Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2002, Side 15

Læknablaðið - 15.01.2002, Side 15
FRÆÐIGREINAR / AUKAVERKANIR / HVÍTBLÆÐISMEÐFERÐ I ÆSKU meðferð þar til rannsóknin fór fram (miðgildi 9:1, bil 4:1-12:6). Geislun á höfuð fengu fjórir, þrír höfðu farið í beinmergsskipti og af þeim fékk einn fulla líkamsgeislun. Hœð: Niðurstöður útreikninga á staðalfráviki hæðar eru birtar í töflu I. Við greiningu voru sjúk- lingarnir að meðaltali 0,25 staðalfrávikum undir meðalhæð. Munurinn jókst eftir því sem leið á með- ferðina og við rannsókn voru þeir 0,73 staðalfrávik- um undir meðalhæð. Staðalfrávik hæðar jókst því að meðaltali um 0,48 (±1,08 miðað við 90% vikmörk). Stúlkur töpuðu hlutfallslega mun meira af áætlaðri hæð en piltar, eða 0,94 staðalfrávikum á móti 0,17. Munurinn á staðalfráviksbreytingu stúlkna og pilta var 0,77 staðalfrávik (±0,68 miðað við 90% vikmörk, p=0,07). Þátttakendur sem greinst höfðu fyrir sex ára aldur (11 sjúklingar) töpuðu að meðaltali 0,41 staðal- fráviki en þeir sem greindust eftir sex ára 0,56 staðal- frávikum og munurinn milli hópanna því 0,15 staðal- frávik (±0,10 miðað við 90% vikmörk, p=0,73). Þeir sem fengu lyfjameðferð auk miðtaugakerfisgeislunar eða beinmergsskipta (sjö sjúklingar) töpuðu 0,57 staðalfrávikum en þeir sem eingöngu fengu lyfja- meðferð töpuðu 0,42, munurinn er 0,15 staðalfrávik (±0,12 miðað við 90% vikmörk, p=0,76). Þyngd: BMI jókst að meðaltali um 6,1 kg/m2 (*5,9 miðað við 90% vikmörk) frá því meðferð hófst og þar til rannsókn fór fram, frá 16,0 kg/m2 uppí 22,1 kg/m2. Fimm sjúklingar voru yfir kjörþyngd við rannsókn en enginn við greiningu. Blóðmynd, lifur og nýru: Engin teljandi frávik fundust á blóðmynd eða starfsemi nýrna. Einn sjúk- lingur hafði hækkun á 7GT og einn bæði á 7GT og ASAT. Heyrn: Heyrnarskerðing fannst hjá þremur af nítján. Hjá einum þeirra mátti rekja heyrnarskerð- inguna til hávaðaskemmda. Lungu: Mæling tókst hjá sextán þátttakendum. Einn hafði merki um herpusjúkdóm og tveir um teppu en sex voru á mörkunum að greinast með lungnateppu. Hjarta: Hjartaómun var gerð á 12 sjúklingum. Styttingarbrot vinstra slegils þeirra voru á bilinu 30,1- 44,0% (34,2% að meðaltali). Vessabundið ónœmi: Margvísleg minniháttar frá- vik í aðalflokkum fundust, þrír voru með hækkun á IgE, tveir þeirra höfðu þekkta sögu um frjóofnæmi. IgA var hækkað í fjórum og IgG í einum. Truflanir á undirflokkum IgG voru greinilegar, tveir höfðu lækk- un á IgGl og einn hafði hækkun. Tólf höfðu lækkun á IgG2 og fimm á IgG3. Innkirtlastarfsemi: í þremur einstaklingum var IGF-1 lækkað en IGF-BP3 allra var eðlilegt. Lækkað TSH og hækkað FT4 fannst hjá einum þátttakenda sem er í meðferð með skjaldkirtilshormónum. Einn var með hækkun á TSH og einn lækkun en báðir voru með eðlilegt FT4. Ein var barnshafandi þegar mæling Table I. The table shows age at diagnosis, type of treatment and standard deviation ofheight Boys H-SD Age at diagnosis (yr:mon) Treatment At diag- nosis +lyr +2yr +3yr +4yr +5yr Time of study AH-SD 1:11 c -2.0 -2.5 -1.5 -2.0 -2.0 -2.0 -1.0 í 2:2 c -0.50 -1.0 -0.75 -0.75 -1.0 -0.50 -1.0 -0.5 2:3 C+BMT -1.0 -1.25 -0.75 -0.50 -1.0 -0.50 -1.0 0 3:3 C -1.0 -0.50 -1.5 -0.50 -1.25 -1.0 -0.25 0.75* 3:4 C+CRT 0.0 -0.75 -1.0 -0.50 -0.25 -0.25 0.50 0.5 4:1 C 0.75 0.0 -0.25 0.0 0.25 0.0 0.25 -0.5* 5:1 C 1.0 1.5 0.5 0.0 0.0 0.0 0.75 -0.25* 5:3 C 0.0 -0.50 -0.50 -0.50 -0.50 0.0 -1.5 -1.5* 5:11 C 2.0 1.0 1.0 1.0 1.25 1.5 0.50 -1.5 6:9 C -1.0 -1.25 -1.25 -1.75 -1.25 -0.50 -1.0 0* 7:4 C -0.75 -1.0 -1.0 -1.0 -1.25 -1.25 -1.25 -0.5* 12:5 C+CRT -0.50 -1.0 -1.0 -1.0 -0.75 -0.25 0.0 0.5* Average -0.25 -0.60 -0.67 -0.63 -0.65 -0.40 -0.42 -0.17 Girls Age at Time diagnosis At diag- of (yr:mon) Treatment nosis +lyr +2yr +3yr +4yr +5yr study AH-SD 0:5 c 0.0 -0.25 -0.50 -1.5 -1.75 -1.5 -2.0 -2.0 4:10 C+BMT 1.5 1.5 1.25 1.5 1.5 1.5 1.0 -0.50 6:4 C -4.0 -4.0 -4.0 -4.0 -4.0 -4.0 -4.0 0.0** 7:2 C+CRT 0.50 0.0 -0.25 0.0 0.0 -0.25 -1.5 -2.0* 7:4 C 0.50 1.25 1.0 0.75 1.0 0.50 0.50 0.0* 8:1 C+BMT+TBI 0.0 -0.75 -1.0 -1.5 -1.75 -2.0 -2.0 -2.0* 12:4 C+CRT 0.50 0.25 0.0 0.0 0.0 0.0 0.0 -0.5* 13:10 C -1.0 -1.25 -1.5 -1.5 -1.5 -1.5 -1.5 -0.5* Average -0.25 -0.41 -0.63 -0.78 -0.81 -0.91 -1.19 -0.94 (H-SD) at diagnosis, the next 5 years thereafter and at the time of study. C= chemotherapy, CRT= cranial radiation therapy, BMT=bone marrow transplantation, TBI= total body irradiation. ♦Patient full-grown. **Patient has Turner’s syndrome. var framkvæmd og östradíól og prólaktín því hækk- uð. Ein hafði lækkun á prólaktíni og hækkun á bæði FSH og LH, hún hefur heilkenni Turners og er á meðferð með kynhormónum. Hún hefur einnig feng- ið vaxtarhormónameðferð. Ein hafði mikla lækkun á östradíóli og hækkun á prólaktíni, FSH og LH og þarf á kynhormónameðferð að halda (tafla II). Hugrœnt ástand: Af 20 börnum voru sex sem höfðu þurft eða töldu sig hafa þurft á sérkennslu að halda, allir við lestur. Sex kvörtuðu undan erfiðleik- um við einbeitingu og fimm töldu árangur sinn í skóla ekki góðan. Nokkur skörun var á milli hópanna en samtals voru níu börn af 20 með frávik í einum eða fleiri þáttum. Annað: Einn sjúklingur hefur fengið varanlegan hármissi vegna búsúlfanmeðferðar og annar er með flogaveiki sem rekja má til aðgerða á höfði sem gera þurfti vegna ýrumyglusveppasýkingar (aspergillosis) í heila í kjölfar lyfjameðferðar. Enginn einstakling- anna hefur greinst með annað krabbamein. Umræða Sjúklingarnir virðast missa nokkuð af hæðarvexti vegna meðferðarinnar. Þeir missa þó ekki nema um fjóra sentimetra að meðaltali og allir nema tveir, hvorttveggja stúlkur, náðu sinni markhæð. Önnur Læknablaðið 2002/88 15

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.