Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2002, Síða 23

Læknablaðið - 15.01.2002, Síða 23
FRÆÐIGREINAR / MIÐTAUGAKERFISÆXLI í ÆSKU nef- og eymadeild Landspítala, Fossvogi, þá Sjúkrahús Reykjavíkur. Sjúklingar voru flokkaðir í fjóra flokka með tilliti til hreyfifærni. Var hreyfifærni metin í læknisskoðun en einnig stuðst við upplýsingar frá ein- staklingunum sjálfum eða foreldrum þeirra. I flokk eitt fóru sjúklingar með óskerta hreyfifæmi, í flokk tvö sjúklingar með væga skerðingu, svo sem væga ataxiu eða dysmetriu, í flokk þrjú fóru sjúklingar með veru- lega skerta hreyfifærni, svo sem helftarlömun eða mikla ataxiu, sem þó voru færir um athafnir daglegs lífs. I fjórða flokk fóru sjúklingar með mikið skerta hreyfifæmi og ófærir um athafnir daglegs lífs. Sálfræðingur lagði spurningalista rannsóknarinn- ar fyrir alla þátttakendur sem voru orðnir eldri en 16 ára og foreldra barna yngri en 16 ára. Með spurninga- listum þessum var safnað upplýsingum um skóla- göngu og námshæfni, félagslega aðlögun, minni, ein- beitingu og líðan. Nidurstöður Faraldsfrœði: A árum 1970-1995 greindust á Islandi 57 börn yngri en 16 ára með æxli í miðtaugakerfi, 30 stúlkur og 27 drengir. Af þessum 57 börnum eru 38 (67%) á lífi í dag. Tvö börn voru með meinvörp í miðtaugakerfi og voru þau ekki tekin með í tölfræði- útreikningum. Utreikningar miðuðust því við 55 sjúklinga sem greindust með upprunalegt æxli í mið- taugakerfi. Nýgengi er því 2,2 á ári. Sautján börn af 57 (30%) voru með stjarnfrumu- æxli (astrocytoma) af lágri gráðu (mynd 1). Sjö börn (12%) voru með stjarnfrumuæxli af hárri gráðu og jafnmörg með mænukímfrumuæxli (medulloblast- oma). Þrjú börn voru með fáhyrnuæxii (ologiden- droglioma) og þrjú með PNET (primitive neuroecto- dermal tumour). Atján börn voru með ýmsar aðrar æxlisgerðir (mynd 1, tafla I). Lifun sjúklinganna eftir æxlisgerð er sýnd í töflu I. Meðalaldur við greiningu var sjö ár og átta mán- uðir (7:8, miðgildið 6:7 ár). Aldursdreifingin var á bil- inu 0:0-15:11 ár, 21 barn var fimm ára eða yngra við greiningu og 34 börn sex ára og eldri. Lifun barna sem greinast fimm ára eða yngri var 57% en 76% í eldri aldurshópnum. Meðalaldur við greiningu hjá þeim börnum sem létust voru 6:10 ár, en 8:0 ár hjá þeim sem lifðu sjúkdóminn af. Tveir sjúklingar með tróðæxli við sjóntaug (optic glioma) hafa ekki þurft meðferð, þrír sjúklingar fengu einungis geislameðferð og einn fékk geisla- og lyfjameðferð. Einn sjúklingur lést skömmu eftir greiningu, áður en meðferð var hafin. Af 48 sjúkling- um sem fóru í skurðaðgerð fengu 12 einnig geisla- meðferð og aðrir 12 bæði geisla- og lyfjameðferð. Því fóru 24 sjúklingar eingöngu í skurðaðgerð. Lifun þeirra 17 sjúklinga sem greindust með æxli í miðtaugakerfi og létust voru þrjú ár og sex mánuðir (miðgildi 1:3 ár, dreifing 0:2 - 16:9 ár). Sextán af 17 sjúklingum voru látnir innan sjö ára. Number of patients 20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 Oligo- PNET Astro- Medullo- Astro- Other dendr- cytoma blastoma cytoma tumours glioma gr 3 or 4 gr 1 or 2 Table 1. Central nervous system tumours, number of patients and survival. Tumours No patients Alive Astrocytoma, grade 1 and 2 17 16 Astrocytoma grade 3 and 4 7 5 Medulloblastoma 7 2 Oligodendroglioma 3 2 PNET 3 1 Dysgerminoma 2 1 Ependymoma 2 0 Lipoma 2 2 meningioma 2 2 optic glioma 2 2 Adenoma hypophyses 1 1 Choroid plexus papilloma 1 1 Craniopharyngioma 1 1 Dermoid cysta 1 1 Brain stem glioma 1 0 Neuroblastoma 1 0 Teratoma cysticum (benign) 1 1 Vasculer hamartoma 1 0 Fig. 1. Number ofpatients with centralnervous system tumours according to tumour type. Síðkomnar aukaverkanir: Af 38 einstaklingum sem höfðu í æsku greinst með æxli í miðtaugakerfi og eru á lífi í dag voru fjórir einstaklingar sem fengu góðkynja æxli sem fjarlægt var án eftirkasta og voru þeir ekki rannsakaðir frekar. Þrír einstaklingar voru búsettir erlendis og þrír afþökkuðu frekari rannsókn. Því var 28 einstaklingum boðið til rannsóknar á síð- komnum fylgikvillum meðferðar og sjúkdóms, 15 körlum og 13 konum. Meðalaldur við rannsókn var 21:4 ár (miðgildi 20:2 ár, 7:6 til 39:9 ár. Meðaltími frá greiningu að rannsókn var 12:8 ár (miðgildi 11:5 ár, bil 2:5 - 26:3 ár). Meðalhæð hópsins var -0,63 staðalfráviksskor (mynd 2). Staðalfráviksskor átján sjúklinga var lægra en 0, en 10 sjúklingar höfu staðalfráviksskor hærra en 0. Fimm þátttakendur (18%) voru með staðalfráviks- skor lægra en -2. Hlutfall sethæðar af fullri hæð var að meðaltali 0,53 (0,52-0,55) fyrir allan hópinn. Staðalfráviksskor karla við skoðun var -1,060, en kvenna -0,138. Staðalfráviksskor karla er 0,922 lægra en kvenna. Læknablaðið 2002/88 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.