Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 S æ m u n d u r Kristjánsson í Rifi hefur fylgst grannt með lífríki á utanverðu Snæfellsnesi um áratuga skeið. Í því sem eitt sinn var talið eitt stærsta kríu- varp í heimi hafa ekki komist upp ungar sex ár í röð vegna ætisbrests þar sem sand- sílið er nánast horfið. „Það vott- aði örlítið fyrir æti upp úr 10. júlí nú í sumar, en svo var það búið. Í sumar kom krían ekki upp nein- um ungum hér í Rifi. Ég sá held- ur engan unga komast upp hjá rit- unni,“ segir Sæmundur. Lýsing- ar hans á ástandinu staðfesta það sem vísindamenn hafa sagt. „Það eru komin sex ár þar sem segja má að ekki hafi komist upp kríuungi hér um slóðir. Vissulega kemur enn mikið af kríu á vorin en svo hverfur hún. Nú í sumar var það þannig að krían verpti viku seinna en venju- lega. Síðan voru mörg eggjanna með of lina skurn. Þetta er allt ávís- un á alvarlegan ætisskort.“ Sæmundur segist geta ímynd- að sér að eftir svona fjögur til sex ár verði fólk farið að sjá verulega hnignun í fuglalífi á Snæfellsnesi. „Þetta er ekki bara krían og ritan. Það eru líka merki um að eitthvað sé að hjá fleiri tegundum. Til að mynda var fýllinn farinn að verpa hér upp um öll fjöll um miðjan tí- unda áratuginn. Nú sést hann ekki lengur á hreiðrum á stöðum eins og til dæmis í Ólafsvíkurenni. Hann sest heilmikið upp á vorin en verpir ekki. Fuglalífið nú í sumar var bara svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Þetta bitnar svo á dýr- um ofar í fæðukeðjunni, svo sem tófunni. Yrðlingarnir í haust hafa verið miklu styttra á veg komnir í þroska og horaðri en í venjulegu árferði. Maður hefur svo séð við grenin að þar eru sáralítil um- merki um ætisburð af fugli. Það sést mjög lítið af fiðri og öðrum leifum þar eftir fuglaát.“ Eins og þetta sé ekki nóg, þá segir Sæmundur einnig ótíðindi af mó- og vaðfuglum. „Þeim er líka að hraka því mink hefur fjölg- að. Árið 2012 var nánast búið að hreinsa upp mink hér á utanverðu Snæfellsnesi í sameiginlegu veiði- átaki. Svo lagðist það af. Nú er minkurinn vaðandi um allt. Mað- ur sér það líka á andfuglunum. Þeir voru orðnir spakir í fjörun- um en nú hefur komið að þeim miklu meiri styggð en áður vegna þess að minkurinn herjar á þá.“ Aðspurður segist Sæmund- ur telja að veiðar með snurvoð séu skýringin á því hvernig kom- ið er varðandi sandsílið. „Skark- ið með snurvoðinni á sandbotn- inum eyðileggur fyrir sílinu. Það hafði mikið að segja til hins verra þegar þetta veiðarfæri var leyft á Faxaflóa. Ég hef sannfrétt að æt- isástandið hafi til að mynda batn- að mikið í Skagafirði eftir að Jón Bjarnason þáverandi sjávarút- vegsráðherra bannaði snurvoð þar árið 2009. Það á að gera þá tilraun að loka fyrir allar snur- voðaveiðar frá Brimnesi í Bjarn- arhafnarfjall, undir Svalþúfu og á Stapavíkinni,“ segir hann og bæt- ir við að endingu: „Annars er það mjög sorglegt að það skuli ekki fást meiri fjármunir í rannsóknir á lífríkinu. Hér hafa til dæmis ekki verið merktir ungar um margra ára skeið.“ mþh Krían í Rifi hefur ekki komið upp neinum ungum í sex ár Krían í Rifi. Sæmundur Kristjánsson. Náttúruvísindamenn kenna líf­ og vistfræði við FSN Nú í haust hefur sú nýbreytni ver- ið tekin upp að líffræðingar frá Náttúru stofu Vesturlands og Rann- sóknasetri Háskóla Íslands í Stykk- ishólmi hafa sinnt kennslu í nátt- úrufræði við Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga í Grundarfirði. „Við erum með valkúrs hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem nemendur fræðast um náttúru Snæfellsness. Það vantaði kennara og við tókum þetta að okkur sem störfum hér í Stykkishólmi. Róbert Arnar Stef- ánsson forstöðumaður Náttúru- stofu Vesturlands bjó til námskeiðs- lýsingu. Við erum svo að að kenna nemendum ýmislegt um umhverf- ismál og lífríkið, ekki síst út frá því sem við höfum verið að gera hérna í Stykkishólmi, hjá Rannsóknar- setri Háskóla Íslands og Náttúru- stofu Vesturlands,“ segir Jón Einar Jónsson forstöðumaður Rannsókn- arseturs HÍ á Snæflellsnesi. „Verkaskiptingin er þá í stórum dráttum þannig að þau frá Nátt- úrustofunni fjalla um umhverfis- málin, villt spendýr, ágengar teg- undir og þess háttar. Við frá Rann- sóknasetrinu fræðum svo nemend- ur um fuglana og þá einkum út frá okkar starfi í rannsóknum á sjófugl- um við Snæfellsnes. Þetta er í fyrsta sinn sem við gerum þetta,“ segir Jón Einar í samtali við blaðamann. mþh Margar sjófuglategundir við Vesturland á heljarþröm Ástand ýmissa sjófuglastofna við Vesturland er afar slæmt eftir nær linnulausan ætisskort síðastliðinn áratug. Þetta á einkum við um ritu og kríu auk svartfuglatengundirn- ar álku, langvíu, teistu, stuttnefju og lunda. Ungar hafa ekki komist á legg og varpuglum fækkar stöð- ugt. Lífið í björgum og á öðrum varpstöðvum er ekki lengur svipur hjá sjón. Líffræðingar sem stunda fuglarannsóknir standa ráðþrota gagnvart ástandinu. Þeir horfa fram á að sumar tegundir hverfi nán- ast alveg innan fárra áratuga fari ástandið ekki að batna. Tjónið fyrir lífríki og náttúru Vesturlands yrði gífurlegt. Jón Einar Jónsson dýravistfræð- ingur er forstöðumaður Rann- sóknaseturs Háskóla Íslands á Sæ- fellsnesi. „Heilt yfir þá er staðan mjög slæm hjá þessum fuglateg- undum sem lifa af sandsílinu; svart- fuglinum, ritunni og kríunni. Það er kominn áratugur eða meira af þessari ördeyðu með litlu æti og mislukkuðu varpi sem aftur þýð- ir að nýliðunin er lítil eða nánast engin,“ segir Jón Einar í samtali við Skessuhorn. Aðspurður hvort menn sjái nú fram á algert hrun í stofnum ein- stakra tegunda svarar Jón Einar: „Ég þori ekki að segja til um það. Miðað við þær tölur sem maður hefur séð samhliða spálíkönum, t.d. frá Norðurlandi, þá gætu fuglar þó verið horfnir úr sumum varpstöð- um innan fimm til tíu ára. Svart- fugl getur náð 30 ára aldri og krí- an 20 ára. Stofnarnir geta því stað- ið af sér nýliðunarbrest í einhver ár án þess að brotna saman. Miðað við það hvað nýliðunin hefur ver- ið léleg á undanförnum árum þá er full ástæða til að hafa mjög þungar áhyggjur í dag.“ Ástand sjófuglastofna við Vest- urland virðist því síst betra en ann- ars staðar við landið svo sem í Vest- mannaeyjum og fyrir Norðurlandi. Í síðustu viku birti Náttúrustofa Norðausturlands frétt á heima- síðu sinni. Þar er vakin athygli á mjög óheillavænlegri þróun í fugla- fjölda bæði í Grímsey en þó eink- um í Skoruvíkurbjargi á Langanesi. Þaðan eru til samfelld talningagögn frá 1986. Í kringum 2005 var ritan að koma upp 1,0 unga á hreiður, en síðastliðin fjögur ár hefur hlutfall- ið verið frá 0,0 upp í 0,45 þegar það er skást. Fjöldi tegunda í vandræðum Heilt yfir þá segir Jón Einar að niðursveifla í sjófuglastofnum við Vesturland sé staðreynd sem ekki verði lengur horft framhjá. „Svart- fugli hefur fækkað við Snæfellsnes; langvíu, stuttnefju, álku og teistu. Hið sama er að segja af ritu og kríu. Það virðist ekkert lát á þess- ari óheillaþróun. Fjöldi svartfugla virtist reyndar standa í stað hérna við innanverðan Breiðafjörð á milli 2013 og 2014 en heilt yfir þá eru þeir miklu færri en þeir voru. Þetta sést mjög vel ef skoðaðar eru ljós- myndir af rituvarpi hér í Breiða- firði. Sjáið t.d. gamlar myndir af Elliðaey, Þúfubjargi og björgun- um við Arnarstapa. Hvíti liturinn í klettunum sem kemur frá dritinu er greinilega á undanhaldi.“ Sem augljóst og aðgengilegt dæmi sem oft hefur verið ferða- fólki til augnayndis nefnir Jón klakkinn við útsýnispallinn í höfn- inni á Arnarstapa. „Þarna voru 26 hreiður 2011 og sex hreiður 2013. Í sumar voru þarna tólf hreiður. Það hefur líka verið langvarandi fækk- un hjá stuttnefjunni. Þetta er norð- urslóðafugl sem finnst ekki sunnan Íslands, ólíkt flestum hinum svart- fuglategundunum. Hún er mikið á undanhaldi. Það er stuttnefjuvarp úti í Skálasnaga í Svörtuloftum og Þúfubjargi. Það kvarnast alltaf úr því frá ári til árs. Því miður.“ Vita ekki hvenær botninum sé náð Jón Einar segir erfitt að spá um hvenær botninum sé náð í svona ástandi. „Niðursveifla síðustu ára virðist halda áfram, vegna skorts á sandsíli. Sjómenn hér á Snæfells- nesi þekkja vel til hegðunar og út- breiðslu sandsílisins enda er það lykilegund í lífríkinu sem æti bæði fyrir fugla og fiska. Þeir segja að fyrri sílisgangan komi að nesinu í Faxaflóa og Breiðafirði snemma á sumrin. Það eru þá smásíli sem fullorðnir fuglar, eins til dæmis krían, bera hvor í aðra. Karlfugl- arnir færa kvenfuglunum mat áður en varp hefst. Svo er það stærra síl- ið sem ætti að koma síðsumars. Það kemur bara ekki segja sjómenn og við sjáum þetta á fuglinum. Kríu- varp á og við Snæfellsnes er orðið afskaplega lítilfjörlegt. Bæði í Rifi sem eitt sinn var talið með heimsins stærstu, en líka á öðrum stöðum eins og við Arnarstapa.“ Minni varpstöðvar virð­ ast eiga betri möguleika Eini ljósi pukturinn varðandi kríuna er að minni varpstöðvar við innan- verðan Breiðafjörð virðast þola hall- ærið betur en stóru kríuvörpin ut- arlega á Snæfellsnesi sem eitt sinn voru talin náttúrugersemar og með þeim stærstu í heimi. „Innst við Breiðafjörðinn eru minni vörp. Á sumum stöðum er svo að sjá að þess- ar litlu einingar virðist af einhverj- um ástæðum eiga meiri möguleika á að komast af.“ Jón Einar Jónsson segir að ritan sé í sömu vandræðum og krían. „Öll rituvörpin vestanlands eru á niður- leið nema í Hvítabjarnarey hér aust- ur af Stykkishólmi. Þar er lítið varp. Það er eins og með kríuna að svo- leiðis vörp virðast eiga betri mögu- leika í svona hallæri,“ segir for- stöðumaður Rannsóknaseturs Há- skóla Íslands á Snæfellsnesi. mþh Jón Einar Jónsson fuglavistfræðingur og forstöðumaður Rannsóknarseturs Há- skóla Íslands á Snæfellsnesi sem staðsett er í Stykkishólmi. Dauður kríuungi í varpi í Hvalfirði í sumar. Þar rétt svo náðu sumir ungar að verða fleygir en drápust svo unnvörpum eins og svo víða á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.