Læknablaðið - 15.01.2002, Side 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 140
Jóhann Heiðar
Jóhannsson
Netfang:
johannhj@landspitali.is
Insúlínþol
í SÍÐASTA PISTLI VAR FJALLAÐ UM FYRIRBÆRIÐ INSÚLÍN
rcsistance og lagt til að það yrði nefnt insúlínþol í
samræmi við þýðingu íðorðasafnsins. Heitið barst á
stuttum orðalista frá Rafni Benediktssyni, lækni. A
lista Rafns voru einnig dyslipidcmia sem hann vildi
nefna blóðfitubrengl eða blóðfituröskun, inicro-
albuniinuria sem hann vildi nefna smáhvítumigu eða
örhvítumigu, metabolic syndronie X sem hann vildi
nefna heilkenni X eða efnaskiptavillu, og loks poly-
cystic ovary syndronie og ainbulatory blood pressure
sem hann hafði ekki tillögur að.
Polycystic ovary syndrome
Þetta heilkenni sem áður var nefnt Stein-Leventhal
syndrome einkennist af ófrjósemi, tíðaleysi eða
fækkun tíða, ofhæringu eða karlhæringu og blöðrum
í eggjastokkum. Einfaldast er að þýða enska heitið
beint og nefna fyrirbærið heilkenni fjölhlöðróttra
eggjastokka. Læknirinn mundi hins vegar oft vilja
forðast að þurfa að nota alla langlokuna og segja í
staðinn við sjúklinginn: „Þú ert með Qölblöðrótta
eggjastokka."
Ambulatory blood pressure
Rafn var einnig að fást við að koma íslensku heiti á
niðurstöður blóðþrýstingsmælinga sem gerðar eru
við aðrar kringumstæður en rúmlegu á sjúkra-
stofnun. Hann tók dæmi um mælingar hjá sjúklingi
sem er á ferli. Nota má sjálfvirk tæki sem mæla með
reglulegu millibili og segir Rafn að blóðþrýstingurinn
sé þá nefndur ambulatory blood pressure á ensku. I
138. pistli (Lbl 2001; 87: 943) var fjallað um rann-
sóknir gerðar á sjúkiingum utan stofnunar, ambulant
rannsóknir. og stungið upp á heitinu ferlirannsóknir.
Eins má gera hér og nefna niðurstöðuna ferliblóð-
þrýsting. í réttu samhengi og þegar ljóst er hvað við
er átt má stytta og tala um ferliþrýsting. A sama hátt
má búa til önnur heiti sem vísa til staðsetningar eða
líkamsstöðu sjúklings meðan blóðþrýstingsmæling-
arnar eru gerðar. Þannig má tala um heimaþrýsting,
stofuþrýsting, leguþrýsting, setþrýsting, réttstöðu-
þrýsting og jafnvel riímþrýsting.
Rétt er að benda á að íslenska heitið ferliþrýst-
ingur og enska heitið ambulatory blood pressure eru
almenn og vísa eingöngu til þess að sjúklingurinn er á
ferli, en ekki til aðferðarinnar sem beitt er við mæling-
una. Eigi einnig að vísa til aðferðarinnar má minnast
þess að tæki sem mælir í sífellu er gjarnan nefnt síriti.
Metabolic syndrome X
Um þetta heiti var fjallað í 132. pistli (Lbl 2001; 87:
371) eftir fyrirspurn frá Ófeigi Þorgeirssyni lækni á
Selfossi. Spurt var hvort íslensku heitin kviðfítu-
heilkenni eða insúlínheilkenni gætu dugað. Rafn
sagðist geta sætt sig við kviðfituheilkennið, en spurði
einnig hvort ístruheilkennið kæmi til greina. Undir-
ritaður leggst gegn því á þeirri forsendu að ístra hafi
neikvæðan merkingarblæ og sé ekki eins hlutlaust
heiti og kviðfita.
Microalbuminuria
Þessu fyrirbæri er lýst í læknisfræðiorðabók Dorlands:
aukning á þvagútskilnaði albúmíns, sem er oflítil til að
mœlast með hefðbundnum hœtti, finnst oft samfara
ofsíun sem tengist insúlínháðri sykursýki. Micro- hefur
oftast verið þýtt sem smá-, en í þessu tilviki gæti for-
liðurinn ör- hæft betur, enda magnið örlítið. Eggja-
hvíta og hvíta hafa verið að láta undan síga fyrir töku-
orðinu prótín (sjá 99. pistil). Svo er það spurning
hvort ekki eigi fremur að nota heitið albúmín. Nefna
má að ekki eru allir ánægðir með heitið miga (sjá 105.
pistil). Loks er það röð orðhlutanna. Þetta er í raun
„örmiga albúmíns“. Sé nauðsynlegt að þjappa þeim í
eitt orð koma albúmínörmiga og öralbúmínmiga bæði
til greina, einnig hvítuörmiga eða örhvítumiga. í bili
lýst undirrituðum þó best á örmigu albúmíns.
Dyslipidemia
Þetta heiti finnst ekki í íðorðasafni lækna. 'í læknis-
fræðiorðabók Dorlands er fyrirbærinu lýst þannig: af-
brigðileg gerð eða afbrigðilegt magn fituefha og fitu-
prótína í blóði. Merkingin er þannig mjög almenn. í
sömu bók má einnig finna heitið dyslipidosis sem er sagt
tákna truflun á fituefnaskiptum, sem getur verið annað-
hvort staðbundin eða almenn. Undirritaður getur vel
sætt sig við að þýða dyslipidemia með íslenska heitinu
blóðfituröskun. Röskun hefur reyndar verið notað sem
þýðing á disorder, en ekki verður séð að það trufli hér.
Hormónaheiti
Loks var Rafn að velta fyrir sér heitum á einu
hormóni, thyrotropin, og hvernig það væri best tákn-
að á rannsóknabeiðnum. TSH er hefðbundin skamm-
stöfun á enska heitinu thyroid-stimulating hormone
og getur hentað vel á eyðublöð þar sem rýmið er af
skornum skammti. Thyrotropin er samheiti sem fara
má með eins og efna- eða lyfjaheiti og umrita
nokkurn veginn hljóðrétt sem týrótrópín.
Heitið hormón hefur náð útbreiðslu meðal al-
mennings. Eftirtektarvert er að það er notað í eintölu
sem hvorugkynsorð, hormónið, en í fleirtölu oft sem
karlkynsorð, hormónarnir. Iðorðasafn lækna til-
greinir einnig heitið vaki. í samræmi við það nefnist
thyrotropic hormone skjaldvakakveikja. Heitið skjaid-
vakakveikja hefur þó aldrei hugnast undirrituðum.
Engin snilldarlausn er í sjónmáli en spyrja má hvort
nota megi heitin skjaldkirtilörvi eða skjaldörvi um
efni sem örvar skjaldkirtilinn.
Læknablaðið 2002/88 67