Læknablaðið - 15.01.2002, Page 30
FRÆÐIGREINAR / ÖLDRUNARENDURHÆFING
Aldurstengdar breytingar hafa áhrif á allt ferlið
Vefjameinafræði ♦-> Líffæraskerðing <-> Færnitap <— Fötlun <-♦ Örorka
Lækning/endurhæfing - getur haft áhrif á hreyfingar á milli þessara sviða.
Öldrun - hefur áhrif á alla líffræðilega starfsemi sem mótast af ytra álagi og
persónulegum lífsstíl og leiðir til minnkaðs líkamsafls.
Vefjameinafræði - á frumu- eða vefjastigi, skaðinn kemur innan frá eða truflar
eðlilega starfsemi vefja eða líffæra.
Líffæraskerðing - í líffæri eða líffærakerfi birtist sem sár eða truflun á líkamlegri
eða andlegri starfsemi (einkenni og ummerki _ sjúkdómsgreining).
Færnitap - einstaklingsins er upplifað sem skert göngulag, taltruflanir, sjóndepra,
heyrnarskerðing, ótryggt minni og áttun (kemur í Ijós við færnipróf).
Fötlun - færnitap í félagslegum og menningarlegum viðfangsefnum sést við mat á
sjálfshjálp á athöfnum daglegs lífs (ADL).
Örorka -félagsleg afleiðing fötlunarinnar, óháð aldri.
ADL = Athafnir daglegs Iffs.
Mynd 1. sýndu ntun á nokkrum viðmiðunum í færniþáttum.
ánægju og kostnaði.
Alykfanir: Sérhæfð endurhæfing aldraðra er flókin
en skilar árangri þegar rétt er á haldið. Bestur árangur
næst með fjölfaglegri teymisvinnu, val á þeim sjúk-
lingum sem mestu áhættuna hafa, alhliða öldrunar-
mati og virkri og einstaklingsmiðaðri endurhæfingu.
Endurhæfing á hrumu gömlu fólki er og verður vax-
andi viðfangsefni fyrir heilbrigðisþjónustuna og mikil-
vægt að hún nái því markmiði að auka lífsgæði aldraðs
fólks. Benda rannsóknir einnig til að við það skapist
einnig efnahagslegur ávinningur fyrir land og þjóð.
Inngangur
Öldrunarendurhæfing miðast við að byggja upp og
viðhalda bestu mögulegri færni sjúklinga sem hafa
fatlast vegna veikinda, bráðra eða langvinnra, eða
slysa og beinist hún að því að auka sjálfstæði þeirra
og lífsgæði. Framkvæmd öldrunarendurhæfingar
byggist á fjölfaglegri teymisvinnu sem notar færni-
miðaða nálgun, auk hefðbundins mats á sjúkdómum
eða veikindum. Til þess að draga úr vaxandi þörf fyrir
líkamlega og félagslega umönnun aldraðs fólks er
mikilvægt að viðhalda sem bestri færni. Aldurstengd-
ar breytingar draga úr starfsgetu flestra líffærakerfa
og næmi vex fyrir ýmsum lyfjum. Margþátta sjúk-
dómar verða algengir og hækkandi aldri fylgir einnig
breytileiki á einkennum sjúkdóma og sjúkdóms-
greining getur orðið erfið. Öldrunarendurhæfing er
bæði sértæk fyrir einstök líffæri en einnig almenn og
byggð á þverfaglegri vinnu sem myndar sterkan
kjarna í öldrunarlækningum. Það ríkir náin samvinna
milli Norðurlandaþjóða á sviði öldrunarlækninga.
Skipulag öldrunarlækninga og umönnun aldraðra í
samfélaginu eru sambærileg meðal þessara þjóða.
Kennsla öldrunarlækninga fyrir læknanema og sér-
fræðinga hefur einnig farið fram í samvinnu Norður-
landaþjóðanna og nokkrar rannsóknir hafa verið
framkvæmdar sem náð hafa yfir venjuleg landamæri
ríkjanna. Norrænir kennarar og vísindamenn hafa
hist reglulega af ýmsu tilefni og samið sameiginlegar
greinargerðir, meðal annars um kennslu og öldrunar-
mat (1,2). A fundi árið 1996 var skipaður vinnuhóp-
ur lækna frá öllum fimm Norðurlandaþjóðunum til
þess að fjalla um grundvallaratriði öldrunarendur-
hæfingar. Þessi grein fjallar um hugmyndafræði öldr-
unarendurhæfingar á Norðurlöndum og tekur saman
niðurstöður rannsókna sem fjalla um öldrunarendur-
hæfingu í fjölþjóðlegu samhengi á vfsindalegan hátt.
Markmið og leiðir öldrunarendurhæfingar
Markmið öldrunarendurhæfingar eru að endurreisa
og viðhalda sem bestri færni hjá fólki sem hefur orðið
fyrir skaða vegna sjúkdóma eða slysa. Þetta markmið
mótast af þörfum hvers sjúklings fyrir sig. Til þess að
ná sem bestri sjálfsbjargargetu og vellíðan og auka
virkar lífshorfur eiga allir sjúklingar að hafa aðgang
að endurhæfingu í samræmi við einstaklingsbundnar
þarfir og óháð lífaldri. Þessum markmiðum er náð
með því að:
• Greina fljótt þarfir fyrir endurhæfingu og hefja
endurhæfingu til að fyrirbyggja fylgikvilla.
• Skapa samfellu milli sérhæfðra öldrunarlækninga,
heimaþjónustu heilsugæslunnar og hjúkrunar-
heimila þegar það á við.
• Koma á virku eftirliti.
• Fyrirbyggja endurinnlagnir á sjúkrahús.
Hvaða sjúklingar þurfa
óldrunarendurhæfingu?
Öldrunarsjúklingur er ekki aðeins aldraður heldur
einstaklingur með flókna sjúkdómsmynd og oftast
með fjölþættar þarfir. Aðalkvörtun við komu á
sjúkrahúsið er því oftast toppurinn á ísjakanum þar
sem fjölþættur vandi leynist undir yfirborðinu. End-
urhæfingin er því aðeins líkleg til árangurs að sjúk-
lingurinn sé metinn kerfisbundið og öllum læknan-
legum og meðhöndlanlegum atriðum sé sinnt sam-
tímis. Eldra fólki með eftirfarandi vandamál ber að
vísa til öldrunarendurhæfingar:
• Þeim sem fá nýja kvilla eða sjúkdóma og hafa fyrir
fjölþættan heilsufarsvanda.
• Fötlun eða líkamsskerðing af óþekktum toga eða
óvænt/hröð versnun á þekktum vanda.
• Ógreind og oft dulin endurhæfanleg viðfangsefni.
a) Alagseinkenni á aðstandendur og stuðnings-
kerfi.
b) Erfiðar aðstæður og umsókn um vistunarmat
aldraðra.
c) Ný beiðni um heimaþjónustu ef öldrunarmat
hefur ekki þegar farið fram.
Líkan fyrir öldrunarendurhæfingu
Lýsingu á ramma sem notaður hefur verið til að ná
30 Læknablaðið 2002/88