Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Næsta bikar­ umferð KKÍ VESTURLAND: Í gær var dregið í 16-liða úrslit Powe- rade-bikarsins, Bikarkeppni KKÍ karla og kvenna. Snæ- fell á bæði karla- og kvenna- lið í keppninni. Úrvalsdeild- arlið Snæfells í kvennaflokki fær heimaleik á móti Fjölni sem leikur í 1. deild. Karlal- ið Snæfells sem einnig er í úr- valsdeild mætir Valsmönnum á Hlíðarenda en Valsmenn leika í 1. deildinni. Hin Vest- urlandsliðin sem eftir eru í keppninni fá erfiðari andstæð- inga ef að líkur lætur, en bæði fá þó heimaleiki. Skallagríms- menn fá Njarðvíkinga í heim- sókn og ÍA efsta lið 1. deildar; Hamar úr Hveragerði. Leik- dagar eru áætlaðir 5.-7. des- ember nk. Einu úrvalsdeild- arliðin sem drógust saman í kvennakeppninni er Hamar og Grindavík. Hjá körlunum drógust m.a. saman Keflavík- Þór Þorlákshöfn, Stjarnan-ÍR og Tindastóll-Grindavík. –þá Rétt nafn ljósmyndara DALIR: Þau leiðu mistök urðu í birtingu ljósmynda frá hausthátíð í Dölum í síðasta Skessuhorni að rangir ljós- myndahöfundar voru nefnd- ir við myndirnar. Það rétta er að Alexandra Rut Jónsdóttir á Skerðingsstöðum tók mynd- irnar nema þá af besta hrút há- tíðarinnar sem Steinþór Logi tók. Beðist er velvirðingar á þessu. –þá Tvö óhöpp í umferðinni LBD: Tvö umferðaróhöpp urðu í Borgarnesi í liðinni viku, bæði án teljandi meiðsla. Í öðru tilvikinu var um nokkuð harða aftanákeyrslu að ræða á kyrrstæða bifreið og var önnur bifreiðin óökufær á eftir. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölv- un við akstur í umdæmi lög- reglunnar í Borgarfirði og í Dölum í liðinni viku. –þá Nú er sá tími kominn sem allir bílar ættu að vera vel búnir til vetrarum- ferðar. Einnig er vert að brýna fyrir ökumönnum að skafa hrím af glugg- um bíla sinna á morgnana til að útsýni til aksturs verði eins gott og mögu- legt er. Spáð eru heldur svölu veðri næstu dagana. Á fimmtudag er útlit fyr- ir strekkings vind úr austri með tals- verðri rigningu suðaustanlands en dá- lítil rigning eða slydda verður í öðr- um landshlutum. Hiti um og yfir frost- marki, mildast syðst. Á föstudag er spáð hvassri norðan- og norðaustan átt, víða snjókoma fyrir norðan, ann- ars rigning eða slydda en úrkomulítið sunnan til. Heldur kólnandi. Á laugar- dag verður áfram norðanátt með élj- um en þurrt sunnan- og vestan til. Á sunnudag úr útlit fyrir breytilega átt og að víða verði léttskýjað. Kalt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns? „Hefur verkfall lækna áhrif á líf þitt eða þinna?“ Fleiri eru þeirrar skoð- unar að það hafi ekki áhrif á líf sitt. „Nei“ sögðu 43,72%, „já“ 32,66% og 23,62% vissu það ekki. Í þessari viku er spurt: Hvað á að kalla kynslóð 20-35 ára? Nýtni er dyggð. Í þessari viku birtum við stutt viðtal við útsjónarsama konu sem nýtir límræmur á frímerkjaörkum til listaverkagerðar. Gerður Guðjóns- dóttir er Vestlendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Má bjóða þér/ykkur á Kúnnakvöld í Model gjafahús Fimmtudaginn 6. nóvember KL: 19:00-22:00 Fjöldinn allur af glæsilegum tilboðum. Svo er líka svo gaman. Ekki missa af þessu !!! -15-30 % Þjóðbraut 1 - Akranesi S: 431 3333 - www.gjafahus.is Horfur eru á að litlar sem engar síld- veiðar verði stundaðar af smábátum við norðanvert Snæfellsnes nú í vet- ur. Engir kaupendur hafa fundist að síldinni. Fyrirtæki sem hafa keypt lagnetasíld af smábátunum undanfar- in ár halda öll að sér höndum og vilja ekki kaupa síld. Stjórnvöld hafa auk þess hækkað leiguverð á síldinni til smábáta um 23% frá því í fyrra. „Hvorki Frostfiskur í Þorlákshöfn, Umbúðir Norðursalts á Reykhól- um hlutu nýverið hin virtu Red Dot verðlaun í Berlín fyrir einstaka hönnun. Meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaun Red Dot um tíðina eru fyrirtæki á borð við Nike, Apple og Pepsí. Auglýsingastofan Jónsson & Le’macks sá um hönnun á um- búðum og merkjum Norðursalts í náinni samvinnu við Norður & Co félagið sem er á bak við framleiðsl- una á saltinu sem að stórum hluta er handverk. Alls bárust Red Dot dómnefndinni 7.096 innsendingar í keppnina og fékk aðeins hluti þeirra sem sendu inn verðlaun fyrir hönn- un sína. Nú þegar hafa umbúðirnar hjá Norðursalti hlotið Lúðurinn frá ÍMARK og FÍT-verðlaunin ásamt því að hafa verið tilnefndar til Silf- urljónsins í Cannes. Norðursalt er komið víða í dreif- ingu á Íslandi, Danmörku og Þýska- landi ásamt því að varan er að koma inn á fleiri markaði á Norðurlönd- unum, í Belgíu og Austurríki á næstu mánuðum. Markmið framleiðand- ans er að hönnun og heildarupplif- un neytenda eigi sér rætur á öllum stigum framleiðslunnar, frá gæðum vörunnar sjálfrar yfir í það að um- búðirnar veiti neytendum þær upp- lýsingar og þægindi sem hjálpa til að gera hversdagsmatinn betri. Hönnunarferlið á umbúðum Norðursalts tók sjö mánuði, þar sem markmiðið var að endurspegla gæði saltsins og það sjálfbæra fram- leiðsluferli sem þar er að baki. Um- búðirnar hámarka því notendaupp- lifun með aðgengilegri skúffu, ásamt því að vera límlausar, sem veldur því að þær brotna hraðar niður í nátt- úrunni eftir notkun. þá Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde hjá Norður & Co og Þorleifur Gunnar Gíslason og Albert Munoz hjá Jónsson & Le’macks með viðurkenninguna. Ljósm. Red Dot. Norðursalt fær virt hönnunarverðlaun Hverfandi líkur á síldveiðum smábáta Agustson hér í Stykkishólmi eða Vignir G. Jónsson á Akranesi hafa nú áhuga á síldinni. Þessi fyrirtæki hafa öll keypt síld af smábátum á undan- förnum árum. Eins og stendur veit ég ekki um neinn sem vill kaupa. Við sjáum fyrir okkur að fara ekkert á síld nú í haust og í vetur. Hér í Stykkis- hólmi halda menn að sér höndum, það eru engir að útbúa sig fyrir síld- ina,“ segir Páll Aðalsteinsson smá- bátasjómaður í Stykkishólmi. Undan- farin ár hefur hann stundað síldveiðar í lagnet inni á sundunum í grennd við Stykkishólm frá haustdögum og fram á vetur. Að sögn Páls hefur aðeins einn smábátur verið á síldveiðum við norðanvert Snæfellsnes það sem af er hausti. Það er Kiddi RE 89. Eig- endur hans munu frysta síldina sjálf- ir. „Ég veit ekki hvort þeir ætla að frysta hana til að nota í beitu eða hvað. Sumir vilja reyndar ekki þessa síld af smábátunum í beitu og segja hana ekki nógu góða sem slíka. Skýr- ingin á því er sjálfsagt sú að það var tekin minnsta síldin sem féll af við frystingu til manneldis. Sú síld var búin að fara í gegnum krapa og vatn og því búið að skola úr henni blóð- vatnið og bragðið. Það yrði sjálfsagt öðruvísi ef menn færu að veiða hana beint til beitu en ekki með manneld- isvinnslu í huga.“ Lítið sést til síldar Páll segir að annars sé lítið af síld gengin inn á sundin vestan Stykkis- hólms þar sem hún hefur verið mest undanfarin haust áður en hún hef- ur tekið strikið inn í Kolgrafafjörð. „Það hefur ekki sést mikið þó þeir á Kidda hafi fengið eitthvað. Nótaskip- ið Jóna Eðvalds frá Hornafirði var hér um daginn að leita. Ég heyrði að þeir hefðu mælt sjávarhitann tveimur gráðum hærri heldur en á sama tíma í fyrra þannig að skilyrðin hafa kannski breyst. Maður veit ekki, kannski kem- ur síldin ekkert hingað í neinum mæli í ár samanborið við fyrri ár.“ Stjórnvöld hækka leiguverð Annað hefur einnig sín áhrif til að áhuginn hefur minnkað fyrir síld- veiðunum. Það er hækkun á leigu- verði fyrir síldarkvótann sem stjórn- völd heimta af smábátasjómönnum vilji þeir nýta þessa auðlind. „Það var gefin út reglugerð um daginn þar sem smábátunum var úthlut- að 800 tonnum samanlagt. Um leið var leiguverðið hækkað úr 13 krón- um í 16 krónur á kílóið samanborið við í fyrra. Manni þykir það nú skjóta skökku við því við höfum verið að fá lægra verð fyrir síldina. Fyrst þegar ég var að byrja á þessu fyrir þremur árum þá fengum við 100 króna jafn- aðarverð fyrir hvert kíló af síld óháð stærð. Í fyrra var það komin niður í 65 krónur fyrir minnstu síldina, 75 krónur fyrir millisíld og 80 krón- ur fyrir þá stærstu,“ segir Páll. Nú hins vegar er útlit fyrir að enginn vilji kaupa neina síld af smábátunum og þar við situr. mþh Páll Aðalsteinsson á Fríðu SH. Myndin er frá því fyrir ári þegar töluvert líflegra var um að litast á bryggjunni í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.