Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLÞING Á AÐALFUNDI LÍ Reglur þartur stuðningur í dagsins önn Líflegar umræður á málþingi á aðalfundi LÍ um starfsskyldur lækna um góða starfshætti lækna væru Þröstur Haraldsson Sú venja hefur skapast að efna til málþings í tengslum við aðalfund Læknafélags Islands. Að þessu sinni var fjallað um þrjú efni: Einar Oddsson ræddi um netið og kynningu lækna á starfsemi sinni, Arnór Víkingsson fjallaði um símenntun lækna og Sigurður Guðmundsson landlæknir greindi frá regl- um sem General Medical Council í Bretlandi setti um skyldur skráðra lækna vorið 2001. Hér á eftir verður greint nokkuð frá síðastnefnda erindinu. Landlæknir hóf mál sitt á að reifa nokkuð stöðu lækna í heimi þar sem réttur sjúklinga hefur verið að aukast og „forsjárhyggja lækna að líða undir lok í íslenskri læknisfræði“, eins og landlæknir orðaði það. Með lögum um réttindi sjúklinga sem sett voru árið 1997 styrktist staða þeirra sem meðal annars hefur birst í verulegri fjölgun á kærum og aðfinnslum um störf lækna. Viðbrögð heilbrigðiskerfisins hafa verið þau að auka gæðaeftirlit og leilast við að samræma vinnubrögð heilbrigðisstarfsmanna. Þessi þróun er ekki séríslensk heldur verður henn- ar vart víða um lönd. I Bretlandi hefur General Medical Council - sem er einskonar blanda af land- læknisembætti og siðfræðiráði lækna - tekist á hend- ur að semja plagg sem nefnist á ensku Good Clinical Practice Guidelines. Vinna við þessar reglur hefur staðið í nokkur ár en hún tók talsverðan kipp eftir að upp komu tvö mál sem voru til þess fallin að grafa undan stöðu og starfsheiðri læknastéttarinnar. Þar er annars vegar átt við svonefnt Bristol-mál þar sem þrír læknar voru sviptir lækningaleyfi fyrir vítavert kæru- leysi og yfirhylmingu sem leiddi til óeðlilega mikillar dánartíðni við hjartaskurðlækningar á börnum á sjúkrahúsinu í Bristol. Hins vegar eru það málefni Harolds Shipman heimilislæknis sem sannað þykir að hafi myrt sjúklinga sína svo skiptir hundruðum. Góöir starfshættir lækna Að sjálfsögðu hafa ekki komið upp nein slík mál hér á landi en hin almenna staða læknisins í starfi er ekk- ert frábrugðin því sem gengur og gerist í nágranna- löndum okkar. Þess vegna er fyllsta ástæða til að kynna sér það sem breskir læknar eru að gera. í regl- um General Medical Council er fjallað um skyldur og ábyrgð lækna og lýst grundvallarreglum um góða starfshætti lækna og kröfum um lækniskunnáttu, þjónustu og framkomu sem læknar verða að geta uppfyllt á öllum sviðum í starfi sínu. Verði alvarlegur eða ítrekaður misbrestur á að læknir uppfylli þessar kröfur getur það stefnt lækningaleyfi hans í voða. Reglur General Medical Council um skyldur lækna sem skráðir eru hjá ráðinu eru eftirfarandi: Good Clinical Practice Guidelines Sjúklingar verða að geta treyst læknum fyrir lífi sínu og heilsu. Til þess að standa undir því trausti er það skylda okkar sem menntaðra lækna að standast kröf- ur um góða starfshætti og læknisþjónustu og bera virðingu fyrir mannslífum. Einkum og sér í lagi ber læknum að: 1. hafa þjónustu við sjúklinga í fyrirrúmi 2. koma fram við sjúklinga af virðingu, kurteisi og tillitssemi 3. virða mannhelgi sjúklinga og einkalíf 4. hlusta á sjúklinga og virða skoðanir þeirra 5. láta sjúklingum í té upplýsingar á skiljanlegan hátl 6. virða rétt sjúklinga til þess að taka fullan þátt í ákvörðunum um eigin meðferð 7. viðhalda faglegri þekkingu og kunnáttu 8. viðurkenna takmörk eigin starfskunnáttu 9. vera heiðarlegir og trúverðugir 10. virða og vernda trúnaðarupplýsingar 11. láta aldrei eigin skoðanir hafa neikvæð áhrif á meðferð sjúklinga 12. grípa þegar í stað í taumana til að verja sjúk- linga gegn hættu ef gildar ástæður eru til að ef- ast um að þeir sjálfir eða aðrir læknar séu færir um að rækja læknisstörf 13. forðast að misnota aðstöðu sína sem læknar 14. starfa með öðrum læknum á þann hátt sem þjónar hagsmunum sjúklinga best Læknar mega aldrei falla í þá gryfju að mismuna sjúklingum sínum eða öðrum læknum í neinum þessara atriða. Auk þess verða læknar ævinlega að vera reiðubúnir til að rökstyðja gerðir sínar gagnvart þeim. Þarf aö setja svona reglur hér? Landlæknir reifaði síðan þessar reglur og mátaði þær við íslenskan veruleika. Skýrði hann frá því að hugmyndin um að þýða þessar reglur Bretanna hefði sprottið upp úr umræðum í Læknaráði. Þar var rætt um það hvort ekki væri rétt að setja einhverjar slíkar reglur sem ráðið og önnur stjórnvöld gætu haft til 840 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.