Skessuhorn - 30.12.2014, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
Laugardaginn 20. desember síðastliðinn voru
85 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi og var um óvenjulega
stóra útskrift að ræða. Dröfn Viðarsdótt-
ir aðstoðarskólameistari flutti annál haust-
annar 2014. Svana Þorgeirsdóttir nýstúdent
flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Fyr-
ir athöfnina spilaði fiðluflokkur frá Tón-
listarskóla Akraness nokkur lög en hann var
skipaður þeim Örnu Pétursdóttur, Hjördísi
Tinnu Pálmadóttur, Hrefnu Berg Pétursdótt-
ur og Ólafíu Laufeyju Steingrímsdóttur. Aðr-
ir tónlistarmenn sem komu fram voru Hjör-
dís Tinna Pálmadóttir, Sigurlaug Hjartar-
dóttir, Margrét Brandsdóttir, Kristinn Bragi
Garðarsson og Arnaldur Ægir Guðlaugsson
nýstúdent.
Eyrún Eiðsdóttir hlaut viðurkenningu
skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi
á haustönn 2014. Nokkrir útskriftarnemar
fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir góð-
an námsárangur og störf að félags- og menn-
ingarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun
eru innan sviga.
Adda Malín Vilhjálmsdóttir fyrir ágætan
árangur í dönsku (Danska sendiráðið) og fyrir
störf að félags- og menningarmálum (Minn-
ingarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
Agnieszka Anna M Kowalczyk fyrir
ágætan árangur í hjúkrunargreinum (Rótarý-
klúbbur Akraness)
Aníta Eir Einarsdóttir fyrir ágætan ár-
angur í líffræði (Elkem Ísland ehf.)
Arnaldur Ægir Guðlaugsson fyrir ágætan
árangur í ensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands)
Arnar Freyr Sævarsson fyrir ágætan ár-
angur í stærðfræði (Meitill og GT Tækni
ehf.), í upplýsingatækni (Fjölbrautaskóli
Vesturlands), í tungumálum (Omnis) og fyr-
ir ágætan árangur í efnafræði og líffræði (So-
roptimistasystur á Akranesi)
Einar Jóel Ingólfsson fyrir ágætan ár-
angur í sérgreinum á námsbraut í vélvirkjun
(Verkalýðsfélag Akraness)
Eyrún Eiðsdóttir fyrir bestan árangur á
stúdentsprófi á haustönn 2014 (Fjölbrauta-
skóli Vesturlands), fyrir ágætan árangur í
stærðfræði (Norðurál ehf.), í þýsku (Þýska
sendiráðið) og í líffræði- og náttúrufræði-
greinum (Gámaþjónusta Vesturlands)
Freyja Kristjana Bjarkadóttir fyrir störf
að félags- og menningarmálum (Minningar-
sjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
Guðlaugur Þór Brandsson fyrir ágætan
árangur í stærðfræði (Skaginn og Þorgeir og
Ellert)
Kristinn Gauti Gunnarsson fyrir störf
að félags- og menningarmálum (Minningar-
sjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
Kristrún Haraldsdóttir fyrir ágætan ár-
angur í þýsku (Þýska sendiráðið)
Magnús Gunnarsson fyrir störf að félags-
og menningarmálum (Minningarsjóður Karls
Kristins Kristjánssonar)
Margrét Helga Isaksen fyrir störf að félags-
og menningarmálum (Minningarsjóður Karls
Kristins Kristjánssonar)
Salome Jónsdóttir fyrir ágætan árangur í líf-
fræði (Íslandsbanki)
Silja Ósk Björnsdóttir fyrir ágætan árang-
ur í sérgreinum á sjúkraliðabraut (Eymundsson
á Akranesi)
Svana Þorgeirsdóttir fyrir ágætan árang-
ur í samfélagsgreinum (Fjölbrautaskóli Vestur-
lands)
Sævar Berg Sigurðsson fyrir ágætan árangur
í íþróttum (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir
störf að félags- og menningarmálum (Minning-
arsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir skólameist-
ari ávarpaði útskriftarnemendur í lokin, ósk-
aði þeim gæfu og velfarnaðar og þakkaði þeim
fyrir samveruna. Síðan risu gestir úr sætum og
sungu saman lagið Bráðum koma blessuð jólin
eftir Jóhannes úr Kötlum. Forsöngvari var Jón
Gunnar Axelsson.
fva.is/mm/ Ljósmyndir: Guðni Hannesson og
Ágústa Friðriksdóttir.
Frá flutningi tónlistaratriðis.
Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Vesturlands
Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Eyrún Eiðsdóttir fékk viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á haustönn 2014. Hér
er hún ásamt Hafdísi Fjólu Ásgeirsdóttur skólameistara.