Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Menningarhátíðin Vökudagar á Akranesi var sett síðast- liðinn fimmtudag og mun standa til næsta sunnudags, 9. nóvember. Fjölmargir viðburðir hafa verið á dagskránni þessa fyrstu daga og er dagskráin þétt skipuð. Að sögn við- mælenda Skessuhorns er vel látið af dagskrá og margt sem gleðji auga og eyru. Alls eru á fimmta tug viðburða á Vöku- dögum að þessu sinni. Um næstu helgi verða meðal annars tónleikar Karlakórsins Hreims í Tónbergi, leiksýning í Bíó- höllinni, dansleikur með Páli Óskari á Gamla Kaupfélaginu og Þjóðahátíð Vesturlands haldin í íþróttahúsinu við Vestur- götu, svo eitthvað sé nefnt. Þá eru fjölmargar sýningar opnar víðsvegar um Akranes, bæði myndlistar- og ljósmyndasýn- ingar. Það er því áframhaldandi menningarveisla í vændum næstu daga á Akranesi. Tíðindamenn og ljósmyndarar Skessuhorns hafa verið á ferðinni á Vökudögum og komið við á ýmsum viðburðum. Hér má sjá svipmyndir frá nokkrum þeirra. grþ Menningarveisla á Vökudögum Opnunarviðburður Vökudaganna var þegar Hanna Þóra og Sveinn Arnar héldu hádegistónleika í Akranes- kirkju. Ljósm. þá. Fjör og læti voru á Bókasafni Akraness þegar haldin var afmælisveisla fyrir yngri kynslóðina, en bókasafnið fagnar 150 ára afmæli um þessar mundir. Ljósm. grþ. Rósa Sveins hélt kaffihúsatónleika í Tónbergi síðastliðinn sunnu- dag. Hér er hún ásamt Daníel Helgasyni gítarleikara og Kristofer Rodriguez Svönusyni trommuleikara. Ljósm. Jónas Ottósson. Fyrir utan hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða er bekkur sem hefur verið graffaður með hekli og prjóni í tilefni Vökudaganna. Ljósm. grþ. Karategjörningur var sýndur þegar Sýning hinna glötuðu verka var opnuð í Guðnýjarstofu á Safnasvæðinu. Ljósm. ki. Núverandi og fyrrverandi bæjarlistamennirnir Erna Hafnes og Dýrfinna Torfadóttir eru með samsýningu í Vitakaffi á Vökudögum. Ljósm. ki. Fjöldi fólks hlustaði á tónleika Sveins Arnars í regninu fyrir utan Akraneskirkju. Tónleikarnir voru hluti af viðburðaröð sem kallaðist Fjögurra turna tal. Ljósm. grþ. Rökkurtónar Kammerkórs Akraneskirkju hljómuðu vel á Bókasafni Akraness á sunnudaginn var. Ljósm. ki. Á samsýningu starfsfólks, íbúa og dagdeildarfólks á Höfða mátti finna margt fallegt. Ljósm. ki. Margir mættu á tónleika Karlakórsins Svana á Vitakaffi síðastliðið sunnudagskvöld. Ljósm. ki. Nemendur og kennarar úr Grundaskóla sýndu verk á sýningunni Lítum okkur nær sem sýnd var í Gömlu stjórnstöðinni í Sements- verksmiðjunni. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.