Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / HENOCH-SCHÖNLEIN PURPURA Henoch-Schönlein purpura: Innlagnir á LSH 1984-2000 Valtýr Stefánsson Thors1 Jón R. Kristinsson2 Þröstur Laxdal3 Guðmundur Jónmundsson2 Viðar Ö. Eðvarðsson2 "^Ásbjörn Sigfússon* Haraldur Briem’ Ásgeir Haraldsson12 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, ’barnadeild Landspítala Fossvogi, 4rannsóknastofu Háskólans í ónæmisfræði, 'sóttvamarlækn- ir hjá Landlæknisembættinu. Fyrirspumir og bréfaskipti: Ásgeir Haraldsson prófessor, Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 5433050, asgeir@landspitali.is ^Ásbjörn Sigfússon lést hinn 8. september 2001. Lykilorð: Henoch-Schönlein purpura, sýkingar, sjálfnœmis- sjúkdómar, nýrnabólga, Ágrip Tilgangur: Henoch-Schönlein purpura er sjúkdómur sem einkennist af æðabólgu og kemur fyrst og fremst fram hjá börnum. Faraldsfræði Henoch-Schönlein purpura á íslandi er ekki þekkt. Tilgangur rannsókn- arinnar var því að kanna nýgengi sjúkdómsins á Is- landi auk þess að afla annarra faraldsfræðilegra upp- lýsinga. Sjúklingar og aðferðin Allir sjúklingar 16 ára og yngri sem fengið höfðu greininguna Henoch-Schön- lein purpura á tímabilinu 1984-2000 og voru lagðir inn á Barnaspítala Hringsins eða barnadeild Land- spítala Fossvogi (áður SHR og Landakotsspítali) mynduðu rannsóknarhópinn. Safnað var upplýsing- um úr sjúkraskrám um einkenni og rannsóknarniður- stöður. Sveiflur í tíðni sjúkdómsins voru bornar sam- an við sveiflur nokkurra þekktra smitsjúkdóma. Niðurstöður: Alls greindist 101 sjúklingur með Hen- och-Schönlein purpura á tímabilinu, 51 stúlka og 50 drengir. Nýgengi Henoch-Schönlein purpura virðist svipað á íslandi og víðast annars staðar, eða um sex tilfelli á ári. Meðalaldur var 5,4 ár. Auk útbrotanna reyndust 72,3% hafa liðverki og 45,5% kviðverki, 36,6% höfðu blóðmigu eða prótínmigu á meðan á sjúkrahúsvist stóð og 5,9% fengu alvarlegan nýrna- sjúkdóm. Sjúkdómurinn var algengari á vetrarmán- uðum (nóvember-apríl) en á sumarmánuðum (maí- október) (p= 0,045). Ályktanir: Faraldsfræði Henoch-Schönlein purpura hjá börnum á íslandi virðist vera svipuð og í öðrum löndum. Áhugavert er að sjúkdómurinn er algengast- ur meðal barna tveggja til fimm ára og gæti það end- urspeglað að algeng sýking eða sýkingar séu einn af orsakavöldum hans. Þegar börnin eldast og öðlast mótefni gegn slíkum sýkingum dregur úr tíðni sjúk- dómsins. Mögulegt er að sýkingar séu einn þáttur í ferli sem ræsir sjúkdóminn en að auki þurfi ákveðin samsetning ónæmiskerfis að vera til staðar. Inngangur Henoch-Schönlein purpura (HSP) er æðabólga sem herjar einkum á smáar æðar og kemur fyrst og fremst fram hjá bömum. HSP er fjölkerfa sjúkdómur sem leggst aðallega á húð, liðamót, meltingarveg og nýru. Greining á HSP er byggð á klínískum einkennum og ekkert próf á rannsóknarstofu getur staðfest eða hafn- að greiningunni. Einkenni sjúkdómsins eru útbrot, sem nauðsynleg em til að staðfesta greininguna, liðverkir, kviðverkir og nýmabólga (1). Einnig hefur verið lýst áhrifum á önnur líffæri, svo sem heila og lungu (2). ENGLISH SUMMARY Thors VS, Kristinsson JR, Laxdal Þ, Jónmundsson G, Eðvarðsson VÖ, Sigfússon Á, Briem H, Haraldsson Á Henoch-Schönlein purpura, patients admitted to Landspítali-University Hospital 1984-2000 Læknablaðið 2002; 88; 807-11 Objective: Henoch-Schönlein purpura is a disease of small vessels which primarily affects children. The epidemiology of Henoch-Schönlein purpura in lceland is not known. The main purpose of the study was to find out the incidence of the disease in lceland and gather further epidemiological information. Patients and methods: All patients diagnosed with Henoch-Schönlein purpura during the years 1984-2000 and were admitted to the Children’s Hospital lceland, Landspítali Hringbraut as well as the paediatric department at the Landspítali Fossvogi were included in the study cohort. Information was gathered from medical records. The temporal relationship between the incidende of Henoch-Schönlein purpura and epidemics of three common infectious diseases was explored. Results: A total of 101 patients were found to have Henoch-Schönlein purpura, 51 females and 50 males. The incidence of Henoch-Schönlein purpura in lceland is therefore approximately six cases annually. The mean age at diagnosis was 5.4 years. In addition to the rash, 72.3% had arthralgia and 45.5% abdominalia, 36.6% had hema- turia or proteinuria during the hospitalization and 5.9% had severe renal involvement. The disease was more common in the winter months (Nov. - April) compared to the summer months (May - Oct.) (p=0.045). Conclusions: The epidemiology of Henoch-Schönlein purpura in lceland is comparable to other countries. The disease was most common in children aged 2-5 years, which could reflect a common infection in the community as a part of the pathogenesis. Older children may have antibodies against these infections resulting in a decreased incidence of the disease. Our results support the theory that infection may play an important role in the pathoge- nesis of Henoch-Schönlein purpura. However, some abnormalities or variations in the immune response are probably also involved. Keywords: Henoch-Schönlein purpura, infections, auto- immune diseases, nephritis, IgA immune-compiexes. Correspondence: Ásgeir Haraldsson, asgeir@landspitali.is í erlendum rannsóknum er nýgengi sjúkdómsins talið vera um 10/100.000 börn á ári hverju (3) og er hann algengari meðal drengja en stúlkna (1,5-2:1) (1, 2,4). Læknablaðið 2002/88 807
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.