Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2002, Page 44

Læknablaðið - 15.01.2002, Page 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMNINGANEFNDARFRUMVARPIÐ Frumvarpið breyttist í meðförum þingsins - Rætt við Sigurbjörn Sveinsson formann LÍ um „samninganefndarfrumvarpið" sem varð að lögum viku fyrir jól Sigurbjörn Sveinsson formaður Lœknafélags íslands. Ljósm.: aób. Samninganefndarfrumvarpið sem svo var nefnt er ekki lengur frumvarp heldur var það afgreitt sem lög frá Alþingi með 47 samhljóða atkvæðum á síð- ustu andartökum þingsins fyrir jólafrí. Nokkrar breytingar urðu á frumvarpinu í meðförum þingsins og snertu þær einkum þau ákvæði sem veita Trygg- ingastofnun ríkisins aðgang að sjúkraskrám í því skyni að hafa eftirlit með forsendum bótaréttar ein- staklinga. Eins og fram kom í desemberhefti Læknablaðsins gerðu læknasamtökin alvarlegar athugasemdir við efni frumvarpsins. Blaðinu lék því forvitni á að vita hver viðbrögð Sigurbjörns Sveinssonar formanns LI eru við þessari lagasetningu. „Ég get ekki sagt að ég sé sáttur við lögin. En þetta hefur skánað svo allrar sanngirni sé gætt. Vissu- lega eru fyrir því málefnalegar ástæður og skiljanlegt að ráðherra vilji fara vel með fjármuni ríkisins. En við töldum að leiðin sem hann vildi fara væri ekki rétt, forsendurnar væru rangar. Pær voru að þjónusta sem sjálfstætt starfandi læknar veittu utan sjúkrahúsa væri sundurlaus, óskipulögð, dýr og jafnvel faglega lakari en sú sem í boði er á sjúkrahúsum. Þetta var rauði þráðurinn í greinargerðinni með frumvarpinu. Við í læknafélögunum drógum fram hið gagn- stæða og benluni á að þessi þjónusta væri faglega sambærileg þeirri sem veitt væri á sjúkrahúsunum fyrir sambærileg verk, þau væru ekkert dýrari og jafnvel ódýrari. í það minnsta vissi ríkið nákvæmlega hvað þessi verk kostuðu en því væri ekki að heilsa um verk sem unnin eru inni á sjúkrahúsunum. Við töld- um því að stjórnvöld væru á rangri braut með frum- varpinu eins og það var.“ Heilbrigðisnefnd sneri við blaðinu „Það sem síðan hefur gerst og ber að þakka er að heilbrigðis- og trygginganefnd sneri alveg við blaðinu í nefndaráliti sínu eftir að hafa farið yfir frumvarpið og hlýtt á umsagnir um það. Nefndin tók þá afstöðu að áhyggjur og athugasemdir læknafélaganna væru ástæðulausar vegna þess að aldrei hefði annað staðið til en að fara eftir þeim grundvallarsjónarmiðum sem félögin bentu á, það er að þegar samið væri um lækn- isverk yrði gætt jafnræðis milli ólíkra rekstrarforma, svo sem sjúkrahúsa í eigu ríkisins annars vegar og lækningastarfsemi á vegum lækna í sjálfstæðum rekstri hins vegar. Einnig yrði gætt samkeppnissjón- armiða við hagkvæmnismat á þeim kostum sem í boði væru. Við vorum vissulega fegin að þessi andi skyldi birtast í umfjöllun Alþingis en vildum að hann kæmi einnig fram í lagatextanum. Það ber að þakka heil- brigðisráðherra að það var gert á endanum í formi breytingartillögu þar sem mælt er fyrir um að samn- inganefnd ráðherrans skuli taka tillit til alls þess kostnaðar sem er við læknisverk þegar lagt er mat á hagkvæmni þjónustu stofnana. fyrirtækja og sjálf- stætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Þarna er með öðrum orðum hnykkt á því að þegar samið er við stofnanir í opinberri eigu verður að liggja fyrir ítarleg kostnaðargreining við verkin. Það er mjög mikils virði að fá þetta inn í lagatextann. Það sem eftir stendur er meðal annars það að við vitum ekki hvernig farið verður að við faglegt mat á þeim kostum sem eru í boði. Hugtakið gæði heil- brigðisþjónustu er ekki skilgreint í lögunum og það er miður. Einnig eru þær heimildir sem ráðherranum eru veittar óskilgreindar og ekki vitað í hverju þær gætu verið fólgnar. I þriðja lagi lögðum við til að frekar yrði reynt að styrkja TR í því að veita lands- mönnum tryggingavernd en að taka frá henni verk- efni eins og lögin gera ráð fyrir. Það verður pólitískt viðfangsefni samtíðarinnar að leysa þessi vandamál.“ 44 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.