Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Side 1

Skessuhorn - 27.08.2014, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 35. tbl. 17. árg. 27. ágúst 2014 - kr. 600 í lausasölu HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Fæst án lyfseðils LYFIS Hvalfjarðar- dagar 29. - 31. ágúst Fjölbreytt dagskrá um alla sveit Unnið var að því í vikunni sem leið að fegra umhverfið við höfnina í Rifi. Malarplan sem staðið hef- ur nánast ónotað síðan höfnin var gerð hefur nú fengið nýtt hlutverk. Búið er að grafa á staðnum og búa til hóla sem mynda skjólvegg fyrir sælureit við höfnina. Þar verða svo sett upp söguspjöld þar sem vegfar- endur geta lesið sig til um höfnina og svæðið í kring. Starfsmenn verktakafyrirtækisins Stafnafells hófu framkvæmdir síð- asta miðvikudag og er svæðið þeg- ar farið að taka á sig aðra mynd. Að sögn Bjarna Vigfússonar, eiganda Stafnafells, gengur vel að fegra svæðið enda grasþökurnar í sælu- reitnum einstaklega góðar. „Gras- þökurnar koma af Suðurlandi, nán- ar tiltekið undan Eyjafjallajökli og eru fullar af næringarríkri ösku úr gosinu 2011. Askan virkar eins og besti áburður og því verða þökurn- ar fljótar að festa sig,“ segir Bjarni. Stefnt er að því að framkvæmdum á svæðinu ljúki nú í vikunni. jsb Að margra mati voru tveir síð- ustu virku dagarnir í liðinni viku, fimmtudagurinn og föstudag- urinn, með þeim bestu í sumar. Þessa daga nýttu margir til þess að fara á berjamó. Þegar blaða- maður Skessuhorns var að koma úr efn- isöflunarferð í Dal- ina á föstudaginn hitti hann á fólk sem var í berjum skammt frá veginum þar sem ekið er upp á Bröttu- brekku. Þarna reynd- ust vera á ferð syst- ur tvær sem gjarnan kenna sig við húsið Melstað á Akranesi ásamt mönn- um sínum. Systurnar eru Dröfn og Bjarney Steinunn Einarsdætur en þær fæddust og ólust upp á Mel- stað sem stendur enn við Suður- götu. Dröfn býr með manni sínum Elíasi Jóhannessyni á Hjarðarholti 8 á Akranesi en Bjarney Steinunn með sínum manni Páli Helgasyni í Mosfellsbænum. „Þetta er má segja gullbrúð- kaupsferð hjá okkur,“ sagði Elí- as þar sem blaðamaður stoppaði í vegkantinum við Bröttubrekku og átti tal við berjatínslufólkið. Það var þarna að enda sína ferð eft- ir að hafa verið í berjum í Dölun- um í tvo daga og tínt um það bil 45 lítra í túrnum, mest á Laugum í Sælingsdal. „Við fórum á Laugar á fimmtudagsmorgun og gistum þar. Höfðum það náðugt í veðurblíðunni þar í heita pottinum og á hótelinu. Það var gnægð af berjum í ná- grenni Lauga og ekki amalegt að tína ber í þessari veðurblíðu sem var báða dag- ana. Þegar við fór- um í gegnum Búð- ardal í bakaleiðinni, renndum við niður á bryggju. Þar var lognið þvílíkt að ekki var gáru að sjá langt út eftir firði. Staðar- maður sem við hittum sagðist ekki muna eftir öðru eins logni í Búðar- dal. Já, það má segja að þessi ferð hafi eiginlega verið einskonar upp- hitun fyrir gullbrúðkaupið okkar,“ sagði Elías. Það var systrabrúð- kaup í Akraneskirkju 8. maí 1965 þegar þær Dröfn og Bjarney Stein- unn giftust mönnum sínum. Það styttist því í tvöfalt gullbrúðkaup þeirra systra. þá Þau voru alsæl á berjamónum við rætur Bröttubrekku, systurnar Bjarney Steinunn til vinstri og Dröfn Einarsdætur ásamt mönnum sínum, Páli Helgasyni til hægri og Elías Jóhannessyni. Grasþökurnar koma úr sveitinni við Eyjafjallajökul og eru fullar af nær- ingarríkri ösku úr gosinu 2011. Greina má öskulagið í túnþökunum. Aska úr Eyjafjallajökli notuð við gerð sælureits í Rifi Bjarni Vigfússon, Eyjólfur Gunnarsson og Vigfús Bjarnasson. Auk þeirra var Jón Eggertsson á krananum. Tvöfalt gullbrúð- kaup á berjamó Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 852 1601 Njótið veitinga í fallegu umhverfi SK ES SU H O R N 2 01 4 OPIÐ Föstudaga 17 – 22 Laugardaga og sunnudaga 14 - 22

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.