Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2002, Side 60

Læknablaðið - 15.01.2002, Side 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BREYTINGAR Á HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Samúel J. Samúélsson og sagt að þessi breyting hafi dregið úr afköstum yfirlæknir Heilsugœslu- þeirra. Mér finnst nær að tala um að við þennan úr- stöðvarinnar í Mjódd. skurð hafi komist á eðlilegra vinnuumhverfi í heilsu- gæslunni. menn fóru að taka sér sumarleyfi og önnur samningsbundin leyfi sem þeir höfðu ekki gert vegna þess að þeir urðu svo launalitlir ef þeir tóku sér frí,“ sagði Sveinn Magnússon. Samúel J. Samúelsson yfirlæknir Heilsugæslu- stöðvarinnar í Mjódd tekur í sama streng. „Þessar breytingar má rekja til úrskurðar kjara- nefndar. Fyrir þann úrskurð vorum við á lágum mán- aðargreiðslum sem við bættum okkur upp með léleg- um verktakagreiðslum fyrir unnin viðvik. Til þess að lii'a af þurftu afköstin að vera óeðlilega mikil. Þetta var ófremdarástand sem endaði með því að menn sögðu upp. Eftir að við komumst á föst laun höfum við verið að átta okkur á því að við vorum að ofgera okkur. Allt í einu rann upp fyrir okkur að við gátum tekið okkur sumarfrí og önnur samningsbundin leyfi án þess að launin dyttu niður. Það hlýtur að teljast sjálfsagt að heimilislæknar taki sér lögbundin frí, að öðrum kosti brenna þeir hraðar út en ella,“ segir Samúel. Breytt starfsemi heilsugæslunnar Samúel segir að afleiðing þessa sé sú að verkefni heilsugæslunnar hafi breyst töluvert. „Þótl samtölum hafi ef til vill fækkað eitthvað þá held ég að „framleiðnin“ ef svo má að orði komast hafi ekki endilega minnkað. Þegar biðlistar taka að myndast í heilsugæslunni breytist samsetning sjúk- linganna. Þeir sem eru með bráðavandamál, kvef, eyrnabólgu og þess háttar, leita til Læknavaktarinnar en við sitjum uppi með erfiðari tilfellin og erum eiginlega alveg hættir að sjá börn, því miður. Einn stærsti þátturinn í starfi heimilislæknisins er að sinna geðrænum vandamálum sjúklinga og mín tilfinning er sú að tíminn sem fer í þau sé alltaf að aukast. Nú fer um þriðjungur af tíma heimilislækna í að sinna geðvandamálum og þetta hlutfall er hærra hjá sumum læknum. Nýja launakerfið gerir það að verkum að við getum sinnt þessum sjúklingum betur en áður og gefið þeim meiri tíma án þess að það skerði launin okkar. Ég hef reynslu af því að vera heilsugæslulæknir á landsbyggðinni og veit því að starfið er öðruvísi hér í borginni. Hjá landsbyggðarlæknum er vaktaálagið mikið en stofuálagið minna og starfið að mörgu leyti fjölbreyttara. Þeir þurfa að sinna sjúkrastofnunum í sínu umdæmi og vinna í seli og svo framvegis. Hér í borginni er vaktaálagið ekki eins mikið en stofuálag- ið meira og starfið einhæfara. Ég held að það væri mjög til bóta ef heilsugæslulæknum væri gefinn kost- ur á því að sinna öðrum störfum til dæmis einn dag í viku. Þá yrði stofuálagið ekki eins mikið og þeir gætu sinnt kennslu, rannsóknum eða læknisstörfumog ráð- gjöf á sjúkrastofnunum. Þetta gæti dregið úr flóttan- um úr stéttinni sem er verulegt áhyggjuefni." Launin lækka við fjölgun lækna Eins og öllum er ljóst hefur orðið mjög ör fólksfjölg- un á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Heilsu- gæslulæknum hefur ekki fjölgað að sama skapi og eins og bent er á í ritstjórnargrein blaðsins er það mat manna að nú vanti fimm eða sex stöðugildi lækna í heilsugæslu höfuðborgarsvæðis bara til þess að mæta fólksfjölguninni. Þá er ótalinn uppsafnaður eldri vandi sem þessi þjónusta á við að etja. Heilbrigðis- ráðherra hefur ákveðið að bæta 35 milljónum við fjárveitingar til heilsugæslunnar en það gæti nægt til að bæta við þremur til fjórum læknastöðum ásamt því sem þeim fylgir. Enn vantar því töluvert upp á að heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sé gert kleift að mæta fólksfjölguninni og kröfum almennings um bætta þjónustu. Sveinn Magnússon segir að það sé engin spurning að bæta þurfi við mannafla í heilsugæsluna. „Breytt launaumhverfi gerir líka kröfu um aukinn mannafla og hér í ráðuneytinu er mikill áhugi á því að efla heilsugæsluna,“ segir hann. Samúel tekur undir það að núverandi heilbrigðisráðherra sé yfirlýstur stuðn- ingsmaður öflugrar heilsugæslu en eigi erfitt upp- dráttar á tímum niðurskurðar í ríkisfjármálum. Samúel bendir líka á að nýja launakerfið setji heilsugæsluna í dálitla klemmu því það sé þannig upp byggt að sé bætt við lækni á heilsugæslustöð þá lækki laun þeirra lækna sem fyrir eru. „Mánaðarlaun lækna miðast við að þeir hafi 1.500 sjúklinga hver. Séu sjúklingamir fleiri fá læknar ákveðinn bónus fyrir hverja 100 sem eru umfram þá tölu upp að 2.400. Á flestum eða öllum heilsugæslustöðvum eru menn á þessu bili þannig að ef bætt er við lækni fækkar sjúklingum á hvern lækni og bónusinn lækkar. Þetta er klemma sem finna þarf lausn á,“ segir hann. 60 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.