Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2002, Side 13

Læknablaðið - 15.01.2002, Side 13
FRÆÐIGREINAR / AUKAVERKANIR / HVÍTBLÆÐISMEÐFERÐ í ÆSKU Síðkomnar og langvinnar aukaverkanir eftir hvítblæðismeðferð í æsku Valur Helgi Kristinsson', Jón R. Kristinsson2, Guðmundur Kr. Jónmundsson2, Ólafur Gísli Jónsson3, Árni V. Þórsson1'3, Ásgeir Haraldsson12 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut, ’Barnadeild Landspítala Fossvogi. Fyrirspumir, bréfaskipti: Ásgeir Haraldsson Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 5601000. Netfang: asgeir@landspitali.is Lykilorð: börti, hvítblœði, hvítblœðismeðferð, síðkomnar aukaverkanir. Ágrip Inngangur: Fyrir 30 árum var hvítblæði í flestum til- vikum banvænn sjúkdómur í börnum. Síðan þá hefur árangur meðferðar batnað til muna og nú ná 65-75% bata. Mikilvægt er því að þekkja langtímaáhrif hvít- blæðis og hvítblæðismeðferðar. Sjúklingar: Þrjátíu og eitt barn greindist með hvít- blæði á árunum 1981-1990 og náði rannsóknin til 20 þeirra. Meðalaldur við rannsókn var 16 ár og átta mánuðir (16:8) og meðaltími frá meðferðarlokum var 8:3. Aðferðir: Rannsóknin fór fram á Barnaspítala Hringsins og Heyrnar- og Talmeinastöð íslands. Upplýsingum var safnað um hæð, þyngd, heyrn, ár- angur í skóla, blóðhag, mótefni og starfsemi innkirtla, nýrna, hjarta, lifrar og lungna. Niðurstöður: Sjúklingarnir reyndust að meðaltali 0,48 staðalfrávikum undir áætlaðri markhæð. Fimm voru yfir kjörþyngd þegar rannsókn fór fram en eng- inn við greiningu. Styttingarbrot vinstra slegils allra þeirra sem mældir voru var innan eðlilegra marka. Tveir höfðu greinilega loftvegaþrengingu. Tveir höfðu skerta heyrn sem ekki var hægt að skýra sem hávaða- skemmd. Nokkur frávik voru á aðal mótefnaflokkum og í 12 einstaklingunr var IgG2 lækkað. Sex höfðu þurft lestrarsérkennslu í skóla. Þrír þurfa á hormóna- meðferð að halda. Engin teljandi óregla fannst á blóðhag eða starfsemi hjarta, lifrar eða nýrna. Umræðun Áhrif á hæð og þyngd eru merkjanleg en eru þó ekki klínískt markverð fyrir hópinn. Áhrif á innkirtlastarfsemi og árangur í skóla eru greinileg- ust. Þrátt fyrir umtalsverða lækkun á sumum mót- efnaflokkum er sjúkingunum ekki hættara við sýk- ingum. Erfitt reyndist að meta áhrif á lungu og heyrn. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við erlendar rannsóknir og sýna að nauðsynlegt er að fylgja börn- um sem læknast hafa af hvítblæði markvisst eftir í langan tíma. Inngangur Á Norðurlöndunum greinast á hverju ári rúmlega 6000 böm 15 ára og yngri með krabbamein. Af þeim eru 32% með hvítblæði og 27% með heilaæxli. Ný- gengi krabbameina í börnum á Norðurlöndunum er því 14,6 af hveijum 100.000 börnum (1). Á íslandi greinast að meðaltali átta börn með krabbamein ár hvert, þar af þrjú með hvítblæði. Börn fá nær eingöngu bráðahvítblæði, í 85% til- EN6LISH SUMMARY Kristinsson VH, Kristinsson JR, Jónmundsson GK, Jónsson ÓG, Þórsson ÁV, Haraldsson Á Late and long-term effects of leukaemia treatment in childhood Læknablaðiö 2002; 88: 13-8 Introduction: The treatment of childhood leukemia has improved substantially over the last decades and now 65- 75% of the patients recover. With increasing number of survivors it is important to know the long-term and late effects of leukemia and leukaemia treatment. Patients: Of the 31 children diagnosed with leukemia in lceland from 1981 to 1990, twenty were enrolled in the study. Average age at enrollment was16 years and 8 months (16:8) and average time since treatment ended was 8:3. Methods: The study was carried out at the Children’s Hospital at the University Hospital lceland where patients were examined and data was gathered on height, weight, hearing, cognitive functions, bloodvalues, immunoglobulins and renal, endocrine, heart, liver and respiratory functions. Results: The children studied were on average 0.48 standard deviations below target height and their body- mass index was higher at the time of study than at diagnosis. Two children had obvious obstructive lung disease. No abnormalities were found in complete blood count nor heart, liver or kidney functions. Two patients were found to have impaired hearing not attributable to acoustic trauma. In some cases abnormal values were found in immunoglobulin classes and 12 patients had decreased serum lgG2. Six needed remedial reading lessons. Three patients needed hormone replacement therapy. Discussion: Minor impact on height and weight was found but the effects on lungs and hearing were inconclusive. Despite markedly decreased serum lgG2 the patients were not more prone to infections. The most obvious effects were on the endocrine system and performance at school. We conclude that the sequelae of childhood leukemia treatment in lceland are significant and long-lasting, underlining the necessity of a careful long-term follow-up. Keywords: child, leukemia, long-term effects. Correspondence: Ásgeir Haraldsson. E-mail: asgeir@landspitali.is fella er um brátt eitilfrumuhvítblæði að ræða (acute lymphoblastic leukaemia; ALL) oimjm 15% eru bráð mergfrumuhvítblæði (acute nonlymphoblastic leuk- Læknablaðið 2002/88 13

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.