Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 69

Læknablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 14 Faraldsfræðí í dag Lýsandi rannsóknir II María Heimisdóttir Netfang: mariah@decode.is í SÍÐUSTU GREIN VAR RÆTT UM LÝSANDI FARALDS- fræðilegar rannsóknir, einkum fylgnirannsóknir. Nú verður fjallað um aðra meginflokka lýsandi rann- sókna, það er lýsingar á sjúkratilfellum (case reports) og þverskurðarrannsóknir (cross-sectional surveys). Tímarit um læknisfræði birta iðulega lýsingar á sjúkratilfellum sem þykja sérlega áhugaverð, torræð eða óvenjuleg á einhvern hátt. Ekki ómerkara rit en New England Journal of Medicine hefur til dæmis um langt skeið birt slíka lýsingu í hverju tölublaði. Lýsingar af þessu tagi geta fjallað um einn einstakling eða um hóp sjúklinga sem þykir svipa saman. Venju- lega er rakin sjúkrasaga, einkenni og niðurstöður klínískrar skoðunar og síðan fjallað af mismikilli ná- kvæmni um þær rannsóknir og próf sem notuð voru til að átta sig á sjúkdómnum. Stundum er jafnvel lýst þeirri meðferð sem beitt var og árangri hennar. Pann- ig er dregin upp mynd af birtingu og gangi sjúkdóms eða einkennum ákveðins einstaklings eða einstak- linga en ekki er um samanburð við aðra einstaklinga eða hópa að ræða nema að mjög takmörkuðu leyti. Slíkar lýsingar hafa oft vakið athygli manna á nýj- um eða áður óþekktum sjúkdómum og á áður óþekktum áhrifum utanaðkomandi áreita. Þannig geta þær orðið kveikjan að nýjum kenningum og frekari rannsóknum. Árið 1974 lýstu Creech og Johnson þremur tilvikum þar sem verkamenn í gúmmíverksmiðju greindust með æðasarkmein í lif- ur. Þetta krabbamein er sjaldgæft og því mjög ósenni- legt að þrjú slík tilfelli finnist á svo skömmum tíma á sama stað. I Ijós kom að mennirnir höfðu allir unnið með vínylklóríð sem síðari rannsóknir sýndu að geta orsakað slík æxli. Á svipaðan hátt voru lýsingar á óvanalegum sjúkdómum meðal samkynhneigðra karla í Kaliforníu, svo sem Kaposi sarkmeinum og lungnabólgu af völdum lungnabólgusníkils (pneumo- cystis carinii), til þess að hrinda af stað rannsóknum er leiddu til uppgötvunar HJV veiranna og eyðni. Þrátt fyrir óumdeilanlega gagnsemi lýsinga á sjúkratilfellum er mikilvægt að hafa í huga að slíkar lýsingar á reynslu einstaklinga geta sannað orsaka- samband milli áreitis og útkomu. Jafnvel þó um lýs- ingar á hópum einstaklinga með svipaða sjúkrasögu sé að ræða er enginn samanburðarhópur til staðar og því geta niðurstöðurnar einvörðungu þjónað sem grundvöllur nýrra kenninga sem prófa verður með frekari rannsóknum. Þverskurðarrannsóknir eru þriðja megintegund lýsandi rannsókna. Þá er samtímis safnað upplýsing- um bæði um áreiti eða áhættuþætti og útkomur eða sjúkdóma. Söfnunin getur farið fram á skilgreindu tímaskeiði, til dæmis á einu ári í skilgreindu þýði, eða á skilgreindum tíma, svo sem við upphaf náms eða þegar sótt er um nýtt starf. Þverskurðarrannsóknir eru eins konar ljósmynd af heilsufari hóps á ákveðn- um tíma og geta því verið mjög gagnlegar sem grund- völlur lýðheilsuaðgerða og við skipulag heilbrigðis- mála. Einnig má nota þær til að meta og fylgjast með algengi ákveðinna sjúkdóma eða annarra heilbrigðis- útkoma, til dæmis í ákveðnum starfsstéttum. Hins vegar er yfirleitt ekki unnt að nota slíkar rannsóknir til þess að prófa kenningar um orsakasamband áreitis og sjúkdóms eða meta áhættu er stafar af tilteknu áreiti. Þetta er vegna þess að gögnum um áreiti og sjúkdóm er safnað samtímis og ekki er alltaf ljóst hvort kom á undan. Jafnvel þó hægt sé að átta sig á tímaröð áreitis og sjúkdóms er erfitt að ganga úr skugga um að áreitið hafi verið til staðar í nægilegum mæli og á „réttum" tíma til að geta verið orsök sjúk- dómsins. Auk þess getur tilkoma sjúkdómsins (hvort sem hann hefur verið greindur eða ekki) haft áhrif á áreitið og að hve miklu leyli það er lil staðar. Þannig er ekki ólíklegt að þeir sem hafa óþægindi frá öndun- arvegum reyni að draga úr reykingum. Því endur- spegla þær upplýsingar sem fást um áreitið samtímis upplýsingaöflun um sjúkdóminn ekki endilega hið raunverulega áreiti sem ef til vill átti þátt í að valda sjúkdómnum. Þar sem þverskurðarrannsóknir byggjast á sjúk- dómstilfellum sem eru til staðar á ákveðnum tíma (prevalent cases), en ekki eingöngu nýjum tilfellum (incident cases) eru niðurstöður þeirra litaðar af þeim þáttum er stýra lifun og bata af sjúkdómnum. Ef slík rannsókn sýnir til dæmis að tiltekinn sjúkdóm- ur er algengari meðal karla en kvenna er ekki hægt að útiloka þá kenningu að sjúkdómurinn komi í raun jafnoft fyrir hjá báðum kynjum eða jafnvel oftar meðal kvenna, en að lifun þeirra eftir að sjúkdómur- inn kemur fram sé mun skemmri en karla. I ákveðnum tilvikum er þó unnt að nota gögn úr þverskurðarrannsóknum til að meta orsakasamband áreitis og sjúkdóms eða meta áhættu af áreiti. Þá er um að ræða áhættuþætti sem eru stöðugir og óbreyttir í tím- ans rás, jafnvel eftir að sjúkdómurinn verður til og er greindur. Oftast er þá um að ræða áhættuþætti sem erf- ast, svo sem blóðflokka eða aðra arfbundna eiginleika. Heimildir 1 Creech, Johnson. Angiosarcoma of the liver in the manufacture of polyvinyl chloride. J Occup Med 1974; 16:151. 2 Centers for Disease Control. Pneumocystis pneumonia - Los Angeles. MMWR 1981; 30: 250. 3 Centers for Disease Control. Kaposi’s sarcoma and Pneumo- cystis pneumonia among homosexual men - New York City and California. MMWR 1981; 30: 305. Læknablaðið 2002/88 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.