Læknablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR OG LYFJAFYRIRTÆKI
Ég er þeirrar skoðunar að samskipti lækna og
lyfjaiðnaðarins eigi að vera sem allra minnst af eftir-
töldum ástæðum:
Fræðsla lyfjakynna er ekki hlutlaus heldur þjónar
hún því hlutverki að auka sölu ákveðinnar fram-
leiðsluvöru
Læknar hafa flestir aðgang að tölvum og internet-
inu og eiga því mjög auðvelt með að afla sér upplýs-
inga og þekkingar sem staðist hefur rýni þar til bærra
aðila (evidence based) sem ekki hafa nein hags-
munatengsl við lyfjaiðnaðinn. Á vegum Landlæknis-
embættisins og TR hefur gagnlegt starf verið unnið
við gerð og útgáfu vinnulagsreglna og við mat og
dreifingu hagnýtra veffanga, þangað sem læknar geta
sótt sér fróðleik. Við þurfuni því ckkert á lyfjakynn-
um að halda. Það er vel þekkt staðreynd að markaðs-
starf lyfjakynna hefur umtalsverð áhrif á ávísana-
venjur lækna (8,10,11). Vart þarf um það að deila að
ekki eru þau áhrif einvörðungu jákvæð, heldur til
þess fallin að auka lyfjanotkun.
Tímaeyðsla og ófrjó iðja
Það er óeðlilegt að læknar sem eru á föstum launum
hjá heilbrigðis- og sjúkrastofnunum, eyði vinnutíma
sínum í að hlusta á áróður og auglýsingar lyfjakynna,
þegar á þeim brenna önnur óleyst verkefni. Hvað
þeir gera svo í frítíma sínum sér til dægrastyttingar
eða til að lækka fæðiskostnað sinn gegnir öðru máli,
en hafa ber þó hugfast hið fornkveðna, að „æ sér gjöf
til gjalda“. Þá er rétt að hafa í huga að gott lyf aug-
lýsir sig sjálft og „fæst ný sérlyf bæta neinu við það
sem fyrir var, nema kostnaði og ruglingi" (12). Marg-
ar klínískar rannsóknir sem lyfjaiðnaðurinn styður
miðast fremur við það að finna minniháttar afbrigði
við fyrri lyf sem hægt er að auglýsa upp, en að upp-
götva klínískt mikilvægar nýjungar (13). Þá er vel
þekkt sú söluaðferð að troða eftirlíkingum inn á
markað undir yfirskini breyttra eða útvíkkaðra
ábendinga eða sem blöndu með öðru lyfi (12). Vand-
aðar athuganir á gæðum lyfjakynninga hafa lítið ver-
ið gerðar nema í Frakklandi, þar sem í ljós hefur
komið að lyfjakynnar veita oft lélega fræðslu og
valda ekki meintu hlutverki sínu í símenntun lækna.
Það sýndi sig að þeir áttu það til að breyta eða víkka
út ábendingar, auka við ráðlagðan skammt, segja
ekki frá aukaverkunum, afhenda ekki sérlyfjaskrár-
texta eða álit lyfjamatsnefndar og jafnvel að kynna
lyfin áður en þau voru markaðssett (14). Við vitum
ekki hvort risið er hærra á íslenzkum lyfjakynnum
því það hefur ekki verið athugað með sömu ná-
kvæmni og hjá Frökkum.
Misnotkun aðstöðu
Þar sem sjúklingar og TR greiða þann kostnað sem
lyfjaávísun læknis hefur í för með sér er það siðferði-
lega óverjandi að læknir njóti hlunninda af því einu
að vera í aðstöðu til að hygla ákveðnu lyfjafyrirtæki
sem hann ljáir eyra til að reka áróður eða kynna
söluvöru sína. Læknar ættu að hafa í huga að það eru
almannasjóðir og sjúklingar sem fjármagna risnuna
og gjafirnar, en ekki lyfjafyrirtækin sjálf því kostnað-
urinn kemur auðvitað fram í lyfjaverðinu. Þessi
symbiosa lækna og lyfjaiðnaðarins er einkar vel til
þess fallin að grafa undan trúverðugleika lækna í
augum sjúklinganna og hefur þegar valdið stöðu
stéttarinnar í þjóðfélaginu óbætanlegu tjóni.
Fjárhagslegt ósjálfstæði
Þótt lyfjafyrirtæki á Islandi hafi margoft stutt stærri
fræðslufundi og vísindaráðstefnur myndarlega er
óeðlilegt að læknar troði betlistigu til lyfjaiðnaðarins
í jafn ríkum mæli og raun ber vitni, þegar um aðra
fræðslustarfsemi og félagsstarf er að ræða þar sem
hugsanlegt endurgjald lækna er í því formi að láta
þriðja og fjórða aðila bera kostnaðinn. Ef hægt er að
halda auglýsingamennsku og áróðri í skefjum er í
sjálfu sér ekkert óeðlilegt að leita stuðnings fyrir-
tækja við góð málefni, en þar mætti ekki síður láta
reyna á höfðingsskap ýmissa annarra stórfyrirtækja
sem minni áhrif myndu hafa á daglega forgangsröðun
okkar en kysu eigi að síður að nýta sér þá andlitslyft-
ingu sem læknastéttin gæti látið henni í té. Vinnu-
veitendur okkar hafa sloppið alltof vel frá því að
styrkja fræðslustarf og svo tel ég læknastéttina hvergi
nærri komna á þann vonarvöl að hún sé ófær um að
kosta hluta af símenntun sinni sjálf. Það er enginn
vafi á því að þessi mikla samvinna við lyfjaiðnaðinn á
sviði símenntunar hefur óheillavænleg áhrif á þær
áherzlur sem settar eru. Lyfjafræðilegar lausnir verða
aldrei langt undan í þeirri umræðu (15-17). Lyfja-
meðferðarslagsíða er hvorki holl í grunnmenntun
lækna, framhaldsmenntun né símenntun. Okkur ber
því brýna nauðsyn til að taka upp aðra siði sem betur
hæfa virðingu stéttar okkar.
Þróun læknisfræóinnar er stýrt af
stórgróðafyrirtækjum
Eins og ábyrgðarmaður Læknablaðsins hefur bent á
er það mikið áhyggjuefni hversu mikill hluti af rann-
sókna- og vísindavinnu lækna er fjármagnaður af
lyfjaiðnaðinum (2). Með því móti geta þessir hags-
munaaðilar haft ósæmilega mikil áhrif á hvaða ný
þekking lítur dagsins Ijós og í hvaða átt Iæknisfræðin
þróast. Með örlæti sínu hefur lyfjaiðnaðurinn komizt
í þá aðstöðu að geta beint rannsóknum læknisfræð-
innar inn í þá farvegi sem ýta undir Iyfjaneyzlu og
lyfjafræðilegar lausnir á öllum mannlegum vanda
(medicalization). Þó tekur steininn úr þegar lyfjaiðn-
aðurinn er farinn að gera læknadeildir háskólanna
háðar sér fjárhagslega (15) eða er kominn með skó-
sveina sína inn í ritstjórnir og ritrýnahópa læknatíma-
rita ellegar inn í sérstök fagráð eða starfshópa sem
áhrif hafa á gerð vinnulagsreglna eða klínískra leið-
Læknablaðið 2002/88 51