Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Hefur þú áhuga á að vinna við skrifstofustörf eða viltu efla þig í starfi? Skrifstofuskólinn – Dreifnám – vorönn 2015 Símenntunarmiðstöð Vesturlands ætlar að fara af stað með Skrifstofuskólann í janúar 2015. Skrifstofuskólinn er 160 klukkustunda nám ætlaður fólki 20 ára og eldra sem hefur stutta eða jafnvel enga formlega skólagöngu að baki, vinnur almenn skrifstofustörf eða hefur hug á því. Markmið með náminu er m.a. að efla sjálfstraust og hæfni námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf, auka þjónustu- og tölvufærni ásamt færni í ensku og almennu jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms. Meta má námið til allt að 18 eininga í framhaldsskóla. Kennslufyrirkomulag; Námið fer fram í dreifnámi sem þýðir að námið er blanda af staðlotum og fjarnámi. Nemendur fá námsefnið í gegnum kennslukerfið Moodle og samskiptaforritið Lync og svo hitta þeir kennara og samnemendur í staðlotum í Borgarnesi. Námið er verkefnamiðað þannig að nemendur geta að hluta til stýrt sjálfir hvenær þeir leggja stund á námið og því hentar það vel með vinnu. Með því að bjóða upp á þessa kennsluaðferð er verið að miða kennslu að þörfum fullorðinna nemenda. Námsgreinar eru t.d. verslunarreikningur, bókhald, tölvu- og upplýsingaleikni, tölvubókhald og enska. Verð: 46.000. Hægt er að sækja um styrk til fræðslusjóða stéttarfélaga. Nánari upplýsingar og skráning hjá: Helgu Lind Hjartardóttur náms- og starfsráðgjafa og verkefnastjóra og á facebook síðu Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Sími: 8951662, netfang: helgalind@simenntun.is www.simenntun.is SK ES SU H O R N 2 01 4 Námsframboð fyrir fullorðna á vorönn 2015 Húsasmíði og vélvirkjun Opið er fyrir umsóknir um nám í húsasmíði og vélvirkjun á vorönn 2015. Námið er blanda af staðbundnum lotum utan dagvinnutíma og fjarnámi. Nánari upplýsingar og innritun eru á skrifstofu skólans. Fjölbrautaskóli Vesturlands Sími: 433-2500 Vogabraut 5 Heimasíða: http: www.fva.is 300 Akranesi Tölvupóstur: skrifstofa@fva.is Fjölbrautaskóli Vesturlands SK ES SU H O R N 2 01 4 Innritun vegna vorannar 2015 er hafin og henni lýkur 30. nóvember. Hægt er að skila inn umsóknum rafrænt á menntagatt.is Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans og á skrifstofu. Laus pláss eru á heimavist á vorönn 2015. Fjölbrautaskóli Vesturlands Sími: 433-2500 Vogabraut 5 Heimasíða: http: www.fva.is 300 Akranesi Tölvupóstur: skrifstofa@fva.is Fjölbrautaskóli Vesturlands SK ES SU H O R N 2 01 4 Aðalfundur Vitbrigða Vesturlands, samtaka ungs, skapandi fólks á Vesturlandi verður haldinn í tengslum við Ráðstefnuhlé samtakanna þann 16. nóvember næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi klukkan 11:30. Brauð og súpa í boði. FUNDARBOÐ Það eru ekki bara ferðamenn sem skoða sig um í Þjóðgarðin- um Snæfellsjökli. Þessar vinkonur voru á röltinu og hefur lit- ist vel á gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum og líklega langað að kíkja í heimsókn. grþ/ Ljósm. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Forvitnir gestir í þjóðgarðinum Í gær mætti hópur félaga úr Lions- klúbbnum Eðnu á Akranesi í End- urhæfingarhúsið Hver sem er til húsa í gamla Landsbankahúsinu við Suðurgötu. Þar afhentu þær úr styrktarsjóði klúbbsins 200.000 króna styrk til Hvers. Ellen Ólafs- dóttir formaður Lionsklúbbs- ins Eðnu afhenti Thelmu Hrund Sigurbjörnsdóttur forstöðumanni Hvers gjafabréf fyrir upphæðinni. Thelma sagði að gjöfin kæmi sér afar vel fyrir starfsemina. Hún segir að um 40 manns mæti í Hver dag- lega þar af tæplega helmingurinn í starfsendurhæfingu en í Hver er einnig starfrækt athvarf. Thelma segir líklegt að drjúgur hluti pen- inganna verði nýttur til búnað- arkaupa. Þess má geta að Eðnu- konur eru um þessar mundir að selja sín árlegu dagatöl og rennur ágóði þeirra í styrkar- og líknarsjóð klúbbsins. þá Hópurinn sem mættur var við afhendingu - og móttöku styrksins. Eðnukonur styrkja Hver

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.