Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Gerður Guðjónsdóttir hefur búið við Reynigrund á Akranesi síðustu sextán árin. Þar býr hún ásamt eig- inmanninum Ásgrími Gísla Ás- grímssyni og fjórum dætrum á aldr- inum 10 - 22 ára. Gerði er margt til lista lagt og hefur lagt stund á ýmsa handavinnu í gegnum tíðina. Nú hefur hún vakið athygli fyrir mynd- ir sem hún gerir, úr afrifum utan af frímerkjum, en Gerður sýndi myndirnar á samsýningu sem hald- in var á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Höfða í tilefni Vökudaganna. Hefur prófað ýmislegt Gerður er alin upp á Álftanesi en á ættir að rekja til Þverfells í Lund- arreykjardal og á Vestfirði. Hún fluttist á Akranes sama ár og göng- in voru opnuð, ásamt eiginmanni sínum dætrum. „Við fluttum hing- að frá Rifi, þar sem við kynntumst. Maðurinn minn er frá Skagafirði og við vildum festa rætur og búa mitt á milli fjölskyldna okkar. Val- ið stóð á milli Akraness og Sauðár- króks og Skaginn varð fyrir valinu,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. Gerður sýnir blaðamanni handverk sem hún hefur gert í gegnum tíð- ina og augljóst er að hún er mjög handlagin. „Ef mig langar að gera eitthvað, þá geri ég það bara. Ég hef prófað ýmislegt; gert upp hús- gögn, málað með olíulitum, heklað, prjónað, saumað út og málað á tré, svo eitthvað sé nefnt. Einnig hef ég gert allar stærðir og gerðir af tága- körfum,“ segir hún um handavinn- una. Þá leiðbeindi hún í handavinn- unni á Höfða í nokkur ár en hætti í kjölfar fæðingar yngstu dóttur sinnar fyrir tíu árum. „Eftir að hún fæddist langaði mig að gera eitthvað annað. Þá fór ég að vinna á pósthús- inu, þar sem ég vann í sjö ár. En nú er ég nýbyrjuð aftur á Höfða, starfa í eldhúsinu þar en leysti af í handa- vinnunni í sumar.“ Fyrsta myndin af Akrafjalli Fyrir tveimur árum datt Gerði í hug að fara að nýta afrifur utan af frímerkjaörkum í myndir. Þær hafði hún fengið hjá Íslandspósti, þar sem hún starfaði á þeim tíma. „Hjá Póst- inum setti ég saman frímerkjamöpp- ur sem gefnar eru út fyrir frímerkja- safnara á hverju ári. Þetta voru um fimmhundruð möppur með um 20 frímerkjum hvor. Frímerkin koma í örkum, sem rífa þarf utan af. Efnið er í alls kyns litum, með lími aftan á eins og frímerkin sjálf. Ég safnaði þessum afrifum saman og ákvað að henda þeim ekki, þótt ég vissi ekk- ert hvað ég ætlaði að gera við þetta,“ útskýrir Gerður. Að sögn hennar datt henni skyndilega í hug að nýta afrifurnar í að gera mynd af Akra- fjalli. „Ég settist niður og teiknaði hana fyrst. Ég byrjaði svo að líma afrifurnar á og hætti ekki fyrr en ég var búin með myndina. Ég sat í marga klukkutíma við þetta.“ Hún segist hafa orðið ánægð með mynd- ina og ákveðið að gera fleiri. „Næst gerði ég Snæfellsjökul, hann er mér kær. Svo kom bara hver myndin á eftir annarri,“ bætir hún við. Forstjórinn pantaði mynd Gerður segir að fólk spyrji hana oft- ast að því hvernig henni datt þetta í hug þegar það sér myndirnar. Hún segist eiginlega ekki vita það. „Þetta bara kom til mín einhvern veginn,“ segir hún. Hún kannast ekki við að fleiri séu að nýta afrifur utan af frí- merkjum, í það minnsta ekki hér- lendis. „Ég held að þessu sé al- mennt hent. Ég hef allavega ekki fundið neitt þessu líkt á netinu. Það má kannski helst líkja þessu við svo- kallaðar „collage“ samklippur þar sem fólk nýtir rifur úr dagblöðum og tímaritum og býr til myndir úr þeim.“ Hún segir að margir haldi að afrifurnar séu hvítar að lit og að hún hafi málað myndirnar. Svo er ekki, hún flokkar afrifurnar eftir litum, klippir þær og rífur og púsl- ar þeim svo saman. „Ég veit ekkert hvað ég er að gera. Þetta er heil- mikið púsl og fiff,“ segir hún hóg- vær. Myndirnar eru orðnar átta tals- ins og hefur Gerður nú þegar selt tvær þeirra. „Önnur er af Herðu- breið, hún hangir í anddyrinu hjá Frímerkjasölunni í Reykjavík. Svo pantaði forstjóri Íslandspósts eina af Heimakletti. Sú mynd hangir á pósthúsinu í Vestmanneyjum.“ Viðbrögðin eru góð Enginn annar á heimilinu er í hand- verkinu með Gerði en þó eru flestir í fjölskyldunni að vinna með hönd- unum. Eiginmaður Gerðar er vél- virki og starfar hjá Kraftvélum í Kópavogi. „Hann er mjög fær við- gerðamaður og hefur meðal ann- ars verið sendur til Litháen, Nor- egs og Færeyja í viðgerðir.“ Tvær af dætrum Gerðar ætla að feta í fót- spor hans og eru að læra vélvirkjun í FVA. „Þeim finnst mjög gaman í vélvirkjanum, þar sem þær fá með- al annars að smíða úr tré og járni. Elsta dóttir mín er mjög flink í and- litsförðun og hyggur á nám í því,“ segir Gerður en yngsta dóttirin er enn í grunnskóla. Gerður segist að endingu ætla að halda áfram að gera myndir úr afrifum utan af frímerkj- um. „Mér finnst þetta mjög gaman. Sýningin á Vökudögunum er frum- raun mín á því sviði. Mig langaði bara að fá viðbrögð við myndunum, hvort ég ætti að halda þessu áfram eða ekki. Þetta er mitt hugarefni og viðbrögðin voru mjög góð.“ grþ Í síðasta tölublaði Skessuhorns get- ur að líta auglýsingu frá Hvalfjarð- arsveit um tvær lausar stöður. Það er staða skipulags- og umhverfis- fulltrúa og staða félagsmálastjóra. Fyrra starfið er nýtt embætti innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. „Hval- fjarðarsveit hefur til þessa not- ast við aðkeypta þjónustu skipu- lagsfulltrúa. Þetta er málaflokk- ur sem hefur verið að stækka mjög undan farið enda mikið um að vera í skipulagsmálum innan sveitar- félagsins. Þar má nefna uppbygg- ingu á Grundartanga, sumarhúsa- byggðir og fleira. Þetta er orð- ið all umfangsmikið. Við höfum því ákveðið að fara þá leið að búa til stöðu skipulags- og umhverfis- fulltrúa. Titillinn umhverfisfulltrúi felur í sér að við bætum ýmislegu við þessa stöðu varðandi umhverf- ismálin hér í Hvalfjarðarsveit, bæði náttúruvernd sem og umhverfis- og hreinlætismál,“ segir Skúli Þórðar- son sveitarsjóri Hvalfjarðarsveitar. Auk þessa er svo auglýst eftir nýj- um félagsmálastjóra en núverandi starfsmaður hefur sagt starfi sínu lausu. Umsóknarfrestur fyrir bæði störf rennur út 7. nóvember nk. mþh Rafræn áskrift Pantaðu núna og þú færð fyrsta mánuðinn frían Ný áskriftarleið Fyrir 1950 kr,- á mánuði færð þú aðgang að nýjasta tölublaði Skessuhorns ásamt eldri árgöngum Svona pantar þú áskrift: Hringdu í okkur í síma 433 5500 Sendu okkur póst á askrift@skessuhorn.is Pantaðu á vefnum www.skessuhorn.is Stofna stöðu skipulags­ og umhverfisfulltrúa Gerir óvenjuleg listaverk úr afrifum af frímerkjum Kútterinn og Vitinn eru meðal eftir- lætis mynda Gerðar. Gerður Guðjónsdóttir býr til óvenjulegar myndir úr afrifum utan af frímerkjum. Hér má sjá afrifurnar sem Gerður notar við gerð myndanna. Nýjasta mynd Gerðar er af lunda sem stendur á Heimakletti og horfir á Eyjafjalla- jökul.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.