Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Kauptilboð sem bárust í tvær ríkis- jarðir á Vesturlandi sem auglýstar voru til sölu í sumar hafa gengið til baka. Jarðirnar hafa verið auglýst- ar að nýju á vef Ríkiskaupa. Mikill áhugi reyndist fyrir þessum jörðum þegar þær voru auglýstar í sumar. Þetta eru jarðirnar Litli-Kambur í Breiðuvík á Snæfellsnesi og Iðunn- arstaðir í Lundarreykjadal í Borg- arfirði. Átján tilboð bárust í Litla- Kamb og var afar breytt bil á milli tilboðsupphæða. Það lægsta var upp á tæpar tvær milljónir en það hæsta 180 milljónir. Í jörðina Iðunnar- staði bárust 23 tilboð. Þar var hæsta boð upp á 40 milljónir króna. Þeg- ar á reyndi gat sá sem átti hæsta til- boðið í Litla-Kamb ekki staðið við það. Hæsti tilboðsgjafi í Iðunnar- staði óskaði eftir að falla frá tilboð- inu en Ríkiskaup hafði samþykkt hæstu tilboð í báðar jarðirnar. Auk Litla-Kambs og Iðunnarstaði eru nú auglýstar til sölu hjá Ríkiskaup- um Stóra-Hraun við Eyrarbakka og Hlíðarberg í Hornafirði. Jörðin Litli-Kambur er 190 hekt- arar með húsum sem byggð voru á árabilinu 1940-1979. Brunabóta- matið á jörðinni er 57 milljónir og fasteignamatið er á sautjándu millj- ón króna. Litli-Kambur var síðast í ábúð fyrir tveimur árum og eng- in framleiðslukvóti fylgir jörðinni. Iðunnarstaðir er 980 hektarar, að mestu fjalllendi. Brunabótamat er tæpar 30 milljónir og fasteignamat eigna á tíundu milljón króna. Fast- eignir jarðarinnar eru tilgreindar í auglýsingu gamlar og illa farnar og íbúðarhúsið ónýtt. Iðunnarstað- ir eiga aðild að Veiðifélagi Gríms- ár og Tunguár og er fasteignamat veiðiréttinda 9,8 milljónir. Þá fylgir með sölunni á Iðunnarstöðum 70,9 ærgilda greiðslumark. þá Framkvæmdum við nýja hótel- byggingu í Húsafelli miðar vel. „Við hófumst handa við að grafa fyrir grunninum í maí. Svo voru sökklar steyptir í júní og byrjun júlí. Þetta eru að hluta til tvær hæðir. Miðkjarninn er með uppsteyptum burðarveggjum á tveimur hæðum en ystu einingarnar sitt hvoru meg- in verða úr timbri. Steypuvinnu lýkur um miðjan nóvember. Fyrstu einingarnar í timburhlutann rísa svo strax eftir það. Kannski verð- ur reisugildi fyrir jól. Það er stefnt að því að Hótel Húsafell standi til- búið að taka á móti fyrstu gestum á þjóðhátíðardaginn 17. júní næsta sumar,“ segja þau Þórður Krisleifs- son og Edda Arinbjarnar hjá Ferða- þjónustunni Húsafelli. Veitinga- staður fyrir 90 manns verður í hót- elinu. Hann verður á vegum sömu aðila og rekið hafa veitingastaðinn Galito á Akranesi. Hótel byggt af fólki úr héraði Heildarkostnaður við byggingu hótelsins er 460 milljónir króna. Þórður segir að boðið verði upp á 36 tveggja manna herbergi. Við stefnum á að þetta verði fjögurra stjörnu hótel með svokölluð- um „a la carte“ veitingastað. Þarna verður hægt að vera með ráðstefn- ur, taka á móti ýmsum hópum, halda sýningar og hvaðeina.“ Það er Eiríkur J. Ingólfsson húsa- smíðameistari í Borgarnesi sem sér um byggingu hótelsins. „Þetta er allt fólk héðan úr héraði sem kem- ur að þessu verkefni. Iðnaðarmenn- irnir sem nú starfa við byggingu hótelsins koma hingað daglega úr uppsveitunum og neðan úr Borg- arnesi. Maður sér alltaf bílalestina koma á morgnana og fara á kvöld- in. Hér eru þeir svo með góða að- stöðu í vinnuskálum, þar á meðal eigin kokk sem eldar fyrir þá mat og reiðir fram kaffi,“ segir Edda. Þegar farnar að berast pantanir Bókanir eru þegar hafnar í Hót- el Húsafell. Edda segir að það sem af er séu það mest hópar erlendra ferðamanna sem hafi boðað komu sína. „Við erum þó með einn ís- lenskan hóp í september á næsta ári sem kemur til að halda ráðstefnu og verður þá nánast með allt hótel- ið. Í tengslum við gestina sjáum við svo fyrir ýmiss konar afþreyingu. Aðal atriðið er að veita góða og persónulega þjónustu. Það er mjög hátt skrifað á skalanum hjá ferða- fólki, ekki síst því erlenda. Þau vilja líka fá að upplifa eitthvað sérstakt og einstætt og af slíku er og verð- ur nóg að taka hér á Húsafelli og í nágrenni. Hér er fjölbreytt náttúra og margt að skoða. Ísgöngin sem verið er að gera í Langjökli opna í maí næstkomandi. Svo er Páll Guð- mundsson auðvitað hér með vinnu- stofur sínar og aðra aðstöðu. Síð- an má nefna að kirkjan hér á Húsa- felli, sem er afar sérstakt og merki- legt hús, var gerð upp á þessu ári. Hún er kjörin bæði til helgihalds og sem hús fyrir ýmsa menningarvið- burði.“ Eigendur Galito með veitingarnar Þórður Kristleifsson bætir við að sundlaugin í Húsafelli verði auð- vitað opin hótelgestum. „Hér er líka flugvöllur. Það er fyrirtæki að skoða möguleika á að vera með vél hér á vellinum næsta sumar til að bjóða upp á flug með ferðamenn. Möguleikarnir eru mjög miklir.“ Glæsilegur veitingastaður verð- ur í Hótel Húsafelli. Eigendur veitingahússins Galito á Akranesi hafa tekið að sér að sjá um rekst- ur hans. Gluggar veitingastaðarins verða stórir með afar fallegu útsýni. „Við ætlum að verða með þriggja til fimm rétta matseðla. Þarna verður pláss fyrir 90 manns, auk þess sem hótelið verður útbúið með tveimur minni veislusölum,“ segir Þórður Þrastarson matreiðslumeistari og einn eigenda Galito. mþh Nýlega auglýsti Snæfellsbær eft- ir áhugasömum aðilum um hugs- anlegt samstarf um rekstur lík- amsræktarstöðvar. Þannig háttar til um þessar mundir í Snæfellsbæ að Sólarsport, sem Gylfi Scheving og kona hans Jóhanna Hjelm hafa rekið við Ólafsbraut um árabil, er að hætta starfsemi væntanlega í lok þessa mánaðar. Kristinn Jónas- son bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að bærinn vildi gjarnar greiða fyrir því að líkamsræktarstöð yrði starfrækt áfram í Snæfellsbæ og til þess ætlað ónotað húsnæði í sundlaugarhúsinu. Hann sagði að í dag væri gerð krafa um að aðstaða til líkamsræktar væri í hverju bæjar- félagi. „Það er hugsað að við getum hjálpað til á þennan hátt og leigan yrði þá sanngörn,“ sagði Kristinn. Aðspurður sagði hann að engin af- staða hefði verið tekin til þess hvort þarna kæmi inn sá sem hugsan- lega kaupir búnað og tæki frá Sól- arsporti eða annar aðili. Kristinn var nýkominn úr fríi á mánudags- morgun þegar haft var samband við hann en þá vissi hann ekki hvort eða hverjir hefðu sýnt aðstöðunni í sundlaugarhúsinu áhuga. Þá náðist ekki í Sigrúnu Ólafsdóttur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem tók við umsóknum, en hún hafði einnig verið í fríi. þá Horft til norðurs. Iðunnarstaðir í Lundarreykjadal fremst á mynd en fjær er m.a. Brenna. Ljósm. Mats Wibe Lund. Kauptilboð gengu til baka í tvær ríkisjarðir á Vesturlandi Íbúðarhúsið á Litla - Kambi í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Vanýtt pláss er í nýja sundlaugarhúsinu sem ætlað er fyrir líkamsræktarstöð. Snæfellsbær í samstarf um líkamsræktarstöð Markmið hönnuða hótelsins er að það falli sem best inn í fallegt og viðkvæmt umhverfi Húsafells. Hér er tölvugerð mynd af hótelinu í umhverfi sínu ofan við sundlaugina. Nýtt fjögurra stjörnu hótel að rísa í Húsafelli Grunnur hins nýja Hótels Húsafells eins og hann lítur út í dag. Stefnt er að opnun 17. júní á næsta ári. Hótelið rís rétt ofan við sundlaugina og þjónustumiðstöðina í Húsafelli. Þórður Kristleifsson og Edda Arin- bjarnar í Húsafelli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.