Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2002, Side 16

Læknablaðið - 15.01.2002, Side 16
FRÆÐIGREINAR / AUKAVERKANIR / HVÍTBLÆÐISMEÐFERÐ í ÆSKU Table II. The results of measurements of hormone concentrations. Abnormal values are shown in bold type and the arrow indicates wheather they are elevated or decreased. Patient no IGF-1 (Hg/L) IGF-BP3 (M-g/L) TSH (mU/L) FT4 (pM) E2 (PM) Testosterone Prolactin (nM) (jig/L) FSH (U/L) LH (U/L) Cortisol (nM) Age Time of blood sampling 1* 304 3400 1.17 11 5810f - 16.8f 0.7 0.2 239 19 14 2 313 3785 1.14 13 - 18.5 - 3.5 7.0 318 19 14 3** 168 3695 0.011 37 - <0.4 7.7 1.5 0.1 163 8 14 4 - - 1.76 11 - 0.7 10.5 2.4 0.9 207 12 15 5 118 2295 1.55 11 - <0.4 6.8 1.1 0.2 140 8 14 6 650 4620 1.19 11 - 22.8 27.5T 3.3 2.2 555 20 9.30 7 388 2330 1.63 12 - 14.2 6.1 2.5 3.1 256 19 14 8 579 4691 1.55 12 - 12.1 8.6 1.3 1.4 140 12 8 9 94i 1648 1.4 13 <50 - 18.8 1.4 <0.1 188 7 12 10 472 3410 1.34 12 - 15.6 18.5 3.0 1.3 572 20 14 11 240 2413 1.94 12 171 - 7.7 2.7 3.7 597 26 10 12 573 3680 1.26 17 224 - 14.2 1.5 0.8 263 14 15 13 273i 3700 1.80 13 272 - 9.2 3.4 2.1 346 18 13 14*** 1311 2699 4.901 11 261 - 8.2 6.5 0.6 331 19 12 412 4842 1.82 14 68 - 7.3i 22.6Í 5.2Í 167 17 15 16 477 3657 0.46Í 11 - 16.5 10.8 1.5 2.6 364 16 13 17 239 2472 3.64 10 <50i - 50.8T 39.3J 8.3J 521 11 15 18 747 3835 1.7 11 - 10.2 9.0 1.7 0.4 160 16 12 19 526 3909 1.67 18 - 16.5 10.9 7.4 2.9 280 18 14 20 304 4336 2.08 12 - 34.9 14.1 8.5 2.8 683 22 9.30 IGF: insulin-like growth factor, IGF-BP: insulin-like growth factor binding protein, TSH: thyroid stimulating hormone, FT4: free T4, E2: oestradiol, FSH: follicle-stimulating hormone, LH: luteinising hormone. * Patient was pregnant. ** Patient is receiving thyroxin. *** Patient has Turner’s syndrome and has received growth hormone and is receiving estrogen. **** Patient has received growth hormone and is receiving estrogen. þeirra hefur heilkenni Turners og hin er, þrátt fyrir að vera tæpum tólf cm undir sinni markhæð, 165,5 cm sem er meðalhæð kvenna á Islandi. Rannsóknir hafa sýnt að miðtaugakerfisgeislun veldur varanlegum skemmdum á heiladingli sem seytir minna afvaxtarhormóni og því dregur úr vexti. Aftur á móti hægir lyfjameðferð ein og sér aðeins tímabundið á vexti og áhrif hennar á lokahæð eru hverfandi (5-9). í rannsókn okkar kom ekki fram teljandi munur á því hvort þátttakendurnir greindust fyrir eða eftir sex ára aldur né heldur hvort þeir fengu eingöngu lyfja- meðferð eða lyfjameðferð auk miðtaugakerfisgeisl- unar eða beinmergsskipta. Það kom hins vegar á óvart að svo mikill munur reyndist vera á stúlkum og piltum. Stúlkurnar misstu umtalsvert meiri hæð en piltarnir og engin einhlít skýring hefur fundist á því. Þekkt er að stúikur í krabbameinslyfjameðferð geti hafið kynþroska fyrr en aðrar stúlkur (5) sem gæti verið hluti af skýringunni. Hafa verður þó í huga að stúlkurnar eru ekki nema átta talsins og skekkju- mörk því nokkur. Þrjár stúlkur misstu 2 staðalfrávik, ein þeirra var eini sjúklingurinn sem fékk fulla líkamsgeislun og önnur var ekki nema fimm mánaða þegar hún greindist. Áhrif meðferðar á innkirtla eru greinileg. Einn sjúklingur þarf meðferð með skjaldkirtilshormóni og þrír þurfa kynhormónameðferð og tveir þeirra auk þess vaxtarhormón. Önnur stúlknanna sem þurfti bæði á vaxtar- og kynhormónum að halda var sú eina sem fékk fulla líkamsgeislun. Hin hefur heilkenni Turners og þarf hormónameðferð vegna þess og í raun er ekkert sem bendir til að meðferðin hafi skað- að innkirtlastarfsemi hennar. Þeir þrír sjúklingar sem höfðu lækkun á IGF-1 eru allt stúlkur. Ein hefur heil- kenni Turners eins og fram er komið og er fjórum staðalfrávikum undir viðmiðunarhæð og hefur verið meðhöndluð með vaxtarhormónum. Hinar tvær eru báðar tveimur staðalfrávikum undir viðmiðunargild- um og hefur hvorug þeirra hlotið neina meðferð með vaxtarhormónum, önnur þeirra fékk miðtaugakerfis- geislun en hin ekki. Hjá mörgum þeirra sem ekki þurfa á meðferð að halda fundust smávægileg frávik frá normalgildum sem krefjast nánara eftirlits. Enn er óútkljáð hvort vaxtarhormónaskortur hefur áhrif á heilsu og líðan manna eftir að vexti lýkur. Eðlilegt er því að fylgjast með þessum einstaklingum með tilliti til vaxtarhormónagjafar síðar. Offita er snemmkomin og síðbúin aukaverkun og sterar valda þar miklu (10,11,16). Samkvæmt niður- stöðum rannsóknarinnar eru 25% yfir kjörþyngd nú en enginn við greiningu. Sú skilgreining sem notuð var á kjörþyngd leiðir af sér að 35% allra eru yfir kjörþyngd. Skýringin á þyngdaraukningunni er því að öllum líkindum sú að sjúklingarnir eru of léttir við greiningu en ekki að þeir fitni óhóflega mikið af völdum meðferðarinnar. Skaðvænleg langtímaáhrif meðferðarinnar á blóð- mynd og starfsemi nýrna virðast lítil sem engin. Einn hafði hækkun á yGT sem rekja má lil flogaveikilyfja sem hann tekur. Sá þátttakandi sem hafði hækkun bæði á 7GT og ASAT hefur heilkenni Turners en vel er þekkt að slíkir einstaklingar hafi hækkanir á lifrar- ensímum. Hafa ber þó í huga að venjulegar lifrar- 16 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.