Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2002, Síða 57

Læknablaðið - 15.01.2002, Síða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BREYTINGAR Á HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Miklar tilfærslur í heilbrigðísþjónustu höfuðborgarínnar - Hver er ástæða þess að ferliverkin flytjast út af spítölunum til sérfræðinga í einkarekstri á sama tíma og heilsugæslan heldur ekki í við fólksfjölgun? Pað fer ekkert á milli mála að töluverðar hræringar eru í íslensku heilbrigðiskerfi þessi misser- in. í úttekt sem VSÓ ráðgjöf gerði fyrir heilbrigðis- ráðuneytið og vitnað var til í desemberhefti Lækna- blaðsins kom fram að veruleg tilfærsla hefur orðið á verkefnum í heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæð- inu frá stofnunum hins opinbera til einkarekstrar lækna. Óhjákvæmilega hafa menn velt því fyrir sér hvað veldur og viðbrögðin eru þegar farin að birtast, meðal annars í formi skýrslu um ferliverk sem nefnd á vegum Landspítala háskólasjúkrahúss skilaði skömmu fyrir jól. Svo rifjaðar séu upp helstu niðurstöður VSÓ ráð- gjafar þá eru þær á þann veg að á árunum 1997-2000 urðu þessar breytingar helstar: • Fjöldi ferliverka á sjúkrastofnunum hélst nánast óbreyttur en komum á göngudeildir og slysa- og bráðamóttöku fjölgaði. • Pað dró úr heildarfjölda aðgerða á sjúkrastofnun- um á árunum 1997-1998 en hann hefur verið óbreyttur síðan. • Komum til lækna í heilsugæslunni á höfuðborgar- svæðinu hefur ekki fjölgað til jafns við fólksfjölg- un á svæðinu. • Komur á Læknavaktina hartnær þrefölduðust á árunum 1997-2000. • Komum til sérfræðinga fjölgar um þriðjung og einingum um tæplega 60%. • Aukning er hjá öllum sérgreinum en langmest hjá skurðlæknum, einingafjöldi þeirra rúmlega tvö- faldast. Fyrsta spurningin sem vaknar við þennan lestur er að sjálfsögðu: Hvað hefur breyst í starfsumhverfi heilbrigðisþjónustunnar á þessum tíma? Má rekja þessar breytingar til einhverra tiltekinna ákvarðana stjórnvalda? Þessa spurningu lagði blaðið fyrir Svein Magnússon skrifstofustjóra í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Samverkandi orsakir „Pað er engin ein ákvörðun sem veldur þessu heldur koma þarna til margir samverkandi þættir. Sú hug- mynd að færa ferliverkin út af sjúkrahúsunum ruddi sér til rúms hér á landi upp úr 1990. Þróunin varð hraðari með ferliverkasamningunum frá 1998 sem leyfðu tiifærslu verka út af spítölunum ef menn kusu það. Margir nýttu sér þann valkost og þeir hafa tví- mælalaust aukið ferliverkin utan spítalanna. Sjúkra- Sveinn Magnússon skrif- húsin sitja svo eftir með þyngri aðgerðirnar,“ sagði stofustjóri í heilbrigðis- Sveinn. ráðuneytinu. Tölur sem birst hafa sýna þetta og sanna. Ferli- verkin hafa með vaxandi hraða verið á leið út af sjúkrahúsunum og árið 2000 var svo komið að fleiri slík verk voru unnin á stofum sjálfstætt starfandi sérfræðinga utan sjúkrahúsanna heldur en í tengslum við Landspítala háskólasjúkrahús. Tryggingastofnun ríkisins greiðir árlega fyrir 11,3 milljónir eininga vegna ferliverka sem unnin eru í tengslum við Land- spítalann en fyrir 12 milljónir eininga vegna ferli- verka sem unnin eru utan spítalans. AIls greiðir TR um fjóra milljarða króna fyrir þessi ferliverk sem skiptast nokkuð jafnt milli sjúkrahússins og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Vitaskuld hefur þetta kallað á viðbrögð. Eins og áður var nefnt skipaði Magnús Pétursson forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss nefnd í september til að gera úttekt á ferliverkum sem unnin eru á sjúkra- húsinu, hvernig greitt er fyrir þau, meta hvort af- kastahvetjandi launakerfi geti flýtt fyrir eflingu göngu- og dagdeilda og hvernig slíkt kerfi samrýmist kennslu- og rannsóknarhlutverki spítalans. Nefndin skilaði áliti sínu 7. desember og var það gert opinbert viku síðar. Ljóst er að sjúkrahúsið telur sig þurfa að hafa nokkrar áhyggjur af þróuninni enda Læknablaðið 2002/88 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.