Skessuhorn


Skessuhorn - 27.08.2014, Qupperneq 10

Skessuhorn - 27.08.2014, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014 Nýtt fyrirkomulag endurgreiðslna fyrir refaveiðar til sveitarfélaga Að undanförnu hefur Umhverf- isstofnun verið að senda sveitar- félögum drög að samningum um refaveiðar og fyrirkomulag endur- greiðslu fyrir unnin dýr. Skráningu átti að ljúka sl. mánudag. Sveitar- félögum hefur verið skipt niður í flokka eftir fjölda íbúa á ferkíló- metra og raðað niður í mismunandi endurgreiðsluhlutfall. Greiðslum er þannig skipt á sveitarfélögin eft- ir fjórum flokkum. Greiðslur verða aldrei hærri en 33%, þar sem fá- mennustu og landstærstu sveitar- félögin fá mest endurgreitt. Sam- kvæmt þessari flokkun myndi Borg- arbyggð fá 20% greitt til baka, Eyja- og Miklaholtshreppur og Dala- byggð fengju 30% en Hvalfjarðar- sveit 10%, ef þau myndu semja um endurgreiðslugjaldið. Fyrirkomu- lagið verður með þeim hætti að hvert sveitarfélag sendir inn kostn- aðarreikninga og fær síðan endur- greitt eftir þeim hlutföllum sem áður voru nefnd. Margir fagna því að ríkið sé aftur að koma inn með endurgreiðslur til þessa málaflokks en öðrum finnst sem ekki sé nóg að gert og segja að enn njóti vargur- inn vafans. Fjöldi dýra skiptir ekki máli í nýrri flokkun Nokkra athygli hefur vakið að sam- kvæmt nýjum reglum verður ein- ungis flokkað eftir landsstærð og íbúafjölda en ekki eftir fjölda refa sem veiddir hafa verið í viðkom- andi sveitarfélagi á undanförnum árum. Steinar Rafn Beck, sérfræð- ingur hjá Umhverfisstofnun, segi að sveitarfélög geti unnið sig aðeins upp með meiri og betri upplýsinga- skilum s.s. eins og með mati á tjóni og grenjaskráningu en þessi niður- staða hafi orðið ofan á í þetta sinn. Verkefnið sé aðeins til þriggja ára og að þeim tíma liðnum verði farið yfir allt og málin skoðuð. Einnig hefur borið á óánægju yfir því að samn- ingnum geti fylgt meiri vinna en áður var og ávinningur sveitarfélag- anna verði þar af leiðandi lítill. Með- al annars eiga menn að skila hræj- um af refnum og misjafnt sé hversu landstór sveitarfélögin séu og kostn- aður við slíkt er því mikill. Stein- ar telur ekki að svo þurfi að verða. „Náttúrufræðistofnun getur kallað eftir hræjum til að afla betri upplýs- inga en það á ekki að hafa kostnað- arauka í för með sér. Meiningin er að nýta náttúrustofurnar á hverjum stað. Þá yrði látið vita fyrirfram en þessar reglur hafa ekki alveg verið mótaðar ennþá.“ Skylda að gefa um staðsetningu grenja Nokkur gagnrýni hefur heyrst frá veiðimönnum þess að beðið er um hnitsetningu á grenjum. Menn eru ekki alveg tilbúnir að gefa upp staðsetningu þeirra grenja sem þeir eru að vinna hverju sinni. Sam- kvæmt því sem fram kom í viðtali við Steinar hefur það alltaf verið í lögum að gefa upp staðsetning- ar þótt ekki hafi verið farið eftir því. „En hér á að ríkja algjör trún- aður. Við höfum fullan skilning á þessu og að menn vilji ekki útvarpa staðsetningu grenja. En höfum þó rétt til að veita Náttúrufræðistofn- un Íslands aðgang að grenjaskrám sveitarfélaga. Með þessu viljum við sjá dreifingu á grenjum á landinu. Það er nauðsynlegt að gera sér ein- hverja grein fyrir þéttleika og um- fangi milli sveitarfélaga.“ Hvernig á að meta tjónið sem refurinn veldur? Talað er um í þeim samningsdrög- um sem send hafa verið til sveit- arfélaganna að skrá skuli tjón sem refurinn veldur. Mörgum finnst að þetta sé erfitt að meta t.d. hvert tjónið er í villtum fuglastofnum. Steinar tekur undir að svo geti orðið. „Hér erum við frekar að tala um tjón á t.d. æðarfugli og bústofni eins og sauðfé heldur en öðru, því tjónið á villtum dýrastofnum er erfitt að meta. En með þessum að- gerðum erum við að þrýsta á sveit- arfélögin að halda utan um þetta, þar sem aldrei hefur verið sett neitt niður á blað um tjónið. Það er einnig allt í lagi fyrir sveitarfé- lögin að taka fram fleiri hluti eins og ef fuglalífi hefur hrakað áber- andi á einhverju svæði. Með þess- um aðgerðum vonumst við til þess að fá einhverja betri mynd eftir þessi þrjú ár.“ Landsyfirvöld geta hætt við Í samningsdrögum sem send hafa verið til sveitarfélaganna segir orðrétt í 3. grein: „Komi upp atriði sem geta breytt forsendum samn- ings svo sem breyting á framlagi ríkisins í fjárlögum, fjöldi sveitar- félaga sem taka þátt í verkefninu eða áætlun sveitarfélags breytist, skal samningurinn endurskoðað- ur.“ Steinar segir að allir voni að verkefnið fái að klára sín þrjú ár. Það er búið að áætla 90 milljón- ir í verkið, 30 milljónum á ári. En í þessu sé kannski ekkert tryggt. „Það hefur svo sem gerst áður að svona verkefni hafa ekki fengið sína framgöngu, en við vonum að það verði ekki núna. Það er búið að eyrnamerkja þessa peninga. En almennt eru menn jákvæðir yfir þessu verkefni þótt fólki finnist að lítið fjármagn hafi verið sett í það. Það er einnig verið að leggja til að sveitarfélög efli samvinnu sín á milli varðandi refaveiðar. Það get- ur skipt máli. Og einhversstaðar verður að byrja. Kannski er þetta ekki módelið sem virkar, við sjáum það að þremur árum liðnum,“ seg- ir Steinar Rafn Beck sérfræðingur að endingu. bgk Yrðlingur í sigtinu. Ljósm. Skotfélagið Skyttur. Áfram frest á nauðungarsölur Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent Hönnu Birnu Kristjánsdótt- ur innanríkisráðherra áskorun þess efnis að fyrirskipa undirmönn- um sínum, sýslumönnum lands- ins, að fresta nauðungarsölum enn um sinn, eða þar til Alþingi hef- ur fjallað um bráðabirgðarákvæði sem nú er í gildi um frestun á nauð- ungarsölum. Bráðabirgðarákvæðið kveður á um tímabundna frestun á nauðungarsölum og framlengingu á samþykkisfresti fram yfir 1. septem- ber 2014. „Ef ekkert verður að gert munu nauðungarsölur hefjist á ný af fullum þunga 1. september, áður en Alþingi kemur saman á haust- þingi þann 9. september og áður en alþingismenn fá tækifæri til að fjalla um málið. Auk þess má búast við því að sýslumenn muni þá ganga frá uppgjöri á nauðungarsölum sem þegar hafa farið fram en eru á sam- þykkisfresti og þarf einnig að fresta á sömu forsendum,“ segir í áskor- un frá Hagsmunasamtökum heimil- anna sem Vilhjálmur Bjarnason for- maður þeirra skrifar undir. „Grípi innanríkisráðherra ekki til ráðstaf- ana er hætta á að holskefla nauð- ungarsalna muni ríða yfir í byrjun september sem muni leiða til aukins húsnæðisvanda og félagslegrar upp- lausnar,“ segir að endingu í áskorun- inni. mm Réttardagar í Dalabyggð og Borgarbyggð Sveitarfélögin Dalabyggð og Borg- arbyggð hafa gefið út lista yfir réttir í sýslunum nú í haust. Í tilkynningu frá Dalabyggð kemur fram að Ljár- skógarétt og Tungurétt eru auka- réttir, aðrar eru lögréttir. Fyrsti réttardagur í Dalasýslu verður laugardagurinn 13. september, en þann dag verður réttað í Ljárskóga- rétt, Tungurétt, Kirkjufellsrétt og Vörðufellsrétt. Fyrsti réttardagur í Borgarbyggð verður laugardaginn 6. september en þá verður réttað í Nesmelsrétt í Hvítársíðu og Kald- árbakkarétt. Athygli er vakin á því að Oddsstaðarétt í Lundarreykja- dal verður viku fyrr en venjulega, 10. september, en ákvörðun um að flýta leitum um viku var tekin vegna ábendinga frá bændum um hversu gróður tók snemma við sér í vor og því sölnar hann fyrr. Fjárréttir í Dölum: Ljárskógarétt í Laxárdal laugardag- inn 13. september * Tungurétt á Fellsströnd laugardag- inn 13. september * Kirkjufellsrétt í Haukadal laugar- daginn 13. september * Fellsendarétt í Miðdölum sunnu- daginn 14. september kl. 14 Flekkudalsrétt á Fellsströnd laug- ardaginn 20. september * Vörðufellsrétt á Skógarströnd laug- ardaginn 20. september kl. 13 Skarðsrétt á Skarðsströnd sunnu- daginn 21. september kl. 11 Skerðingsstaðarétt í Hvammssveit sunnudaginn 21. september kl. 11 Brekkurétt í Saurbæ sunnudaginn 21. september kl. 11 Gillastaðarétt í Laxárdal sunnudag- inn 21. september kl. 12 Hólmarétt í Hörðudal sunnudag- inn 21. september kl. 10 Ósrétt á Skógarströnd föstudaginn 3. október kl. 10 *) Tímasetning er ákvörðuð af rétt- arstjóra að göngum loknum. Fjárréttir í Borgarbyggð: Nesmelsrétt í Hvítársíðu, laugar- daginn 6. september. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, sunnu- daginn 14. september. Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaða- hreppi sunnudaginn 6. september. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, miðvikudaginn 10. september. Brekkurétt í Norðurárdal, sunnu- daginn 14. september. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, sunnu- daginn 21. september. Svignaskarðsrétt, mánudaginn 15. september. Þverárrétt í Þverárhlíð, mánudag- inn 15. september. Hítardalsrétt í Hítardal, mánudag- inn 15. september. Grímsstaðarétt á Mýrum, þriðju- daginn 16. september. Mýrdalsrétt í Hnappadal, þriðju- daginn 23. september. mm Svipmynd úr safni Skessuhorns frá Fellsendarétt í Dölum. Ljósm. bae. Fjárrekstur á leið til Fljótstunguréttar í Hvítársíðu. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.