Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2002, Síða 50

Læknablaðið - 15.01.2002, Síða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR OG LYFJAFYRIRTÆKI Pétur Pétursson Höfundur er heilsugæslulæknir á Akureyri. ,,Fullur beli, mamma!" ”One ofthefirst duties ofa physician is to educate the masses not to take medicine. The desire to take medicine is perhaps the greatest feature which distinguishes man from animal." (Sir William Osler) Á liðnu hausti kviknaði umræða hér í fjölmiðlum og á Alþingi um lyfjamál og snerist hún einkum um sam- skipti lækna og lyfjafyrirtækja. Aukinheldur fjölluðu tveir máttarstólpar læknasamtakanna um þessi mál í síðasta Læknablaði í vönduðum greinum og tókst mætavel að halda persónulegum skoðunum sínum leyndum fyrir lesendum (1, 2). Er það lærðra manna háttur sem ber að taka hátíðlega. Umræða þessi leið- ir hugann að þeirri staðreynd að lyfjaneyzla þjóðar- innar virðist fara sívaxandi og árlegur kostnaður TR vegna lyfja hefur aukizt á hálfum áratug úr 3,2 rnillj- örðum í 4,7, þrátt fyrir tiltölulega stöðugt verðlag, og greiðir þó TR aðeins hluta af lyfjakostnaði þjóðar- innar. Á síðasta áratug jókst heildarlyfjanotkun þjóðarinnar úr 679 DDD/1000 íbúa í 953 eða um rúm 40%. Á sama árabili jókst hlutfall lyfjakostnaðar af heildarútgjöldum sjúkratrygginga TR úr 26,5% í 31,8% og varð sú aukning mestöll á seinni helmingi áratugarins. Af þessu leiðir að minna verður afgangs til annarra þarfa heilbrigðiskerfisins. Þar sem ekkert lát virðist ætla að verða á þessari þróun ber okkur læknum skylda til að brjóta málin til mergjar og kom- ast að orsökum þessarar aukningar, því varla getur hún stafað af aukinni lyfjaþörf þjóðarinnar eða versnandi heilsufari sem þessu nemur. Hver og ein einasta lyfjaávísun okkar lækna felur því í sér ákveðna forgangsröðun sem okkur ber skylda til að rökstyðja og verja með beitingu gagnreyndrar lækn- isfræði (evidence based medicine). Ég mun í þessari grein leitast við að leiða að því rök að náin samskipti lækna og lyfjafyrirtækja á Vesturlöndum séu ekki til þess fallin að stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun eða farsælli nýtingu fjármuna. Að þessu sinni mun ég ekki leita svara við því hvers vegna núverandi dreif- ingarfyrirkomulag á íslandi með öllu sínu markaðs- frelsi hefur ekki komið í veg fyrir að hér sé hæsta lyfjaverð á Norðurlöndum, hvers vegna samkeppnin á smásölumarkaðnum hefur stórlega skert vaktþjón- ustu apóteka, hvers vegna lyfjaframleiðendur og -inn- flytjendur hafa ekki hikað við að afskrá og taka úr sölu gömul og nauðsynleg lyf ef verðið á þeim hefur ekki verið nógu hátt (til dæmis fólínsýru og nítró- fúrantóín) né heldur hvers vegna TR fær ekki notið þess afsláttar sem lyfjaheildsalar ná við innkaup sín. Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja hafa verið afar vinsamleg hér á landi sem víðast hvar annars staðar. Sem dæmi má nefna að Læknafélag Islands hefur gert samning við Lyfjahóp Samtaka verslunarinnar um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja (3) í stað þess að framfylgja eigin siðareglum án utanaðkomandi af- skipta (4). í stað þess að einbeita sér linnulítið að málamiðlunum við athafnaskáld og skúrka mætti stjórn LÍ gjarnan taka hollenzka heimilislækna til fyrirmyndar sem refsa þeim félögum sem brjóta siða- reglurnar (5). Þá virðast lyfjakynnar telja sér allt leyfilegt í samskiptum við læknastéttina, væntanlega af því að þeir vita að hún hirðir alla mola sem af borð- um lyfjaiðnaðarins hrjóta. Nú er svo komið að stór hluti af félags- og fræðslustarfsemi lækna er fjár- magnaður af lyfjaiðnaðinum. Löngum hafa lyfjafyrir- tæki veitt læknum höfðinglega í mat og drykk, en nú færist það mjög í vöxt að þau sjái okkur fyrir afþrey- ingu í formi skemmtiferða til útlanda með einhverja fræðslu að yfirvarpi. Eru það ekki sízt yfirlæknar sem njóta þessa örlætis lyfjafyrirtækja og ennfremur þykir sérstök prýði að prófessorum sem samstarfsaðilum. Af þessu leiðir að lyfjafyrirtækin komast upp með það óáreitt að lítilsvirða lækna með því að senda okkur allskonar drasl sem fráleitt er að bjóða full- orðnu fólki. Má þar nefna dúkkur og önnur leikföng, sælgæti, snýtubréf, penna, vasareikna og dvergút- vörp. Þá tekur steininn úr þegar farið er að senda áfengi til þess að við opnum örugglega póstinn okkar. Kostnaðurinn við þetta útbreiðslustarf hlýtur eðli málsins samkvæmt að hækka lyfjaverðið æði mikið. Markaðssókn lyfjaiðnaðarins er alþjóðleg og alls staðar eins í eðli sínu, þótt mismunandi lög og reglu- gerðir milli landa geti eitthvað breytt myndinni. Beztar heimildir er að finna um skipan mála í Banda- ríkjunum. Þar er hluti markaðssóknar og stjórnunar 35-40% af veltu stærstu lyfjafyrirtækjanna á meðan þau verja aðeins 20% í rannsókna- og þróunarstarf (6). Þar í landi er einn lyfjakynnir á hverja 11 starf- andi lækna og kostar kynningarstarfið þar allt að 12 milljörðum dollara á ári (7) eða 8000-13000 dollara á lækni (er samsvarar 900.000-1.500.000 íslenzkra króna) (8). Talið var fyrir tveimur árum að tæp 70% þeirrar upphæðar færi í heimsóknir, áróðursefni og gjafir (þar með talin fargjöld og uppihald) til ein- stakra lækna, um 15% í fundi og ráðstefnur og álíka hlutfall í auglýsingar ætlaðar neytendum (9). Síðasti liðurinn á sem betur fer ekki við hérlendis, en full- yrða má að hér leggi lyfjafyrirtæki líka í verulegan kostnað við hafa áhrif á ávísanavenjur lækna þótt upphæðir og skipting kostnaðar geti verið með öðru móti en í USA. 50 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.