Skessuhorn - 27.08.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2014
Freisting vikunnar
Nú þegar berjaspretta hefur náð
hámarki er vel við hæfi að birta
uppskrift sem unnin er úr kræki-
berjum, enda er krækiberjaspretta
mjög góð á Vesturlandi þetta árið.
Hér á eftir fer uppskrift af kræki-
berjavíni, sem er fallegt og þjóð-
legt rauðvín. Hafa skal í huga að
öll ílát og áhöld þurfa að vera
mjög hrein og þvegin vandlega
upp úr viðurkenndum sótthreinsi-
efnum fyrir víngerð og skoluð í
tvígang á eftir. Tómar flöskur eru
þvegnar vel eftir notkun og síðan
skolaðar vandlega með heitu vatni
áður en fyllt er á þær. Margir nota
rúsínur og banana sem þeir telja
að geri vínið fyllra, sem er nauð-
synlegt í rifsberja- og krækiberja-
vín en óþarfi í sólberja,- bláberja-
og stikkilsberjavín. Best er að nota
gerjunarker úr plasti fyrir 1. og 2.
gerjun, en glerkút fyrir lokafell-
ingu. Athugið að velja dimman
stað fyrir gerjun og lokafellingu.
Best er að nota vel þroskuð ber til
víngerðar.
Krækiberjavín (25 lítrar)
1. Ber söxuð, 5-6 kg saft með
hrati. Ath. að miðað er við kíló
en ekki lítra.
2. 1,5 kg saxaðar rúsínur (mjög
gott, en valfrjálst).
3. 3 stk. vel þroskaðir bananar
saxaðir (mjög gott, en val-
frjálst).
4. Sjóðið 6-8 lítra af vatni og
leysið 4 kíló sykur upp í heitu
vatninu.
5. Öllu blandað saman í
gerjunarkútinn, fyllt með vatni
upp í 25 lítra.
6. Kaliummetabisulfit
(potasium – metabisulfis) er
hrært út í blönduna (til að
drepa villiger sem gæti verið
með ávöxtunum).
7. Gernæringu hrært út í
blönduna.
8. Hrist vel saman, lok og vatns-
lás sett á kútinn og látið standa
í u.þ.b. 2 sólarhringa.
9. Vínger leyst upp skv. upp-
skrift á umbúðunum.
10. Gerjun ætti að hefjast innan
tveggja sólarhringa og látið
gerjast í ca. 10 daga. Kúturinn
er hristur þokkalega vel
nokkrum sinnum á dag.
11. Hratið skilið frá vökvanum,
notið plastsigti. Vökvanum hellt
á annan gerjunarkút gegnum
grisju.
12. 2 kíló sykur er leyst upp í
sjóðheitu vatni og blandað
saman við. Heildarmagnið ætti
þá að vera sem næst 25 lítrar.
13. Hreyfið kútinn ekki og látið
gerjast í myrkri í 1-3 mánuði.
Fylgist með hvenær gerjum
hættir og bætið þá við u.þ.b. 1
mánuði, þannig að botnfall nái
að setjast.
14. Vökvanum fleytt ofan
af botnfallinu í glerflösku,
látið standa í myrki helst á
svölum stað (10-15° C) í nokkra
mánuði. Þeir óþolinmóðu geta
notað felliefni til að stytta
þennan tíma.
15. Vökvanum fleytt ofan af
botnfallinu í lokafleytingu og
sett á flöskur.
16. Fyrir notkun er gott að
hella víninu á karöflu, þar sem
oft verður smávegis botnfall í
flöskunni við stöðu, sem grugg-
ast upp ef verið er að marghella
úr sömu flöskunni.
Fyrir þá sem eru lífrænt þenkj-
andi og vilja sleppa kemískum
efnum er best að nota langan tíma
til að láta gerjun stoppa og grugg
setjast. Auðvitað er hægt að nota
stoppara á gerjunina og felliefni
á botnfallið. Tíminn vinnur með
þeim sem vilja sleppa kemískum
efnunum.
Uppskriftin er fengin hjá Garð-
yrkjufélagi Íslands á vefsíðunni
www.gardurinn.is
Krækiberjavín fyrir þolin-
móða til heimabrúks
Hvílist og endurnærist á berjamónum
Núna þessa dagana er væntan-
lega það sem kalla má háannat-
íð hjá berjatínslufólki. Í samræmi
við gróskutíð í náttúru landsins á
þessu sumri byrjaði berjavertíð-
in með fyrra fallinu þar sem sól-
ar hefur notið mest í sumar. Það
var einkum á norðan- og austan-
verðu landinu sem ber voru orðin
vel þroskuð og tínsluhæf í lok júlí-
mánaðar. Á öðrum svæðum hefur
berjaspretta verið lakari, svo sem
á sunnan- og vestanverðu landinu.
Í Dölum og víðar á Vesturlandi er
berjaspretta þó allgóð, þótt hún sé
talvert lakari en sumarið 2012 þeg-
ar einstaklega mikið var af stórum
og góðum berjum. Hjá fjölda fólks
þykir það sjálfsögð og góð venja að
fara á berjamó og margir ólust upp
við það að tína ber og nýta afurð-
ir úr þeim til heimilisins. Einkum
eru það konurnar sem eru dugleg-
ar að tína ber en margir karlar eru
líka mjög liðtækir á berjamónum.
Ein af áhugasömum berjakon-
um á Vesturlandi sem blaðamað-
ur Skessuhorn hafði spurnir af er
Guðrún Ágústsdóttir fyrrum hús-
freyja á Stóra-Vatnshorni í Hauka-
dal. Hún og maður hennar Árni
Benediktsson voru þar húsbændur
alla sína búskapartíð en fluttu fyr-
ir jólin 2003 í Stekkjarhvamm 12
í Búðardal, þegar yngra fólkið tók
við búskap í Stóra-Vatnshorni.
Þótti sjálfsagt að sinna
vel húsmóðurstarfinu
Guðrún fæddist og ólst upp á bæn-
um Kirkjuskógi í Miðdölum. Hún
segir að þegar hún var að alast upp
hafi margar stúlkur farið í hús-
stjórnarskóla eða kvennaskóla eins
og þeir voru kallaðir í þá daga. „Ég
fór á Staðarfell og þangað fóru
flestar héðan úr Dölunum en sum-
ar fóru á Varmaland,“ segir Guð-
rún. Aðspurð hvort að áhuginn hafi
fljótlega beinst að því að sinna vel
húsmóðurstarfinu, segir hún að
það hafi þótt sjálfsagt mál að kon-
ur sinntu því hlutverki sómasam-
lega. „Það var bara ætlast til þess
og ég byrjað það snemma að búa að
ég þekki ekkert annað en að sjá um
heimilið. Það var ekki fyrr en börn-
in okkar sex fóru að stálpast sem ég
vann nokkur haust í sláturhúsi. Síð-
an eftir að við Árni hættum búskap
starfaði ég í fjögur ár á hjúkrunar-
heimilinu Fellsenda,“ segir Guð-
rún.
Ólst upp við að nýta
berin
Guðrún segist hafa alist upp við
að fara á berjamó og nýta berin
til heimilis. „Ég hef líka alltaf haft
gaman af því að tína ber. Það þótti
ekkert sjálfsagðara en tína berin
og nýta þau til heimilisins eins og
hvern annan vetrarforða. Ég hef
alltaf notið mín vel í berjamónum,
fundið í því hvíld og endurnæringu
bæði á líkama og sál. Stóra-Vatns-
horn hentaði líka einstaklega vel
til berjatínslu. Mjög stutt að fara í
land þar sem jafnan var mikið að
berjum. Stundum fór ég líka lengra
fram í Haukadalinn til að tína eft-
ir því hvernig sprettan var. Þar var
friðsældin ennþá meiri en heima í
Stóra-Vatnshorni, bara fuglasöng-
ur og árniður sumstaðar sem rauf
kyrrðina,“ segir Guðrún. Hún seg-
ir að krækiberin spretti betur þetta
árið en bláberin, en aðalbláberin séu
þó mun betur sprottin en bláberin.
Aðspurð segist hún ekki tína mikið
magn af berjum og það sé mismun-
andi frá sumri til sumars hvað hún
tíni mikið. „Ég hef notað berin bæði
í sultur og saft og stundum nota ég
þau í bökur. Svo set ég lík kræki-
berjasaft á litlar flöskur og geymi
þær til vetrarins. Annars er ég ekki
með neinar nýjungar í þessu. Ég á
því engar eigin uppskriftir og hef
því engu að miðla hvað það snert-
ir,“ sagði Guðrún þegar blaðamað-
ur Skessuhorns kíkti í heimsókn til
hennar í Búðardal í síðustu viku. Þá
var hún nýkomin úr berjatínsluferð
í Stóra-Vatnshorn í Haukadal þar
sem hún bjó ásamt Árna manni sín-
um í 45 ár. þá
Guðrún Ágústsdóttir fyrrum húsfreyja í Stóra-Vatnshorni með ílát full af berjum. Með Guðrúnu á myndinni er yngsta
barnabarnið, Kristvin Guðni Unnsteinsson.
Hægt er að búa til gott og fallegt
rauðvín úr krækiberjum.
Víkingatúr snæfellskra hestamanna
Hestamannafélagið Snæfelling-
ur stóð fyrir kvenna- og karlareið
laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn.
Það var Hesteigendafélag Grund-
arfjarðar sem sá um að skipuleggja
ferðina en hestamenn komu víðs-
vegar að til þessa árlega viðburðar.
Að þessu sinni var riðið frá Naust-
um og um Eyraroddann og endað
í allsherjar veislu á Vatnabúðum.
Víkingaþema var að þessu sinni og
voru reiðmenn hvattir til að klæð-
ast þess háttar búningum og voru
margir mjög svo þjóðlegir í reið-
túrnum. tfk
Hér má sjá mæðgurnar Hrafnhildi Bárðardóttur og Dóru Aðalsteinsdóttur í víga-
legum klæðnaði. Ljósm. tfk.
Ólafur Tryggvason og Brynjar Hildibrandsson eru hér að leggja
í hann. Ljósm. tfk.
Áð um stund.
Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson.
Spjallað við Guðrúnu Ágústsdóttur fyrrum húsfreyju í Stóra-Vatnshorni