Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Áhöfnin á Blíðu SH 277 hefur stundað veiðar á kuðungategund- inni beitukóng í Breiðafirði nú í haust. „Við erum búnir að fá 38 tonn í þessum mánuði. Ég held að það sé bara nokkuð gott. Við erum með hundrað gildrur í hverri trossu. Núna erum við með 3.400 gildrur úti, en það eru 34 trossur. Við beitum tindabikkju og stein- bítshausum í gildrurnar. Svo erum við líka byrjaðir að gera tilraun- ir með karfahausa. Þetta gefur allt frá sér mikið af bragð- og lyktar- efnum sem laðar beitukónginn til sín,“ sagði Guðmundur Svavarsson skipstjóri við blaðamann Skessu- horns þar sem við hittum hann á fimmtudag í síðustu viku. Skipverj- ar voru þá að ljúka löndun í Stykk- ishólmi. „Við löndum yfirleitt dag- lega hér í Stykkishólmi og aflanum er keyrt suður. Yfirleitt erum við að fá tæp tvö tonn í róðri. Það er þá úr átta trossum.“ Eini beitukóngsbáturinn Þeir á Blíðu hófu veiðar í sept- ember. Áður hafði báturinn ver- ið stutta stund á handfæraveiðum eftir makríl. „Útgerðarmaðurinn sagðist vera mjög ánægður ef við næðum 35 tonnum á mánuði. Það hefur tekist og gott betur. Þetta er eini báturinn sem stundar þessar veiðar. Ég held það megi alls veiða 750 tonn á fiskveiðiárinu. Það er þó ekki hægt að stunda veiðarn- ar lengur en til janúarloka. Þá er sjórinn orðinn svo kaldur að beitu- kóngurinn leggst í dvala og hreyf- ir sig ekki. Þetta er hins vegar ágæt sumar- og haustvinna og svo fram á vetur. Það er talið hentugt að byrja í júlímánuði en við hófum veiðar seinna meðal annars vegna þess að báturinn var á makrílnum,“ sagði Guðmundur. Til þessa í haust hafa beitu- kóngsveiðarnar verið stundaðar í grennd við Stykkishólm. „Þetta er nú algerlega nýr veiðiskapur fyr- ir mér. Við erum mest á smá svæði hér vestur af Hólminum. Lengsta stímið héðan úr höfninni er fimm stundarfjórðungar. Beitukóngur- inn hefur fengið hvíld frá öllum veiðum síðan 2012 og það er ekki annað að sjá en nóg sé af honum.“ Beitukóngur og grjótkrabbi Aðspurður um afurðirnar sagði Guðmundur að þær fari mest með flugi til Frakklands. „Þar er beitukóngurinn seldur í veitinga- hús. Þarna er aðal markaðurinn. Við erum þrír hér í áhöfn. Fyrir- tækið sem á og gerir út Blíðu SH heitir Royal Iceland og heldur til í Njarðvík. Það fyrirtæki keypti bát- inn, allt innan úr húsinu og gildrur af þrotabúi annars fyrirtækis sem hafði stundað beitukóngsveiðarn- ar. Afkoman af veiðunum er svona sæmileg.“ Beitukóngurinn er snigill og heyrir þannig líffræðilega séð til hryggleysingja. Í hressilegu spjalli í brú Blíðu SH nefndi Guðmund- ur skipstjóri einnig aðra tegund hrygglaustra dýra sem farin er að verða áberandi í Breiðafirði. Hún er ný og framandi, fannst hér við Vesturland fyrir nokkrum árum og virðist vera að breiða úr sér á nýjum búsvæðum. „Þetta er sjálf- ur nýbúinn; grjótkrabbinn. Menn eru að þróa sig áfram með hann. Við fáum hann sem meðafla þegar hann skríður í gildrurnar hjá okk- ur. Núna eru við með fulla fötu af grjótkrabba hér um borð. Úlf- ar Eysteinsson meistarakokkur á sjávarréttaveitingastaðnum Þrem- ur frökkum í Reykjavík bað mig um að koma með prufu til sín að matbúa. Þessir krabbar eru orðnir tíu til fjórtán sentimetra breiðir hér í Breiðafirði. Það er ekki annað að sjá en þeir dafni vel.“ Að því sögðu voru landfest- ar leystar á Blíðu SH og bátur- inn færður til í Stykkishólmshöfn frá löndunarkrananum yfir á aðra bryggju þar sem hann var bundinn tryggilega. Skipverjar áttu helgarfrí framundan. mþh Akurnesingurinn Guðrún Jó- hannesdóttir tekur þátt í árlegu sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsinu í Reykjavík um næstu helgi. Þar sýnir hún fatnað und- ir nafninu Betrumbót, sem hún saumar úr endurunnu leðri. „Ég spretti sundur leðurjökkum og öðrum fatnaði úr leðri, þvæ bút- ana og sauma úr þeim á nýjan leik. Einnig nota ég gerviskinn í flík- urnar,“ segir Guðrún. Hún segir að það sé gaman að skapa verð- mæti úr einhverju sem glatað hef- ur gildi sínu og gefa því þannig nýtt líf. „Svo má segja að það sé í tísku að endurvinna,“ bætir hún við. Það eina nýja sem Guðrún notar við gerð fatnaðarins er tvinni og teygja, allt annað er endurnýtt. Flíkurnar sem um ræðir eru kjól- ar, stakkar, pils og loðkragar. „Það eru ekki fleiri sortir komnar, enda er þetta seinlegt. Stærðirnar eru frá 36 - 50. Mér fannst skipta máli að vera einnig með stórar stærðir, það eru ekki allir í stærð 38.“ Best að versla í Búkollu Guðrún er komin á eftirlaun og saumar fötin heima. Hún er fyrr- um kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, þar sem hún kenndi dönsku og fatasaum í 34 ár. Hún kaupir allt efni sem hún nýtir í flíkurnar á nytjamörk- uðum. „Þannig styrkir maður gott málefni í leiðinni. Ég fer nokk- uð oft að leita að efni, hef farið á marga markaði og hef því góðan samanburð. Það má alveg segja frá því að það er langbest að versla í Búkollu á Akranesi. Þar eru föt- in í bestu ástandi, hrein og á góðu verði,“ útskýrir Guðrún. Þá hann- ar hún og saumar einnig föt á dúkkur. „Ég gerði það að gamni mínu. Ég notaði bara afgangsefni og bjó til föt og skó á dúkkurnar. Það er nefnilega þannig að þeg- ar maður er að leita að efnum á nytjamörkuðum, þá rekst mað- ur oft á heimilislaus dúkkubörn. Þannig að dúkkurnar eru einn- ig gamlar og endurnýttar,“ segir Guðrún. Hönnun Guðrúnar má sjá nánar á Facebook undir nafn- inu Betrumbót. Sýningin Hand- verk og hönnun opnar á morg- un kl. 16 og verður opin fram á mánudag. grþ Áhöfnin á Blíðu. Frá vinstri: Sigfús Guðmundsson, Guðmundur Svavarsson skip- stjóri fyrir miðju og Brynjólfur Harðar. Afla ágætlega á beitukóngsveiðum í Breiðafirði Beitukóngsaflanum landað í körum og hann vigtaður á hafnarvoginni í Stykkishólmi. Beitukóngsbáturinn Blíða SH í Stykkishólmshöfn. Guðrún Jóhannesdóttir. Tekur þátt í sýningunni Handverk og hönnun Guðrún hannar og saumar kjóla, pils og stakka úr notuðu leðri sem hún finnur á nytjamörkuðum. Hér má sjá stakk eftir hana. Guðrún hefur tekið að sér heimilislausar dúkkur og hannað föt á þær úr afgöngum af efni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.