Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Hjónin Valgerður Jónsdóttir og Þórður Sævarsson á Akranesi lifa og hrærast í tónlist. Hafa þau komið sér á framfæri undir hljómsveitarnafn- inu My Sweet Baklava. Þau hafa nú samið nýtt lag og komið því á fram- færi. Textinn er á dönsku og heit- ir lagið Vi har hinanden, eða; Við höfum hvort annað. „Við flytjum lagið ásamt Sylvíu, átta ára dóttur okkar og höfum sett það á Youtube. Skagamaðurinn Kristinn Gauti tók upp og klippti myndbandið en tök- ur voru á Safnasvæðinu í Görðum,“ segir Þórður. Haraldur Ægir Guð- mundsson leikur undir á kontra- bassa en Þórður á gítar. Lagið var tekið upp í Studió-B hjá Baldri Ket- ilssyni á Akranesi. Link á lagið má finna á vef Skessuhorns, leita á Youtube eða slá inn þessa slóð: https://www.you- tube.com/watch?v=H5Y3ovxbd08 mm Rannsóknir eru nú stundaðar á eig- inleika æðardúns frá ýmsum bú- svæðum æðarfuglsins við Norður Atlantshaf. Þetta er sameiginlegt rannsóknaverkefni sem fjármagn- að er af Framleiðnisjóði landbún- aðarins á Íslandi og norsku rann- sóknafé. Það er unnið í Stykkis- hólmi í sameiningu af norskum og íslenskum vísindamönnum. Kanna á hvort munur sé á gæðum og eig- inleikum dúnsins eftir því frá hvaða svæðum hann kemur. Norðmað- urinn Thomas Holm Carlsen er verkefnisstjóri í þessum rannsókn- um. „Ég starfa að hluta til fyrir Bio- forsk-rannsóknastöðina á Tjötta í Nordlandfylki í Noregi og svo fyr- ir Rannsóknasetur Háskóla Íslands hér í Stykkishólmi. Markmið þessa verkefnis er að skoða hvort mun- ur sé á gæðum æðardúns eftir því hvaðan hann kemur frá búsvæðum tegundarinnar við Norður Atlants- haf. Árni Ásgeirsson líffræðingur hér við Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Stykkishólmi vinnur þetta með mér hér. Við skoðum dún allt frá nyrstu og köldustu varpsvæðum æðarfuglsins á Svalbarða, og síðan hér á Íslandi, í Færeyjum, Danmörku og Noregi. Það er auðvitað mikill munur á um- hverfisaðstæðum á þessum stöðum. Út frá því erum við að rannsaka hvort dúnninn sé mismunandi eftir því frá hvaða svæðum hann kemur. Verkefni er fjármagnað af Íslandi og Noregi. Æðarbændur í Færeyj- um, Noregi og Íslandi sem og vís- indamenn í Danmörku og Sval- barða koma einnig að þessu verk- efni með því að leggja til dún,“ seg- ir Carlsen. Mjög svipaður að sjá Carlsen segir að við fyrstu sýn sé erfitt að sjá nokkurn mun á æðar- dún frá mismunandi svæðum. Ná- kvæmari rannsóknir leiði vænt- anlega mun í ljós sé hann þá fyrir hendi. „Dúnninn er mjög svipaður að sjá, kannski smá litamunur eftir svæðum. Nú höfum við samt þróað aðferðir og búnað til að rannsaka þetta enn betur. Við mælum til að mynda fyllingu dúnsins, einangr- unareiginleika og það hversu vel hann loðir saman sem er einstakur eiginleiki æðardúnsins. Þessa þætti og fleiri ætlum við svo að bera sam- an milli svæða.“ Að sögn Thomas Holm Carlsen hefur framleiðsla á æðardúni nán- ast lagst af í Noregi. „Nei, það er ekki mikið um dúntekju þar leng- ur. Það var töluverð framleiðsla á æðardúni í Noregi áður fyrr um og upp úr miðri síðustu öld. Ísland og Noregur voru á svipuðu róli í ár- legri framleiðslu. Það dró hins veg- ar mjög úr æðardúnsframleiðslu í Noregi þegar fólk flutti frá eyj- unum með ströndinni og inn til lands. Í dag er framleiðslan aðeins lítið brot af því sem áður var. Nú er framleiðslan helst á Vega-eyjum í Nordlandfylki sem er reyndar í grennd við Tjötta.“ Endurreisn í Noregi Vega var sett á heimsminjaskrá UNESCO árið 2004 vegna ein- stæðra náttúruminja og strand- menningar. Hér á Íslandi eru Þingvellir og Surtsey á sömu skrá UNESCO. Í framhaldi af þessu hefur fengist fjármagn til að hlúa að uppbyggingu æðarvarpsins á Vega nýjan leik með því sem fylgir í söfnun og vinnslu æðardúns. Hið einstæða samspil manns og æðarfugls í þessum búskap þykir hafa dýrmætt gildi í menningararfi strandsvæða og gerði sitt til að Vega var sett á heimsminjaskrá. „Það hefur tekist að byggja æðarvarpið í eyjunni Lånan á Vega svæðinu upp þannig að það hefur náð sömu hæð- um og það hafði þegar þar var í há- marki á síðustu öld. Nú er unnið að vöruþróun í Noregi og því ekki að- eins framleiddir koddar og sængur úr æðardún. Það er annars erfitt að byggja upp alvöru æðardúnsfram- leiðslu í Noregi. Bæði eru afföll á fuglinum há vegna mikils afráns og síðan hefur svo mikið af fólki flutt burt frá eyjunum þar sem æðarfugl- inn heldur sig,“ útskýrir Carlsen. Niðurstöður á vordögum Verkefnisstjórinn segir að sér þyki útlitið í æðardúnsframleiðslu mun bjartara hér á Íslandi. „Framleiðsl- an helst þokkaleg. Fólk er bjart- sýnt á að næsta kynslóð vilji taka við og halda þessari vinnu áfram. Verð á æðardúni er einnig mjög hátt nú um stundir. Af öðrum lönd- um er fátt að segja. Það er þó ein- hver framleiðsla í Kanada. Það eru mjög miklir möguleikar í Græn- landi þó dúntekja sé þar hverfandi. Þar virðist æðarfuglinum nú fjölga ört. Veiðar, mengun og aðrir þættir tóku sinn toll á ofanverðri síðustu öld. Grænlenski æðarfuglsstofninn var orðinn aðeins um 10% af fyrri stofnstærð. Nú hefur hann rétt úr kútnum. Möguleikarnir á dúnfram- leiðslu þar hafa þó ekki verið nýttir enn nema í hálfgerðu tilraunaskyni, hvað sem síðar verður.“ Samanburðarrannsóknirnar á æðardúninum eru enn í startholun- um. „Undanfarið höfum við verið að hreinsa þann dún sem við hyggj- umst nota í rannsóknunum. Alls erum við með sýni frá 18 stöðum, þar af tólf hér á Íslandi. Þessum rannsóknum á að ljúka næsta vor. Þá ættu niðurstöður að liggja fyrir,“ segir Thomas Holm Carlsen. mþh Starfsmenn uppsjávarfrystihúss HB Granda á Vopnafirði luku undir síð- ustu helgi við að vinna úr síldarafla Faxa RE. Um leið lauk stuttri en snarpri vertíð en veiðar á íslenskri sumargotssíld hófust í byrjun októ- ber og stóðu því í tæpan mánuð. Að sögn Magnúsar Róbertssonar, vinnslustjóra HB Granda á Vopna- firði, var ólíkt veiðinni undanfar- in haust að svo virðist sem síldin hafi enn ekki gengið inn í Breiða- fjörðinn. Þá var helsta veiðisvæð- ið á sundunum í nágrenni Stykkis- hólms en að þessu sinni var veiði- svæðið í Kolluálnum eða töluvert fjarri landi. mm Ingunn AK við bryggju á Akranesi að aflokinni stuttri síldarvertíð. Vinnslu lokið hjá HB Granda á íslensku sumargotssíldinni Fjölskylda af Skaganum frumflytur nýtt lag Samanburðarrannsóknir á æðardúni í Stykkishólmi Líffræðingarnir Thomas Holm Carlsen og Árni Ásgeirsson gera samanburðarrann- sóknirnar á æðardúninum í vetur. Thomas Holm Carlsen við hluta af þeim búnaði sem notaður er við æðardúns- rannsóknirnar. Verð á æðardúni er mjög hátt en miklar kröfur eru gerðar um gæði. Hér sést annars vegar óhreinsaður dúnn til vinstri og svo dúnn sem búið er að grófhreinsa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.