaginn. Hér eru slökkviliðsmennirnir að úða froðunni yfir spennt ungviðið. Heimafólk ánægt með bæjarhátíðina á Góðri stund í Grundarfirði Þeir Gunni og Felix sáu um að skemmta gestum á laugardags- kvöldinu. Lionsmenn voru með sína árlegu súpusölu og varð enginn svikinn af þeim kræsingum. Frá vinstri eru þeir Kristján Guðmundsson, Þorkell Gunnar Þorkelsson, Móses Geirmundsson og Heiðar Bjarnason. Fyrir aftan þá má sjá glitta í Önnu Bergsdóttur og Sigurð Þorkelsson. Ungur liðsmaður bláa hverfisins íbygginn á svip í skrúðgöngunni. Þórunn Kristinsdóttir sá til þess að enginn færi svangur heim úr grillveislu Samkaups Úrvals á fimmtudaginn. Golfklúbburinn Vestarr sá um að grilla ofan í mannskapinn í grill- veislu Samkaups Úrvals á fimmtudaginn. Garðar Svansson er hér að snúa steikunum. Anika Védís Björnsdóttir er hér í skrúðgöngu græna hverfisins. Spurning hvort að hún hafi smellt í eina „selfie“ og sé að skoða árangurinn? Lilja Mósesdóttir lét sig ekki vanta í skrúðgöngu gula hverfisins og skemmti sér vel. Mikil stemning var á skemmtidagskránni á laugardagskvöldinu og hér má sjá Rauða hvetja sína menn en þeir urðu hlutskarpastir í keppninni um bestu stuðningsmennina. Gulir blésu í herlúðra svo drundi í fjöllunum á meðan þeir marseruðu niður á hátíðarsvæðið. Skrúðganga græna hverfisins var ansi vígaleg. Víkingafélagið Glæsir stóð fyrir eggjakasti og var það forsprakki víkinganna Þorgrímur Kolbeinsson sem fékk að finna fyrir því í gapastokknum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.