Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Menningarverðlaun Akraness voru afhent við fjölmenna athöfn í húsa- kynnum Bókasafns Akraness síð- astliðinn fimmtudag. Verðlaunin voru afhent í áttunda sinn en þau hafa verið veitt einstaklingi eða hópum sem þótt hafa skarað fram úr í menningarlífi á Akranesi. Eins og jafnan var núna óskað eftir til- nefningum frá bæjarbúum. Verð- launin komu að þessu sinni í hlut Heiðrúnar Hámundardóttur tón- menntakennara í Brekkubæjar- skóla, en hún kennir einnig við Tónlistarskólann á Akranesi og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ing- þór Bergmann Þórhallsson for- maður menningarmálanefndar Akraness gat þess þegar hann af- henti verðlaunin að þau kæmu nú í hlut einstaklings sem varið hefði miklu af sínum tíma til að vinna með ungu fólki, kveikja áhuga þess fyrir tónlist og hvetja það áfram til góðra verka. Heiðrún hafði m.a. frumkvæði að því að stofn- uð var tónlistarbraut á unglinga- stigi í samstarfi Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Tónlistarskólans á Akranesi. Heiðrún hefur í seinni tíð ver- ið annar af verkefnisstjórum verk- efnisins Ungir-Gamlir. Hún hefur ásamt Flosa Einarssyni farið á liðn- um árum með hóp nemenda frá báðum grunnskólunum á Akranesi í tónlistarferðir til Svíþjóðar. Hún stjórnaði Skólahljómsveit Akraness um árabil með myndarbrag. Heið- rún samdi og leikstýrði söngleikn- um „Elskaðu friðinn“ ásamt Samú- el Þorsteinssyni samkennara sín- um sem settur var upp á vegum Brekkubæjarskóla í Bíóhöllinni í maí 2012. Nýjasta verkefnið sem Heiðrún kemur að er verkefnið Europe-12 points, European song Contest sem sótt var um ásamt átta skólum í Evrópu. Frá því verkefni var einmitt sagt frá í Skessuhorni í liðinni viku. Heiðrún fer á fund til undirbúnings verkefninu ásamt Samúel Þorsteinssyni nú í nóvem- ber. Þakklát nemendum sínum Heiðrún segist stolt af þessari við- urkenningu. „Ég er þakklát öllu mínu samstarfsfólki því yfirleitt hefur ég unnið með fleirum að verkefnunum. Ég er líka stolt af nemendum mínum sem hafa kennt mér ýmislegt,“ sagði Heiðrún þeg- ar hún hafði tekið við menningar- verðlaununum. Hún kvaðst líka vera þakklát nemendum sínum, en þeir neituðu að spila við athöfnina og voru með því að sýna tónlistar- kennurum samstöðu í verkfallinu. „Þeir hafa tekið eftir því að ég hef beitt mér í kjara- og stéttarbarátt- unni,“ sagði Heiðrún. Heiðrún byrjaði tónlistarnám sitt í tónlistarskólunum á Akranesi og Seltjarnarnesi. Hún lauk tón- menntakennaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík árið 1999 og stundaði nám árin 2002-2005 í jazzsöng í Tónlistarskóla FÍH. Að auki nam hún rytmíska músík og fleira í Det Jyske Musikkon-serva- torium í Árósum, sem hún lauk árið 2009. þá Fólk er mismunandi ráðdeildar- samt og sem betur fer hefur mörg- um landsmönnum tekist að leggja til hliðar fyrir efri árin. Í tímans rás hefur fólk gjarnan spáð og spek- úlerað í hvort þessi eða hinn eigi mikið eða lítið undir koddanum. Sjálfsagt hefur þetta orðatiltæki „að eiga undir koddanum“ orðið til áður en peningastofnanir fóru al- mennt að bjóða fýsilegar ávöxtun- arleiðir á peningum eða jafnvel að leigja út bankahólf þar sem hægt var að geyma fjármuni á örugg- an hátt. Í kjölfar hrunsins 2008 var mikið í umræðunni að sökum van- trausts fólks á bönkunum væri það farið að geyma sparifé sitt heima fyrir. Margir höfðu hreinlega tek- ið peninga sína út úr bönkunum og ákveðið að taka ekki áhættu með framtíð nýju bankanna. Einkum var fullorðna fólkið nefnt í þessu sam- bandi. En auk þess að peningar und- ir koddanum bera ekki ávöxt undir kodda eða í sokkaskúffu, eru á því fleiri dökkar hliðar. Nú hefur það í tvígang gerst með skömmu millibili að brotist hafi verið inn í hús á Vest- urlandi og stolið þaðan umtalsverð- um peningaupphæðum. Í báðum tilfellum voru peningarnir geymd- ir í peningaskápum á heimilum fólks. Vegna þessa hefur sú almenna spurning vaknað, hvers vegna fólk geymi peninga í heimahúsum. Er vantraust á bönkunum enn svona mikið, eða liggja aðrar ástæður að baki. Gæti ástæðan ekki verið sú að eldra fólk er að verjast skerðingu á tekjum frá lífeyrisjóðum og Trygg- ingastofnun ríkisins, sem og að komast hjá greiðslu fjármagnstekju- skatts? Í sumum tilfellum gæti jafn- vel verið um að ræða afrakstur fyrir svarta vinnu, þótt það sé engan veg- inn víst. Það skal skýrt tekið fram að hér er verið að tala um hugsanleg- ar skýringar og tengjast ekki á neinn hátt fyrrgreindum málum sem upp hafa komið í landshlutanum. Á aldrei að geyma peninga heima Þeirri spurningu var beint til rann- sóknarlögreglunnar á Vesturlandi hversu mikil skynsemi sé í því að geyma peninga í læstum hirslum heima. Jónas H Ottósson rann- sóknarlögreglumaður á Akranesi sagði að það væri aldrei skynsam- lagt. Hann sagði að umferð væri um heimilin, ekki bara venslafólk eða gest- ir, heldur einnig við- gerða- og þjónustu- menn sem kæmu á heimilin í sinni vinnu. Umtal gæti spunnist út af slíkum heimsóknum svo sem ef peningaskápur sést á heimilinu og hætt- an sú að það spyrj- ist út til óvandaðra. Þá væru dæmi þess að fólk segði frá því á fjölförnum stöðum að það geymdi fjármuni heima hjá sér. Þetta væri án efa skýringin á því að brotist væri inn á heimili og pen- ingum stolið. Jónas sagði reynsl- una af svona innbrotum þá að ef ekki takist að upplýsa málin strax á fyrstu sólarhringum yrði rannsókn- in mjög erfið. Við mjög lítið væri að styðjast í slíkum rannsóknum. Fyrstu viðbrögð við innbrotum í heimahús almennt ættu að vera að kalla til lögreglu strax og yfirgefa íbúðina eða húsið sem fyrst, til að skemma ekki gögn sem á vettvangi kynnu að leynast, svo sem skóför, fingraför eða annað. Aðeins brotabrot fæst út úr tryggingum Þegar tryggingamál þeirra sem lenda í að peningum þeirra er rænt af heimilum eru skoðuð, kemur í ljós að viðkomandi einstaklingur stendur afar illa í tryggingalegu tilliti. Ráðgjafi hjá tryggingafélagi sagði í samtali við blaðamann að í reglum í sambandi við innbús- tryggingu væri ekki gert ráð fyrir að mikið reiðufé væri geymt inni á heimilum. Vegna innbrota væri að hámarki greitt 1% vátrygg- ingarupphæðar vegna horfins reiðufjár. Sé til dæmis vátrygg- ingarupphæð á innbúi 15 millj- ónir króna fást aðeins greiddar 150.000 krónur vegna peninga sem hafi verið geymdir á heim- ilinu. Ekki krónunni meira og skiptir þá engu þótt takist að færa sönnur á að mun meiri peningar hafi horfið í innbrotinu. Trygg- ingaráðgjafinn sagði blaðamanni að þessir skilmálar í innbústrygg- ingunni væru gagngert til þess að fólk væri síður að geyma reiðufé inni á heimilum sínum. Framfærslan skert vegna fjármagnstekna Vilhjálmur Birgisson formað- ur Verkalýðfélags Akraness seg- ir að starfsfólk verkalýðsskrif- stofunnar fái oft fyrirspurnir frá fólki og það ræði um sín lífeyr- is- og fjármál. Vilhjálmur telur að fólk geymi peninga inni á heimil- um vegna samblands af vantrausti á bankana og þeirri staðreynd að lífeyrisgreiðslur og tekjutrygging eru skert ef viðkomandi hafi aðrar tekjur, svo sem af inneign í banka. Þegar blaðamaður spurðist fyr- ir hjá Tryggingastofnun um um- rædda skerðingu á tekjum kom í ljós að það er fjár- magnstekjuhlut- inn sem er skert- ur. Segjum svo að einstaklingur kom- inn á lífeyrisaldur eigi inneign í banka upp á tíu milljónir króna. Fjármagns- tekjur af þeirri eign eru líklega að með- altali um 25 þúsund krónur á mánuði, að frádregnum fjár- magnstekjuskatti sem er 20%. Blaða- maður setti tilbúið dæmi í þessa veru í reiknivélina á vef Trygginga- stofnunar ríkisins. Í því var miðað við að lífeyrisþegi fengi um 100 þúsund króna greiðslu úr lífeyris- sjóði og væri þar með um helming skattkortsins og hinn helminginn hjá Tryggingastofnun. Þá kem- ur eftirfarandi í ljós: Án nokk- urra aukatekna eru ráðstöfunar- tekjur viðkomandi einstaklings 162.258 krónur á mánuði. Séu viðbótartekjurnar 25.000 krónur á mánuði reiknaðar með eru ráð- stöfunartekjurnar 171.584 krón- ur. Skerðingin er því rúmlega 15 þúsund krónur af þessum 25 þús- undum. Hæpinn ef einhver ávinningur Af þessu sést að tekjur viðkom- andi einstaklings skerðast um rúmlega 1,7 milljón á tíu árum, vegna tíu milljóna króna eign- ar í banka. Það er ansi mikið. Á móti kemur að peningarnir heima njóta ekki vaxta og verðtrygging- ar eins og þeir myndu gera ef þeir væru á reikningi í banka, öll upp- hæðin eða hluti hennar. Ljóst er að í verðbólguþjóðfélagi eins og á Íslandi tapast umtalsverð upp- hæð á þessu tíu ára tímabili njóti hún ekki verðtryggingar. Leiða má að því líkum að þegar upp er staðið tapi allir á því að fela pen- inga, hvort sem þeir eru geymd- ir inni á heimilum eða í banka- hólfum, bæði einstaklingarnir og þjóðfélagið. Þetta mat er án af- stöðu til þess hvort réttlætanlegt er að skerða lífeyrisgreiðslur og tekjutryggingu eins og fyrr grein- ir. Það er því einnig dýrkeypt ef bankarnir njóta ekki trausts al- mennings. Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir m.a. í grein í blaði samtakanna sem út kom í síðasta mánuði: „Það er lífsnauðsynlegt að byggja brú yfir þá djúpu gjá sem er á milli þjóð- arinnar og fjármálafyrirtækjanna, sem sinna því mikilvæga hlutverki að miðla fjármagni og þjóna ein- staklingum og fyrirtækjum á öll- um sviðum fjármála og greiðslu- miðlunar. Það ríkir enn of mikil leynd og dulúð um starfsemi fjár- málafyrirtækja, almenningur tel- ur þau ósnertanlegt afl sem eng- in leið sé að fara gegn, telji fólk á sér brotið.“ Í sömu grein seg- ir Friðbert. „Það er hlutverk okk- ar allra, starfsmanna og stjórn- enda fjármálafyrirtækja, að bæta umræðuna um þau þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki sem við störf- um hjá. Koma réttum upplýsing- um á framfæri og ítreka þann ein- læga vilja að allir landsmenn fái réttmæta og góða þjónustu.“ þá Hluti gesta á athöfninni í Bókasafni Akraness. Heiðrún hlaut menningarverðlaun Akraness Heiðrún Hámundardóttir með viðurkenningar fyrir menningarverðlaun Akraness. Svo virðist sem færist í vöxt að fólk geymi peninga í heimahúsum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.